Fara í innihald

XHTML/Hvað er XHTML?

Úr Wikibókunum

Extensible Hyper-Text Mark-up Language (XHTML) er ívafsmál sem notað er til að búa til vefsíður og halda utan um efni þeirra eins og texta. Það hét upprunalega Hyper-Text Mark-up Language (HTML) og var það byggt upp á málinu Standard Generalized Mark-up Language (SGML) sem að er lýsimál. HTML er notað enn í dag, en markaðurinn er hægt og rólega að skipta yfir í XHTML. Þar sem að HTML má vera mjög svegjanlegt í skrifum er það einnig flókið í lestri fyrir vafra ef ekki er farið eftir stöðlum W3C. Lítil tæki eins og handtölvur eða farsímar þurfa að vera með eins lítil forrit og mögulegt er án þess að gæði þeirra séu minni. Vafrar í slíkum tækjum yrðu hreinlega of stórir ef þeir ættu að geta lesið úr hinu versta HTML, svo farið var sú leið að búa til staðlaða og minni útgáfu af því, sem að hét XHTML og sá W3C um það. XHTML er í raun HTML byggt á lýsi- og ívafsmálinu Extensible Mark-up Language (XML) þar sem að XML fer eftir mjög ströngum ritreglum og er einfalt í notkun. Vegna þess að HTML átti upprunalega aldrei að sjá um útlit vefsíða hefur ívafði sem að sneri að útlitsbreytinum verið tekið út, þar sem að stílmálið Cascading Style Sheets (CSS) hefur tekið yfir að sjá um útlitið á vefsíðum. XHTML leysir vandamál HTML og í leiðinni býður það upp á að nýta hin yfirgripsmiklu XML-mál sem að upp á er að bjóða.

Máleiningar XHTML[breyta]

Það eru fjórar aðal einingar sem að XHTML skjöl eru sett saman af:

  1. Skilgreiningu skjalategundar: Betur þekkt sem DTD og er notað til að skilgreina málið eða skriftuna sem að notuð er í skjalinu og fer þessi skilgreining alltaf efst í skjalið. Til að XHTMl-kóðinn sé réttur má aldrei sleppa þessu.
  2. Ívaf: Kóði notaður til að lýsa fyrir vafranum hverning á að birta efni skjalsins.
  3. Tilvísanir: Efni eins og tenglar og myndir.
  4. Textaefni: Þetta er allt efni síðunnar sem að á að sjást þegar hún er skoðuð í vafra.