Fara í innihald

Skipulagning námskeiða fyrir fullorðna

Úr Wikibókunum

Verkefni unnið á námskeiðinu: Fullorðinsfræðsla við KHÍ Haustið 2006

Inngangur

[breyta]

Þegar lagt er af stað með námskeið eða áfanga í einhverju námi er aðalatriðið að það sem situr eftir að námskeiðinu loknu sé nokkurn veginn að sem lagt var af stað með í upphafi sem markmið. Til þess að sú verði raunin þarf að skipuleggja námskeiðið vel. Skipulagningin er aðferð til þess að greina í sundur og kortleggja þær áherslur og markmið sem ætlunin er að ná fram með viðkomandi hóp á námskeiði eða námsáfanga. Þess vegna verðum við að gera okkur grein fyrir því hvert ferðinni er heitið og vita nákvæmlega hver endastöðin er og hvaða leið skuli valinn þangað. Þannig er hægt að komast hjá því að fara villu vegar og rata jafnvel ekki á endastöðina. Þessa kortagerð verður að fullvinna áður en lagt er af stað með verkefnið til þess að viðunandi árangur náist og til þess að auðvelda vinnuna við það að ná settum markmiðum. Við hönnun skipulags fyrir námskeið eru til form sem styðjast má við, þau geta verið mismunandi eftir því hvaða fræði hafa verið notuð sem fyrirmynd, þ.e.a.s eftir hvaða fræðimann. Í grein þessari munum við styðjast við það efni sem lesið hefur verið og unnið með í námskeiðinu “Fullorðinsfræðsla” á haustönn 2006 í Kennaraháskóla Íslands, má þar nefna “Helping Adults Learn” eftir Alan B Knox. London 1987, kafli V, kenningar um markmið og atferlishyggju eftir Robert F. Mager ásamt því efni sem er á heimasíðu námskeiðsins undir “ítarefni”. Þar hefur Hróbjartur Árnason forstöðumaður námskeiðsins “Fullorðinsfræðsla” sem kennt er í kennsluréttindanámi KHÍ safnað saman og sett upp safn greina um þetta efni. http://setur.khi.is/fullordinsfraedsla/fullordinsfraedsla/tarefni/Forms/AllItems.aspx Einnig verður stuðst við hugarkort nemenda úr þessum bekk / kúrs sem eru vistuð undir http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090428023600/setur.khi.is/fullordinsfraedsla/fullordinsfraedsla/Igrundanir2006/Forms/AllItems.aspx Hér á eftir munum við benda á eina af þeim leiðum sem hægt er að fara til þess að skipuleggja námskeið sem byggt er á módeli sem notað var af Hróbjarti í áður nefndum kúrs. Ætlun okkar er að skýra þetta út frá sjö til átta megin þáttum, sem eru að:

1. Greina þarfir.

2. Ákveða markmið

3. Greina innihald.

4. Ákveða hvað skal miða við og meta.

5. Aðferðir við námsmat.

6. Hvaða kennsluaðferðir?

7. Skipuleggja námsumhverfi.

8. Að námskeiði loknu, hvað þarf að laga, hvað var í lagi.

--Fridbjorn 17:28, 7 nóvember 2006 (UTC)--Ragthori 17:49, 7 nóvember 2006 (UTC) --Gudmundur 17:50, 7 nóvember 2006 (UTC)

Greina þarfir

[breyta]

Hér verður tekin fyrir þarfagreining eins og hún getur verið í víðasta skilningi. Að okkar mati er þarfagreiningin mjög mikilvæg og nauðsynlegt að vinna hana vel því hún er grunnurinn að því hverju á að ná fram með námskeiðinu. Hún verður því að vera einskonar upplýsinga handbók sem hægt er að fletta upp í meðan á uppbyggingu og hönnun námskeiðsins fer fram.

1. Greina þörf: Hver leitar eftir því að fá námskeiðið? Er það fyrirtæki, eða eru það einstaklingar. Þátttakendur getur verið af mörgum gerðum. Samsetning hópsins getur verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða fyrirtæki, stéttarfélag eða félagasamtök. Er verið að halda námskeiðið vegna þess að breyta eigi einhverju innan fyrirtækisins? Eða er verið að reyna að breyta hegðun starfsmanna eða einstaklinga? Gengur námskeiðið út á nám í verklegri eða faglegri þjálfun, eða jafnvel viðhorfsmótun. Hverjar eru þarfir hópsins, hverjar eru þarfir fyrirtækisins.


2. Grunnhugmyndir: Að komast að því hvað það er sem á að breytast. Hvaða þekking eða færni er til staðar og hver á hún að vera þegar námskeiði lýkur. Það þarf sem sagt að fylla upp í “göt” með aukinni þekkingu og eða færni. Þetta getur líka átt við um ástand eða hegðun sem þarf að laga eða breyta.


3. Upplýsingaöflun/upplýsingagjöf: Í þessum upplýsingabanka þarf að safna saman upplýsingum frá annað hvort fyrirtæki eða þátttakendum sjálfum um tíma sem hentar, lengd námskeiðs, þarf að vera sérstakt aðgengi fyrir þátttakendur. Er fyrirtækið sem kostar námskeiðið með óskir t.d. hvort fyrirtækið hefur ákveðnar væntingar, vill það að notuð sé ákveðin nálgun að settu marki? Getur það aðeins misst hluta starfsmanna í einu, er aðeins hægt að hafa námskeiðið á kvöldin eða bara um helgar? Sama á einnig við um þátttakendur sjálfa, hvað vilja þeir hafa áhrif á, á námskeiðinu. Hvernig verður námsefnið, hvernig verður nálgunin við námsefnið, hvaða aðferð vilja þeir að sé notuð og hafa þeir jafnvel óskir um tímasetningu kennslunnar og verkefnaskil. Það sést á þessari upptalningu að það borgar sig að huga vel að þessum þáttum áður en lagt er af stað, þ.e.a.s safna þeim upplýsingum sem þú telur þörf á að liggi fyrir frá fyrirtæki og þátttakendum. Til þess að geta sniðið námskeiðið sem best að þörfum þátttakenda. Að sjálfsögðu er ekki hægt að verða við óskum allra þátttakenda, en gott að hafa sem besta yfirsýn. Upplýsingunum er hægt að safna með viðtölum við stjórnendur fyrirtækja, beinum viðtölum við þátttakendur eða með spurningalistum sem hægt væri að senda út tímanlega. Þar sem innihald námskeiða er margbreytilegt verður að skoða nýjar leiðir hverju sinni. Því það getur verið um að ræða kynningu á nýjum vinnuaðferðum, bætt þjónusta við viðskiptavini eða brosnámskeið, sem námskeiðið snýst um svo dæmi sé tekið og því upplýsingarnar mis mikilvægar.


4. Getugreining þátttakenda: Hvernig meta þátttakendur sig sjálfa inn í fyrirhugað námskeið? Kunna þeir það sem er nauðsynlegur undanfari? Þótt margir telji sig kunna og geta framkvæmt hluti er ekki alltaf víst að svo sé. Síðan þegar byggja á ofaná þekkinguna sem talin er vera fyrir hendi kemur svo í ljós að svo er ekki. Þess vegna getur þessi greining verið nauðsynleg svo ekki verði uppnám á námskeiðinu eftir að lagt hefur verið af stað. Stundum vita menn ekki betur um þekkingu sína eða vilja ekki viðurkenna stöðu sína. Þetta er mjög mikilvægur þáttur þegar námskeið er skipulagt svo allir séu með á nótunum alla leið að settu marki.


5. Verkfærakassi: Í verkfærakassa þarfagreiningar er hægt að safna saman því sem við köllum verkfæri, það er að segja þeim aðferðum og formum sem við notum til þess að gera greininguna nákvæmari og áreiðanlegri. Við vorum búin að ræða um viðtöl og samræður við hlutaðeigandi persónur. Hægt er að hafa sérfræðinga með og fá frá þeim álit á því hver staðan er. Fara á vettvang og fylgjast með þátttakendum í starfi eða námi skoða rannsóknir eða niðurstöður sem liggja fyrir um stöðu mála eða stefnur sem þarf að laga eða breyta. Halda fund með þátttakendum og skoða og ræða það sem hefur verið athugað og þarf að laga eða nema, einnig er hægt að byrja með teymi yfirmanna, stjórnenda eða nemenda, eina sér aða blanda saman og láta þá koma með tillögur. Sú aðferð getur aukið áhuga og skilvirkni þátttakendana ef þeir fá að eiga þátt í því að skapa námskeiðið og bera að hluta ábyrgð á því hvernig til tekst. Hvað verkleg námskeið varðar eru til námskrár og gátlistar þar sem hægt er að meta viðkomandi. Til dæmis þegar námskeiði er lokið á viðkomandi að geta og kunna ákveðin atriði sem hægt er að nota sem mælikvarða um þekkingu viðkomandi. Það eru alltaf að verða til fleiri og fleiri gagnagrunnar um fyrirtæki og fólk almennt og úr þeim er hægt að fá upplýsingar sem geta gagnast við þarfagreiningu. Hér eru aðeins nefnd örfá verkfæri, en fjölbreytileiki þeirra ræðst af sjálfsögðu af því hvert viðfangsefnið er hverju sinni.



6. Val á aðferðum: Hér þarf að koma fram skýrt hverjir taka þátt, eru þetta starfsmenn, nemendur eða eigendur. Er hægt að nota aðstöðu stofnanna, fyrirtækja eða skóla ? Hvað má nota mikinn tíma, hver verður heildarkostnaður og hver ber hann ? Hvernig eiga niðurstöðurnar að birtast, þarf að vera hægt að mæla þær. Hvernig á að meta árangur námskeiðsins. Allar þessar spurningar þurfa að hafa svör til þess að hægt sé ganga út frá einhverjum forsendum strax í upphafi og við skipulagningu á námskeiði.


7. Símat á þörfum: Þarfagreining er eitthvað sem stöðugt er í vinnslu, hún er gerð áður en námskeið hefst sem hjálpartæki við uppbyggingu námskeiðsins og til þess að mæla sem flestar þarfir þátttakenda og eða kaupanda. Þarfagreiningu líkur þó ekki þegar námskeiðið hefst því taka verður púlsinn á hópnum alla leið til enda og aðlaga efni og aðstæður að hverjum hópi fyrir sig. Því að það segir sig sjálft að ef stjórnendur námskeiða standa sig ekki í því að sinna þeirri þörf sem er til staðar hverju sinni, er betur heima setið en af stað farið.


8. Niðurstöður þarfagreiningar: Þegar niðurstöður greiningarinnar liggja fyrir er hægt að gera sér ramma til þess að vinna eftir með framhald á skipulagi námskeiðsins. Þar sem allar þarfir og upplýsingar liggja nú fyrir á einum stað er hægt að meta hvaða væntingar og markmið hægt er að setja fram svo að viðunandi árangur náist út frá þeim forsendum sem gefnar eru í greiningunni. Það verður því það næsta sem fjallað verður um hér á eftir, að “Ákveða markmið.”

--Fridbjorn 17:28, 7 nóvember 2006 (UTC)


Ákveða markmið

[breyta]

Eitt mikilvægasta í skipulagningu námsskeiðs í fullorðinsfræðslu er skýr markmissetning,sem sagt að bæði kennarinn og nemendur viti að hverju skal stefnt í námmskeiðinu,hvað eiga nemendur að læra eða hafa lært að námsskeiði loknu. Samkvæmt Robert F. Mager sagan um sæhestinn, en boðskapur hennar er að ef þú veist ekki hvert þú stefnir þá veist þú ekki hvar þú endar og getur lent einhvers staðar annarstaðar en sama gildir með námsskeiðin að ef þú veist ekki hvað þú ætlar að kenna, eða hvað nemendur eiga að hafa lært að námsskeiði loknu er ekki líklegt að vel fari. Þess vegna er mjög mikilvægt að bæði kennarar og nemendur viti að hverju þau stefna, og kennarar láti nemendur vita með skýrum hætti að hverju skal stefnt á námsskeiðinu. Vel uppsett og skýr markmið geta virkað sem gulrót á nemendur og hvatt þau til dáða, eins geta of létt og of órauhæf marmið verkað letjandi á nemendur, ef nemendur sjá að með því að leggja sig vel fram á námsskeiðinu er góður möguleiki á að ná markmiðunum er meiri möguleiki að þeir leggi sig fram og nái árangri.

Sú hefð, að hefja undirbúning kennslu á að skilgreina helstu markmið hennar, er talin eiga rætur að rekja til hugmynda sem Bandaríkjamaðurinn Ralph Tyler setti fram í bók sinni Basic Principles of Curriculum and Instruction og út kom 1949. En í þessari bók leggur hann fram nokkrar spurningar,þar sem skipulagningu kennslunnar væri best háttað með því að fá svör við þeim.

1. Hver er tilgangur kennslunnar?

2. Hvaða viðfangsefni (educational experiences) eru líkleg til að stuðla að því að þessi tilgangur náist?

3. Hvernig er heppilegast að skipuleggja þessi viðfangsefni?

4. Hvernig er unnt að meta hvort þessi tilgangur hefur náðst? (Tyler 1949, bls. 1.)

Þessi aðferð var til skamms tíma allsráðandi í námskrár- og námsefnisgerð, kennaramenntun og nánast alls staðar þar sem fjallað var um undirbúning, framkvæmd og mat á kennslu og er það að líkindum enn

Ingvar Sigurgeirsson Að mörgu að hyggja bls 14-15


Vandamál við markmiðasetningu eru mörg og mikilvægt að kennarar vandi til hennar,mismunandi þekking þátttakenda, einstaklingar með mismunandi bakgrunn, mismunandi áhuga og mismunandi þarfir,kalla á mismunandi markmið, góð markmið eru forsenda góðs námsskeiðs.

Mismunandi hvatir reka fullorðna í nám eins og breytingar hjá fyrirtækinu(vantar að læra á forrit), löngun í að bæta við sig þekkingu ,endurmenntun og fl og koma þeir inn í nám á sínum eigin forsendum og setja sér markmið í samræmi við hvað þeir eru að læra. Með betur skilgreindum markmiðum á kennarinn auðveldara með að velja námsathafnir,kennsluaðferðir og á auðveldara með að meta námið og hvort markmiðunum sé náð. Skrifaðu niður námsmarkkmiðin og notaðu sagnorð sem lýsa ákveðinni athöfn sem nemandi þarf að geta gert að námsskeiðinu loknu. Við skipulagningu á námsskeiði verðum við að hafa í huga að hvert námsskeið hefur fyrirfram ákveðinn tíma,skýr markmiðssetning námsskeiðs getur hjálpað okkur að halda utanum tímaáætlanir,en það er ekki gaman að lenda í því að tíminn á námsskeiðinu sé búinn og aðalmarkmiðum námsskeiðsins ekki náð, þess vegna getur verið gott að skipuleggja námsskeiðið aftanfrá, til dæmis með því að láta það koma fyrst sem á að vera niðurstaða námsskeiðsins,þar með fá nemendur strax tilfinningu fyrir innihaldi námsskeiðsins og athygli þeirra og áhugi vaknar strax,við þetta minkarðu áhættuna að ná ekki aðalmarkmiðunum.

Flokkun markmiða,en þau eru oft flokkuð eftir því hvort þau eru langdræg eða skammdræg. Langdræg markmið ganga undir ýmsum nöfnum s.s. langtímamarkmið ,yfirmarkmið, meginmarkmið eða almenn markmið, fjölmörg markmið að þessu tagi má fynna í aðalnámsskrám, bæði grunn og framhaldsskóla. En þessi markmið eru þess eðlis að þeim verður ekki náð með einstökum viðfangsefnum og sumum þeirra verður aldrei náð til fullnustu t.d. "

Þroski með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og umhverfi, fái tækifæri til að njóta útiveru,skynja náttúrufegurð og taka afstöðu til náttúruverndarmála. Úr Aðalnámsskrá grunnskóla (1989). (bls.106)."''

Ingvar Sigurgeirsson Að mörgu að hyggja bls 16

Fyrir einstakar kennslustundir eða styttri námsskeið þarf að setja skýrari markmið, en þau ganga undir ýmsum nöfnum s.s. skammtímamarkmið, sértæk markmið, undirmarkmið, kennslumarkmið eða atferlismarkmið. Þessi markmið eru oft til þess fallin að draga nemendur áfram, sérstaklega ef þau eru rétt sett fram og virka sem hvatnig til að gera enn betur.

--Gudmundur 17:35, 7 nóvember 2006 (UTC)


Ákveða/ greina innihald

[breyta]

Í framhaldi af því að búið er að setja námskeiðinu markmið og skrifa þau niður er komið að því ákveða og velja það efni og leiðir sem henta námskeiðinu. Flokka námsefnið niður. Hvaða innihald þarf að vera innan þessa námskeiðs til þess að markmiðin náist sem sett hafa verið? Nú þarf að velja rétt. Hvað þarf að leggja mesta áherslu á? Áherslan getur verið margs konar, er verið að þjálfa eitthvað upp, er verið að tileinka sér einhverja færni eða æfa eitthvað t,d, minni, verklegar æfingar, hegðun? Einnig getur verið að það þurfi að fylgja eða uppfylla einhver skilyrði, fara eftir námskrám, reglugerðum, lögum eða öðrum forsendum. Þá er það samsetning “matseðilsins” hann verður að vekja áhuga til þess að þátttakendur fáist til þess að “snæða” af honum af áhuga. Það þarf að finna leið til þess að virkja áhugahvöt þeirra sem eru að sækja sér aukna þekkingu eða getu með því að sækja viðkomandi námskeið. Með því að auka áhuga fólks á efninu og eða athöfnum sem farið er í gegnum á námskeiði, er sá möguleiki fyrir hendi að áhugi þátttakendanna verði til þess að þeir leiti sér sjálfir að meiri þekkingu sem svo aftur skilar sér sem meira og gagnlegra nám eða geta til góðra verka. Ef vel tekst til og fólk fer að nota þekkinguna til náms og hvernig hægt er að ná í hana og aðvelda þannig getuna til áframhaldandi náms, er björninn unnin. “Eða , kenna fólki að bjarga sér sjálft.”

--Fridbjorn 17:38, 7 nóvember 2006 (UTC)

Hvað skal miða við og meta.

[breyta]

Þegar spurt er hvað skal meta við námskeið. Koma upp allskyns hugleiðingar/spurningar í huga manns um kennara sem voru ekki alveg samkvæmir sjálfum sér þegar kom að mati á námskeiði. Af hverju er það svo. Því skal reynt að svara hér. Þegar námskeið er skipulagt þá verður að vera kominn markmiða lýsing sem útskýrir fyrir nemandanum hvað á að læra á þessu námskeiði og kennari verður að hafa í huga að miða mat sitt við þau markmið. Þegar þetta er gert verður samræmi á milli námsefnis og lærdóms sem nemandinn er síðan verðlaunaður með afbragðs mati ef hann hefur fylgt markmiðum áfangans/námskeiðs. Þegar markmið eru vel skilgreind í byrjun þá er minna mál að búa til mat af því sem náðst hefur fram við námskeiðshaldið. Séu markmið námskeiðs stór og yfirgripsmikil þá er gott að leggja áherslu á það sem meta á í lok námskeiðs, því að leiðbeinandi/kennari er alltaf með meiri áherslu á eitthvað ákveðið í sinni kennslu, þó svo að hafa aukið víðsýni nemandans með miklum fróðleik. En undirniðri býr einhver kjarni sem skiptir máli og því er gott að leggja áherslu á að það komi fram við upphaf námsins. Þetta auðveldar bæði nemanun og kennarunum að vinna sína vinnu.

--Ragthori 17:40, 7 nóvember 2006 (UTC)

Námsmatsaðferðir:

[breyta]

Námsmatsaðferðir eru og verða fjölbreyttar. Sú vinsælasta er þó könnun eða próf að loknu námskeiði. Sú aðferð er góðra gjalda verð en er hún það eina sem hægt er að beyta við námskeið. Nei ekki er það nú svo. Beyta má símati sem getur verið könnun á því sem náðst hefur fram að þessu. Það getur verið svo tekið saman í lokinn og gert úr því heildarmat sem síðan lýsir því sem náðst hefur fram, þ.e. samantekt á því sem viðkomandi hafði skilning á þeim tíma sem námskeiðið hefur staðið. Þetta gæti komið í stað lokaprófs sem margur fullorðinn hefur ímugust á og skelft hefur margann námsmanninn í gegnum tíðina. Hvernig hefur viðkomandi stundað sitt nám fram að þessu? Hefur hann náð þeim markmiðum sem sett voru fram við upphaf. Þetta tengist allt saman og verður að vera í samræmi við það sem er verið að kenna/nema. Er verið að meta árangur við námskeiðið fyrir nemandann eða verkkaupann sem gæti verið fyrirtæki eða stofnun. Hvað á að standa í þessu og í hvaða tilgangi ætlum við að meta þetta. Eða er þetta námskeið sem þarf ekki að meta, það mun koma í ljós á vinnustaðnum hverjir náðu því sem var í boði sem síðan leyðir til betra vinnu umhverfis eða vinnu anda eða meiri framþróunar starfsmanns sem gerir það að verkum að vegur hans innan fyrirtækis vænkast. Þegar rætt er um mat á námi gleymist oft að hugsa um hvort að gæði námskeiðs er gott eða slæmt. Er kennarinn að standa sig, getur hann bætt sig, eru námskeiðsgögn góð eða slæm. Þarf að bæta námskeiðið, þarf að bæta við námsefni eða minnka það, hvernig komumst við að þessu? Með því að tengja saman áhuga nemanna og kennarans á þessu getum við gert könnun í lok námskeiðs hvort viðkomandi nemar voru að kafna í fróðleik eða að deyja úr leiðindum vegna skorts á viðfangsefnum. Það er aðeins með því að meta okkar eiginn árangur sem við getum bætt námskeið þau sem við erum með. Ritgerðir eða próf? Þetta er spurning um hvað er verið að kenna og hvernig mat við viljum fá. Huglægt eða blákaldar staðreyndir. Þetta eru spurningar sem verður að velta upp við skipulagningu á námi.

--Ragthori 17:40, 7 nóvember 2006 (UTC)


Kennsluaðferðir

[breyta]

Þegar fullorðnum er kennt verður að vanda framkomu sína við kennsluna og sýna fullorðnum námsmanni þá virðingu, að reikna með að hann hafi komið með sér þekkingu sem honum hefur áskotnast í gegnum lífið fram að þeim tíma sem námskeið byrjar. Þegar kennsla byrjar er gott að leyfa nemum að kynna sig og segja frá hvaðan þeir koma og hvert þeir stefna með viðkomu á þessu námskeiði sem er góður ísbrjótur ef viðkomandi nemar eru að koma víða að. Þetta bindur líka saman þá sem eru að koma á námskeiðið. Hafa ber í huga að í kennslu sé blandað saman mismunandi aðferðum við kennsluna til að höfða til sem flestra á því. Þegar við íhugum þetta þá eru möguleikarnir margir sem eru í boði. Það má vera með fyrirlestur kennara til að leggja allt í eyði (eru yfirleitt of langir). Það má vera með leikræna tjáningu. Blanda saman innleggi og verkefnum. Deila upp innlögn og verkefnum til að nemar vinni og kennari sé svona til hliðar frekar en mest virki náunginn á námskeiðinu. Beita samloku svo að sem flestir taki þátt og verði virkir á námskeiðinu. Skilgreining á Samloku unnin af Hróbjarti Árnasyni


--Ragthori 10:09, 5 nóvember 2006 (UTC)



Skipulagning námsumhverfis

[breyta]

Í fullorðinsfræðslu þarf kennarinn að gera eins vel og hann getur til að skapa námsumhverfi sem hentar fullorðnum og styður við nám þeirra, það er á ábyrgð kennara að aðstæður til kennslunnar séu góðar og nemendum líði vel. Fullorðinn námsmaður sem kemur á námsskeið og finnur að honum líður vel í húsnæðinu og hann sé öruggur á auðveldara með að einbeita sér að því sem fram fer heldur en nemanda sem líður illa og finnur fyrir óöryggi. Fyrst er að tryggja að ytri aðsæður séu í lagi eins og eru dagsetningar námsskeiðsins réttar,hvort aðstæðan henti námsskeiðinu, hvort öll námsgögn séu fyrir hendi og í réttu magni svo sem ljósrit bækur eða annað sem fylgir námsskeiðinu eða hvort tækjabúnaður t.d.skjávarpar eða tölvur séu fyrir hendi og hvort aðstaðan sé ekki örugglega laus. Er nægilegur fjöldi þáttakenda? Verður námsskeiðið ekki örugglega haldið? Eru merkingar stofunnar réttar?(er auðvelt finna stofuna) og einnig er mjög mikilvægt að fara yfir stofuna eða aðstöðuna með það fyrir augum að athuga hvort eitthvað geti truflað eins og lykt,hljóð eða myndir á veggjum eða hvort stofan sé ekki örugglega hrein, við vitum öll að við erum misjöfn og þó að einhverjum sé sama um það þótt umhverfið sem þau eru í sé skítugt og vond lykt í því eru lang flestir þannig gerðir að skítugt og illa lyktandi umhverfi hefur truflandi áhrif á þá Lýsing í kennslustofunni sé góð og henti t.d. þegar notaður er myndvarpi,hitastig skiptir máli að ekki sé of heitt og ekki of kalt, muna að lofta út bæði fyrir námsskeiðið og meðan á því stendur í pásum. Sætaskipan skiptir miklu máli, hentar hún fullorðnum,markmiðum námsskeiðsins eða kennsluaðferðum þínum, sætaskipan getur gefið þátttakandanum óbein skilaboð um hvaða kennsluaðferðum verður beitt á námsskeiðinu,alltaf er möguleiki að breyta uppröðun meðan á námskeiði stendur, eftir því hvernig námsskeiðið er uppbyggt t.d. eftir fyrirlestur væru t.d hópverkefni eða þess háttar. Undirbúningi þarf að vera lokið þegar nemendur koma og þá getur verið gott að vera búinn að lofta út. Til að lágmarka eða koma í veg fyrir truflanir þurfa nemendur að kynnast aðstöðunni, hvar eru snyrtingin og síminn staðsett,hvenær verða hlé og þekkja reglur um umgengni og reykingar.

--Gudmundur 17:43, 7 nóvember 2006 (UTC)

Að námskeiði loknu

[breyta]

Að námskeiði loknu er gott að staldra við og skoða alla þætti og meta hvernig hefur tekist til. Það er nauðsynlegt að endurskoða og endurbæta meðan á námskeiðinu stendur. Er eitthvað sem má fella út? Þarf að bæta við einhvern hluta eða breyta forgangsröð verkefnanna? Gott er að fá álit þátttakendanna sjálfra um þann árangur sem þeim finnst þeir hafa náð eða hvort þeir haldi að þeir hafi haft gagn af því sem þeir voru að gera. Hvaða þættir voru betri en aðrir? Var námsefnið í lagi, tímasetningar, tæki, tól og svo framvegis? Þetta eru allt spurningar sem leiðbeinandinn þarf að fá svör við. Ef leiðbeinandi notar þessa “naflaskoðun” til þess að hjálpa sér að sníða efnið að þörfum þeirra sem þess eiga að njóta, hlýtur það að leiða til nákvæmari og betri markmiðasetningar sem stuðlar að betra námskeiði, sem aftur skilar betri árangri í námi, þekkingu og færni þátttakendanna

--Fridbjorn 17:45, 7 nóvember 2006 (UTC)


Lokaorð

[breyta]

Skipulagning námskeiða getur verið margskonar. Hér er aðeins bent á eina leið, sem okkur hefur verið kynnt á námskeiðinu “Fullorðinsfræðsla” sem kennt er við KHÍ á haustönn 2006. Sú leið sem hér hefur verið farin er byggð á kenningum “Alan B. Knox” sem kemur fram í bók hans “Helping Adults Learn” og þeim hugrenningum og reynslu leiðbeinanda námskeiðs okkar Hróbjarti Árnasyni sem hefur víðtæka menntun og reynslu af menntun fullorðinna námsmanna. Við höfum reynt að fylgja nokkurn vegin þeirri aðferð sem skýrt er frá í bók þeirri sem áður er getið, sú aðferð gengur út frá sjö megin sjónarmiðum, fyrst má nefna framkvæmdina sjálfa, undirbúningurinn, þörfin, markmiðin, kennslutæki og aðstaða, samhengi-samband og mat niðurstaða. Það er kannski til of mikils mælst að leiðbeinendur fari eftir þessu í einu og öllu strax við uppsetningu á nýju námskeiði. Hvort sem leiðbeinendur fara eftir þessu í einu og öllu eða að hluta hafa þeir mun betri yfirsýn yfir námskeiðið en ella, og geta síðan betrumbætt þegar fram líður. Að okkar mati eru margar mjög góðar hugmyndir sem hafa komið fram í þessum hluta námskeiðsins, bæði úr köflum þeirra bóka sem hafa verið lesnir, einnig af kennsluvef námskeiðsins ásamt því mikla ítarefni sem þar er að finna. Síðast en ekki síst þeirri framsetningu sem notuð er af Hróbjarti við kennsluna sem hefur verið fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Hann hefur fylgt mjög þeim leikreglum og kenningum sem við höfum verið að vinna með.

--Fridbjorn 17:47, 7 nóvember 2006 (UTC)--Ragthori 17:49, 7 nóvember 2006 (UTC)--Gudmundur 17:50, 7 nóvember 2006 (UTC)

Verkefni nemenda á námskeiðinu Fullorðinsfræðsla. Námskeiðið skiptist í sjö þemu. Nemendur fjalla á almennan hátt um þessi þemu í þessari Wikibók: