Fara í innihald

HTML/Myndir

Úr Wikibókunum

Til þess að fella inn mynd notum við img-markið (tagið). img-markið hefur nokkra eiginleika, en aðeins einn "þarf" að gefa upp. En við skulum skoða nokkra þessara eiginleika.

  • src sem stendur fyrir source segir hvar myndin sé vistuð, þetta er nauðsynlega skipunin. Hún virkar nokkurn veginn eins og tenglar.
  • alt sem stendur fyrir alternate text seg hvað á að koma í stað myndarinnar ef ekki tekst að hlaða henni niður.

Img-markið er sjálflokandi sem þýðir að það endar á /> og þarf ekki sérstaka lokunarskipun.

Dæmi:

<img src="solsetur.jpg" alt="sólsetur" />

Þessi kóði setur fallega mynd af sólsetri inn í HTML skjalið.

Fleiri eiginleikar

[breyta]
  • border gefur til kynna hve þykkur rammi á að vera um myndina, ef nokkur.
  • height segir til um hæð myndarinnar í pixlum eða punktum.
  • width segir til um breidd myndarinnar í pixlum eða punktum.

Góð ráð

[breyta]

Athugið að ef með hverri mynd sem þú bætir við á síðuna lengist tíminn sem notandinn þarf að bíða eftir að síðan hlaðist inn. Því er gott að hafa ekki of margar myndir.