HTML/Tenglar
Útværir tenglar
[breyta]Tenglar eru mikilvægir því að þeir tengja saman síður. Það væri lítið gagn í Internetinu ef ekki væru til tenglar á síðum. Til þess að búa til tengil er notast við A-markið.
A-markið hefur einn eiginleika sem verður að vera í markinu ef að búa á til hlekk, en það er href-eiginleikinn, hann segir vafranum hvert hann eigi að fara!
<a href="http://is.wikipedia.org">Íslenska Wikipedia!</a>
Til þess að opna tengla í nýjum glugga notum við target-eiginleikann, en hann segir vafranum hvað "skotmark" hans sé. Ef við viljum opna tengil í nýjum glugga látum við target-eiginleikann hafa gildið _blank.
<a href="http://is.wikipedia.org" target="_blank">Íslenska Wikipedia!</a>
Innværir tenglar
[breyta]Einnig er hægt að búa til tengla á ákveðin stað í HTML skjali. Til þess að búa til "bókamerki" í skjali búum við til nýtt a-mark, en við setjum name-eiginleikann í stað href-og gildi name skal vera nafn bókamerkisins.
<a name="bokamerki">
Til þess að vísa á bókamerkið er búinn til hlekkur.
<a href="sida.html#bokamerki">Bókamerki</a>
Taktu eftir # merkinu, það merkir bókamerki.