Fara í innihald

HTML/Töflur

Úr Wikibókunum

Töflur

[breyta]

Til þess að búa til töflu notum við table-markið. Table-markið hefur nokkra eiginleika, en engann þeirra "þarf" að gefa upp. En við skulum skoða þessa eiginleika.

  • Align segir vafranum hvernig efnið í töflunni eigi að raða sér.
  • Bgcolor stendur fyrir background color eða bakgrunnslit og gefur til kynna í hvaða lit taflan á að vera.
  • Border segir vafranum hvort við viljum sýna útlínur töflunnar.
  • Cellpadding segir vafranum hversu mikið bil eigi að vera frá hliðum töflunnar til efnisins.
  • Cellspacing segir vafranum hversu mikið bil eigi að vera á milli rúðna í töflunni

En til þess að búa til töflu þarf að kunna fleiri mörk, tr-markið notum við þegar við viljum fá nýja röð í töfluna, í röðina setjum við svo dálka.

Til þess að búa til dálka notum við td-markið.

Dæmi

[breyta]

Nú skulum við skoða þessi mörk og eiginleika þeirra betur betur.

Taflan okkar
<html>
 <head>
  <title>Taflan mín</title>
 </head>
 <body>
  <table border="1px" bgcolor="red">
   <tr>
    <td>Nafn:</td>
    <td>Aldur:</td>
   </tr>
   <tr>
    <td>Jón</td>
    <td>24</td>
   </tr>
  </table>
 </body>
</html>


Eins og þú sérð er tafla rauð, en til þess að lita töfluna notuðum við bgcolor-eiginleikann. Við sjáum líka útlínur töflunnar, en hvað er þetta "1px"? px stendur fyrir pixel eða punkt. Punktur er mælieining sem gefur til kynna hvað tiltekið efni á að vera breitt eða hátt.