Fara í innihald

Gmail/Senda póst

Úr Wikibókunum

Þarftu að senda póst?

Gmail gerir það auðvelt að senda póst til vina þinna. Byrjaðu á því að skrá þig inn. Þegar þú hefur skráð þig inn munt þú taka eftir bláum hlekk undir Gmail merkinu sem stendur "Skrifa nýjan póst". Þú smellir á hann þegar þú vilt senda póst.


Farið í gegnum skjáinn

Þegar þú ýtir á Skrifa nýjan póst hlekkinn mun síðan breytast. Þú ferð á síðu sem þú skrifar póstinn. Skoðum síðuna

Fyrst munt þú taka eftir að það eru þrír takkar. Þessir takkar eru: Senda, Vista núna og Fleygja. Senda takkinn er notaður þegar þú ert búinn að skrifa póstinn og gera allt sem þarf til að senda póstinn. Vista núna takkinn er notað til að vista póstinn í Drög möppuna til að geyma bréfið og klára það seinna. Fleygja takkinn er þegar þú vilt eyða bréfinu eða hætta við að skrifa það. Þegar þú ýtar á Fleygja er ekki hægt að nálgast bréfið aftur.


Næst tekuru eftir Til: kassanum á síðunni. Reiturinn er þar sem þú skrifar netfangið hjá persónunni sem þú ert að senda póst til. Til dæmis ef þú ert að senda póst til Jóns og netfangið er jon@jon.is þá skrifaru jon@jon.is í Til: reitinn. Þú getur líka sent marga pósta með að bæta við ; milli netfanga. Til dæmis: jon@jon.is; gisli@gisli.is o.s.fr.

Næsti reitur sem þú sérð er Titill reitur. Þar skrifaru titilinn á bréfinu. Persónan sem fær póstinn sér titilinn fyrst þegar hún opnar póstinn. Það er góður vani að hafa lýsandi en stutta titla þegar hægt er.

Seinast en ekki síst er stærsti reiturinn. Þar skrifaru póstinn sjálfann.

Hvernig á að senda póstinn

Þegar þú hefur fyllt rétt inní alla reitina getur þú sent póstinn. Það geriru með því að ýta á Senda takkann sem er efst og neðst á síðunni. Þeir virka báðir eins. Prófaðu að senda póst til sjálfs þíns til að æfa þig að senda póst.


Baka - Efnisyfirlit - Næsta