Vefleiðangrar/Norðurlöndin

Úr Wikibókunum

Námsefnið[breyta]

Norðurlönd

Þessi vefleiðangur er ætlaður nemendum í 6. bekk grunnskóla. Aðalmarkmiðið með námsefninu er að nemendur kynnist Norðurlöndunum nánar ásamt því að vinna saman í hópvinnu.













Vinnuferli[breyta]

Nemendum er skipt niður í hópa. Hver hópur tekur fyrir eitt Norðurlandanna, að Íslandi undanskildu, það er Danmörku, Finnland, Noreg, Svíþjóð, Álandseyjar og einn hópurinn tekur fyrir Færeyjar og Grænland.

Í byrjun er valinn hópstjóri í hverjum hóp sem er eins konar verkstjóri og sér hann um að deila út verkefnum til allra í hópnum. Síðan taka allir nemendur þátt í vefleiðangri þar sem þeir afla sér upplýsinga sem þarf í verkefnið. Hver og einn hópur á síðan að útbúa vef í kringum sitt verkefni. Þegar verkefnavinnunni er lokið og vefirnir tilbúnir munu nemendur kynna vefi sína og innihald þeirra fyrir bekkjarfélögum og kennara. Að því loknu verður farið í vefrallý til þess að kanna hvað nemendur hafa lært hvort tveggja af verkefnavinnunni og af því að hlusta á flutning annara hópa á þeirra verkum. Þarna vinna nemendur saman í sömu hópum og áður. Í vefrallýinu gildir að vera fljótur að svara og vinnur það lið sem fyrst er að svara öllum spurningum rétt.

Vefirnir[breyta]

Dalahestur frá Svíþjóð

Það sem fjalla á um í verkefninu og þarf að koma fram á vefum nemenda er eftirfarandi:

  • Stærð lands og mannfjöldi
  • Helstu borgir
  • Atvinnuvegir
  • Landslag og gróðurfar
  • Veðurfar
  • Helstu hátíðir
  • Trúarbrögð
  • Stjórnarfar
  • Tungumál
  • Gjaldmiðill


Ásamt þessu er nemendum frjálst að bæta við hverju sem viðkemur hverju landi fyrir sig og eru þeir hvattir til þess að gera það og þannig fá meiri fjölbreytileika í verkefnin.

Mat[breyta]

Verkefni nemenda verða metin á eftirfarandi hátt:

  • Kennari metur hvern hóp fyrir sig og einnig hvern einstakling.
  • Nemendur eiga svo sjálfir að vera með jafningamat og sjálfsmat.

Ásamt þessu metur kennari hvert verkefni fyrir sig til einkunnar. Ekki verður gefin einkunn fyrir vefrallýið enda á það fyrst og fremst að vera til skemmtunar.






Verkefni[breyta]

  • Hvaða land á hvaða fána?



Höfundur[breyta]

Hafþór Þorleifsson