Vefleiðangur um Norðurlöndin

Úr Wikibókunum

Velkominn í vefleiðangur um Norðurlöndin[breyta]

Kynning[breyta]

Þessi vefleiðangur er um Norðurlöndin. Það er ætlunin að það sé unnið í samfélagsfræði og þá í tengslum við þemanám. Einnig er hægt að samþætta fleiri námsgreinar inn í verkefnið, eins og tölvukennslu og stærðfræði.Verkefni[breyta]

Frá Geirangursfirði í Noregi

Nemendur eiga að afla sér upplýsinga um sitt land og geta notað til þess vefsíður sem eru tilgreindar hérna að neðan. Einnig má nota aðrar síður auk þess að nota bækur. Nemendur verða að athuga að geta heimilda í sínum verkum þegar unnið er með ýtarefnið. Auk þess er ætlast til textinn sem nemendur skrifa komi frá þeim sjálfum og sé því ekki klipptur út og límdur inn í þeirra verkefni.
Bjargir[breyta]

Mynd frá Færeyjum

Vefur á Wikipedia um Norðurlöndin

Vefur unnin af nemendum við Hofstaðaskóla

Vefur unnin af nemendum við Barnaskóla Vestmannaeyja

Vefur NorðurlandaráðsAuk þessara vefja þá má einnig leita að frekara efni með því að nota leitarvélar eins og Google eða notast við bókasafn skólans.

Ferli[breyta]

Finnland séð úr lofti

Verkefnið er ætlað fyrir 6. bekk grunnskóla og er miðað við að það sé unnið í hópvinnu, það einn hópur sé um hvert land fyrir sig. Ekki er gert ráð fyrir því að unnið sé með Ísland í verkefninu, einungis hin Norðurlöndin ásamt því að sérhópur er um Álandseyjar og annar um Grænland og Færeyjar.


Niðurstaða[breyta]

Það er ætlunin að með þessu verkefni fræðist nemendur um frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum. Nemendur munu kynna niðurstöður sínar með því að búa til vef sem þeir kynna fyrir samnemendum og kennara og þar með fá þau einnig þjálfun í því að koma fram og miðla efni sem þau hafa verið að vinna að.

Höfundur[breyta]

Hafþór Þorleifsson
Til baka á Norðurlöndin