Fara í innihald

Latína/Lærðu latínu 1/Inngangur

Úr Wikibókunum
Latína (breyta) Latínu kaflar: Inngangur - Stafróf - 01 - 02 - 03 - 04 - 05 - 06 - 07 - 08
Bæta við undirköflum hér.

Salvete!

Velkomin(n) að þessari Wikibók um latínu 1! Bókin er ætluð fyrir byrjendur sem vilja læra latínu.

Almennt um latínu

[breyta]

Latína er tungumál sem var upphaflega talað á því svæði í kringum Róm og sem heitir Latium en varð mun mikilvægara þegar rómverska heimsveldið breiddist út um Miðjarðarhafið og Mið-Evrópu.k tungumál eiga rætur sínar að rekja til latínu og mörg orð sem byggð eru á latínu finnast í öðrum tungumálum nútímans eins og t.d. ensku. Latína var lingua franca stjórnmála og vísinda í um þúsund ár, en á 18. öld fór franska einnig að ryðja sér til rúms sem og enskan á 19. öld en við lok 18. aldar höfðu þjóðtungurnar vikið latínunni til hliðar. Latína er enn formlegt tungumál rómversk-kaþólsku kirkjunnar og þar á meðal Vatíkansins. Ítalska er það núlifandi tungumál sem líkist mest latínu.

Ástæður þess að læra latínu

[breyta]
  • til að skilja Rómarsögu
  • til að skilja latneska messu í Vatíkaninu og kaþólskum kirkjum
  • til að verða betri í ítölsku og öðrum rómönskum tungumálum
  • til að læra um rómverska menningu
  • til að skilja fleiri orð í ensku og latínu
  • til að læra önnur tungumál
  • til að þykjast vera klár :)

Er erfitt að læra latínu?

[breyta]

Já, mjög erfitt. Latnesk málfræði er flókin. En latína á margt líkt í íslensku. Til dæmis, orð fyrir ÉG er á latínu EGO. Íslenska er germanskt mál, sem er einn flokkur indóevrópskra mála en latínan er ítalskt mál sem er annar flokkur indóevrópskra mála. Málin eru því að einhverju leyti skyld og þess vegna getur maður séð margt líkt með latínu og íslensku. Samt sem áður er erfitt til að læra hana. En öll tungumál eru erfið. Þau þarfnast bara æfingar.

Hvernig á að nota þessa kennslubók

[breyta]

Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað allt sem þú lest í hana, en það er mikilvægt upp á skilning að gera.

Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau 5 sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.

Lærðu á þínum eigin hraða. Hægara er betra! Og mundu, 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á viku!

Gangi þér vel!

Latína er tungumál sem þú heyrir ekki út á götu í dag Efnisyfirlit