Fara í innihald

Enska/Lærðu ensku 1/Stafróf

Úr Wikibókunum

Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2


The Alphabet


Stafrófið

Stafrófið og Framburður

[breyta]

Það eru 26 bókstafir í enska stafrófinu. Það er mikilvægt að þú hlustir á upptökurnar þar sem að þessi þáttur er örugglega erfiðasti þáttur enskunar. Hlustaðu fyrst á bókstafina, síðan á orðadæmin.

Stafrófið

[breyta]
Enska Íslenska Dæmi
А а a apple, and, man
B b b boy, Britain, ball
C c k, c, tj call, cell, chance
D d d dog, drink, date
E e e, í end, electric, even
F f f free, focus, fall
G g g, dj game, garage, George
H h h help, hallway, have
I i i æ inch, will, Iceland
J j dj join, Jack, rejoice
K k k kiwi, back, make
L l l love, land, mall
M m m music, mail, Michael
N n n noon, sun, necessary
O o o open, pool, obvious
P p p pan, piano, possible
Q q kv quit, quiz, quagmire
R r r run, river, far
S s s soap, fast, survival
T t t touch, tire (UK. tyre), Patrick
U u uniform, under, fume
V v f/v viking, volume, voice
W w v west, woman, awesome
X x x x-ray, fax, extra
Y y j yesterday, yellow, pay
Z z* z zone, zebra, daze
  • Z í Bandaríkjunum er , en í Bretlandi, Írlandi, og Ástralíu, segir maður zed. T.d.:

Orðið: ZONE
Í Bandaríkjunum: zí, ó, en, í
Í Bretlandi: zed, ó, en, í

Tvíhljóð

[breyta]
Enska Íslenska Dæmi
ai ae pail, train, pain
ay ae say, pay, May
ea í, (ae) feature, meat, great
ee í feet, screen, greet
ei, ie ei neighbour, friend, weight
oa ó oat, roast, coastal
oi oj oil, foil, groin
oo ú moon, noon, pool
ou á mouse, house, ouch!

Sérstakir hljómar

[breyta]
Enska Íslenska Dæmi
ch tj change, patch, catch
dr dj drive, drink, drum
kn n knight, know, knot
ph f phone, Ralph, phonics
q k Iraq
sh sj shoe, shell, bishop
th þ, ð that, thing, path
v v volt, favour, rave
y j, æ my, fly, lying

Framburður

[breyta]

Í ensku, getur framburðurinn verið strembinn. Stundum eru ekki allir bókstafir bornir fram og þá sérstaklega í breskri ensku. Til dæmis e í lok orðs. Reglurnar eru:

Ef það er samhljóð+sérhljóð+samhljóð þá er sérhljóðinn stuttur. Ef það er samhljóð+sérhljóð+samhljóð+sérhljóð þá er sérhljóðinn langur.

Stuttur sérhljóði þýðir að hljóðin eru:
a = a
e = e
i = i
o = a
u = a

Langur sérhljóði þýðir að hljóðin eru:
a = ei
e = í
i = æ
o = ó
u = jú

Enska Framburður Íslenska
tap tahpp krani
tape teipp límband
fat faht feitur
fate feit örlög
rob rab stela
robe rób skikkja

Ef þú veist ekki hvernig á að bera fram enskt orð, getur verið gagnlegt að fara á YourDictionary.com og skrifa orðið sem þú vilt heyra. Þegar vefsíðan hefur hlaðist upp smellir þú á Hear it og þá ættir þú að heyra orðið á ensku með bandarískum hreimi. Mundu að það tekur tíma að læra og þjálfast! Þú getur tala ensku fullkomlega ef þú bara æfir og æfir, og trúir að þú getur talað hana! Gangi þér vel og hafðu gaman af!


Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2