XHTML/Hugtakaskrá

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Hér má finna öll þau hugtök sem að notuð eru í þessari bók. Aðeins tölvutengdar merkingar eru útskýrðar og í stuttu og skýru máli. Oft er enska nafn hugtaksins gefið upp ef það er lítið þekkt í íslensku.


Efnisyfirlit: A Á B C D E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö

A

Atvik

Atvik“ (e. Event) er skipun sem framkvæmir á fyrirfram skilgreindum tíma.

C

CSS

CSS (Cascading Style Sheets)“ er stílmál notað til að setja útlit á XHTML-skjöl; eins og að breyta litum og stærð leturs, staðsetja myndir og getur einnig skilgreint áherslu og tegund raddar sem að les innhald efnis síðunnar.

D

DTD

DTD (Document Type Definition)“ er skilgreining skjalategunda; eins og skriftum og fleira. DTD má aldrei vanta í XHTML-skjal og þarf það alltaf að vera efst af XHTML-kóðanum.

E

Eining

Sjá: „Máleining

F

Forrit

Forrit“ er safn skipana sem lýsa verkefni eða verkefnum sem tölva á að vinna. Forrit eru smíðuð með forritunarmálum.

I

Index

Index“ (ísl. Vísir) er nafn sem að er oft gefið fyrsta XHTML-skjalinu á vefsíðu. Það er að segja, fyrstu síðunni sem að vefsíðan hefur, oft kölluð „heimasíða“, „grunnsíða“, „forsíða“ eða „upphafssíða“. Á sumum vefþjóna-hugbúnaði þarf eitt skjal í hverri möppu undir „vefrótinni“ sem heitir „index.xhtml“ eða „welcome.xhtml“ til að gilda sem Vísir.

Í

Ívaf

Ívaf“ (e. Mark-up) er kóði (úr ívafsmáli) sem er bætt við gögn í skjali til þess að veita upplýsingar um efni skjalsins og stundum hverning það á að líta út í vafranum.

Ívafsmál

Ívafsmál“ (e. Mark-up language) er tölvumál sem að er sett saman af ívafi og er notað við vefsíðugerð. Vinsælustu ívafsmálin í dag eru XHTML og XML.

K

Kóði

Kóði“ er ákveðin runa af stöfum eða tölustöfum sem að segja forritunum fyrir verkum. Til er óhemja af kóðum og tegundum kóða.

L

Lýsimál

Lýsimál“ (e. Meta-language) er tölvumál notað til að lýsa og skilgreina annað mál.

M

Máleining

„Máleining“ (e. Component) tölvumáls er flokkun kóða niður í einingar eftir virkni þeirra og tilgangi. XHTML skiptist í fjórar máleinginar: skilgreiningu skjalategundar, ívaf, tilvísanir og textaefni.

MIME

MIME (Multipurpose Internet Mail Extensions)“ er vefstaðall sem að stækkar forsnið vefpósts.

S

SGML

SGML (Standard Generalized Mark-up Language)“ er lýsimál sem að notað er til að skilgreina ívafsmál með.

Stílmál

Stílmál“ er tölvumál sem að segir til um útlit vefsíða. Dæmi um stílmál er CSS og XML-málið XSL.

T

Tilvísun

Tilvísun“ (e. Reference) er kóði fyrir tengla, myndir o.fl.

V

Vafri

Vafri“ er forrit sem að leitar að og birtir vefsíður.

Vefsíða

Vefsíða“ er skjal sem að inniheldur kóða fyrir vafra.

Vísir

„Vísir“ er íslenzka orðið yfir „index

W

W3C

W3C (World Wide Web Consortium)“ er alþjóðleg samtök fyrirtækja og annara samtaka fyrir hönnun á stöðlum.

X

XHTML

XHTML (Extensible Hyper-Text Mark-up Language)“ er XML-ívafsmál notað til að hanna vefsíður. Málið er hannað af samtökunum W3C.

XHTML Basic

XHTML Basic“ er minni gerð af XHTML ætluð lófatölvum og farsímum.

XHTML Print

XHTML Print“ er útgáfa af XTHML sem er auðveld í útprentun á ódýrum prenturum.

XML

XML (Extensible Mark-up Language)“ er ívafsmál notað til að hanna vefsíður. Málið er hannað af samtökunum W3C.


Efnisyfirlit: Efst A Á B C D E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö