Fara í innihald

Wikibækur:Söfn/ZoomIt

Úr Wikibókunum
Book-Icon Þetta er bók frá wikibókum Bókahillur
Wikibækur ]
Wikipedia ]
  Þetta er ekki alfræðigrein. Fyrir frekari upplýsingar, sjáðu Hjálp:Bækur og kynningu.
Hlaða niður PDF útgáfu ] 

Breyta bókinni ]


Að nota ZoomIt

[breyta]

Frá Sysinternals

[breyta]
Upplýsingatækni
Um ZoomIt

ZoomIt er hugbúnaður þróaður af Mark Russinovich hjá Sysinternals en í Júlí 2006 þá keypti Microsoft fyrirtækið af Mark og Bryce Cogswell sem stofnaði það með honum. Takmark Sysinternals hefur alltaf verið að auðvelda kerfisstjórum og forriturum að vinna vinnuna sýna. Ég hvet alla til að kynna sér þau snilldar forrit sem þeir hafa búið til í gegnum tíðina á vefsíðu þeirra www.sysinternals.com en þar má nálgast ZoomIt ásamt fjölda annarra forrita sem þeir hafa skrifað svo sem eins og BgInfo, PsTools, Process Explorer, FileMon, PortMon, Desktops og fleiri snilldar forrit frá þeim. ZoomIt er forrit sem er hugsað fyrst og fremst til að auðvelda kennurum og öðrum sem þurfa með einum eða öðrum hætti að vera með skjákynningu. ZoomIt bíður upp á nokkra mjög nytsamlega möguleika þegar kemur að skjákynningu eins og að stækka myndina, teikna ofan á hvað sem er á tölvu skjá, skrifa ofan á hvað sem er og að setja upp pásu niðurtalningu með tveggja hnappa vali.

Notkunarmöguleikar ZoomIt

Notkunarmöguleikar ZoomIt eru fimm en sumir þeirra hafa svo marga möguleika innan sýns möguleika. Allir möguleikar virkjast út frá stöðu músarinnar á þeim tíma. Teiknun á skjá: ZoomIt bíður notanda sýnum þann möguleika að teikna hvar sem er á skjáinn með því að velja flýtihnappana CTRL+2 en notandinn getur þá teiknað frjálsar línur, beinar línur, örva línu, kassa og hringi. Það er möguleika á að teikna í sex litum en þeir eru rauður, grænn, blár, appelsínugulur, gulur og bleikur. Einnig er svo hægt að teikna í mismunandi breidd á penna. Einn enn möguleikinn er svo að setja hvítan eða svartan bakgrunn yfir allan skjáinn til að teikna á. Þegar maður er svo búinn að nota ZoomIt teiknunina þá getur maður valið að loka henni án þess að aðhafast neitt meira og hendir maður þar með því sem teiknað hefur verið eða maður getur valið að vista myndina eða afrita hana niður í minni tölvu til að líma þá inn á einhvern stað. Texti á skjá: ZoomIt bíður notendum þann möguleika á að skrifa texta hvar sem er á skjáinn, en til þess að geta skrifað texta þá þarf maður fyrst að fara í teikniham og síðan þaðan velja „t“ til að virkja texta skrift á skjáinn. Hægt er að stækka og minnka letur eftir þörfum með músarhjólinu eða örvunum. Að öðru leyti þá virkar það sama yfir texta og á við teiknun. Íslenskir stafir virka því miður ekki í texta möguleika ZoomIt. Einfaldur aðdráttur: ZoomIt bíður uppá einfaldan aðdrátt í öllum „Windows“ stýrikerfum, einfaldur aðdráttur er virkjaður með CTRL+1 en einfaldur aðdráttur er í formi skjámyndar sem er svo stækkuð upp þannig að maður er þá bara að horfa ofan á mynd en ekki beint ofan á efnið sem er á skjánum, en það þýðir að maður getur ekki átt neitt við skjáinn eftir að maður er búinn að virkja einfaldan aðdrátt. En kostur einfalds aðdráttar fram yfir lifandi aðdráttar er að það er hægt að virkja teikni og texta ham í einföldum aðdrátt sem er ekki hægt að gera í lifandi aðdrátt. Lifandi aðdráttur: ZoomIt býður einnig upp á lifandi aðdrátt sem stækkar þá inn á miðju músarbendils og fylgir svo músarbendlinum um skjáinn með aðdrátt á. Lifandi aðdráttur er virkjaður með CTRL+4 og afvirkjaður á sama hátt, en lifandi aðdráttur býður ekki upp á neina teiknun eða aðra möguleika. Pásu klukka: Síðasti möguleiki ZoomIt er svo pásu klukkan en það er klukka sem þú getur virkjað með því að velja CTRL+3 hvenær sem er og þá verður skjárinn allur hvítur með niðurteljarar á miðjum skjánum (eða eftir því sem þú hefur stillt) sem byrjar þá að telja niður en þú getur með örvunum aukið eða minnkað tímann. Mjög hentugt ef þú ætlar að gefa 15 mínútna pásu. Aðrir möguleikar pásu klukkurnar eru meðal annars að spila hljóð að tíma liðnum, hafa mynd undir klukkunni í staðinn fyrir hvítan bakgrunn eða bara skjáborðið þitt.

Uppsetningar leiðbeiningar.
Hvernig notar maður ZoomIt?
Notagildi fyrir nemendur og kennara.