Fara í innihald

Wikibækur:Kynning

Úr Wikibókunum
(Endurbeint frá Hjálp:Kynning)

Taktu eftir „Breyta“ flipanum á sérhverri síðu. Á Wikibókum er mögulegt að breyta nær öllum síðum hvort sem þú skráir þig inn eður ei.

Hvað er Wikibækur?

Fylgdu Breyta tenglinum til að virkja breytingarham

Wikibækur er frjálst safn bóka. Vel er fylgst með skemmdarverkum á síðum.

Hvað get ég gert?

Þú getur skrifað nýjar greinar, gjarnan um íslenskt efni eða þá annað sem þér er hugleikið. Þú getur líka bætt við þær sem fyrir eru, lagað staðreyndavillur, stafsetningar- og málfræðivillur. Ekki vera hrædd(ur) við að gera breytingar Wikibókum, því það er alltaf hægt að taka aftur og laga villur eða óæskilegar breytingar eftir á.

Það er einfalt að breyta síðu, hægt er að gera tilraunir í sandkassanum:

  1. Fylgdu „Breyta“ tenglinum til að virkja breytingarham, á þeirri síðu getur þú breytt grunntexta hennar og prófað breytingar þínar með „Forskoða“ hnappinum áður en þú vistar þær.
  2. Gefðu upp hverju var breytt í innsláttarsvæðinu merkt Breytingar:.
  3. Veldu „vista“ hnappinn til að vista breytingar þínar.

Stutt útskýring á viðmótinu

Ef þú hefur ekki skipt um útlit sjálf(ur) í stillingunum — sem er sjálfgefið ef þú hefur ekki búið þér til notanda — ættir þú að sjá dálk vinstra megin á vefnum. Þar eru tenglar á helstu umsjónarsíðurnar, hjálparsíðuna og forsíðuna. Leitin er líklegast það tól sem þú munt nota mest, gætið þess að rita orð í nefnifalli eintölu og án greinis þar sem við á (t.d. hestur frekar en hestar eða hesturinn). Einnig er vert að taka fram, að rauðir tenglar á vefnum vísa á tómar síður, ef smellt er á rauða tengla færðu sjálfkrafa upp breytingaviðmótið svo hægt sé að fylla upp í eyðuna.