Wikibækur:Höfundarréttur
Höfundaréttur er skilgreindur í höfundalögum sem eignarréttur höfundar á verki og einkaréttur til afritunar og útgáfu þess. Höfundaréttur á við nær alla útgáfu verka sjálfkrafa samkvæmt Bernar sáttmálanum. Hér er þessi réttur almennt ekki til staðar vegna þess að öll framlög í textaformi falla sjálfkrafa undir frjálsa handbókarleyfi GNU (skammstafað GFDL). Um leið og texta er bætt við Wikibooks samþykkir höfundur hans skilmála GFDL, þ.e.
- Allir mega afrita textann.
- Allir mega breyta textanum
- Allir mega dreifa textanum.
Þetta þýðir í raun að texti á Wikibooks verður sjálfkrafa varinn höfundarétti samkvæmt Berne sáttmálanum en samstundis afsalar höfundur sér nokkrum sjálfgefnum réttindum. Höfundar hafa því ekki einkarétt til afritunar eða útgáfu. Allir mega breyta þeim texta sem er á Wikibooks og dreifa að vild. Höfundar eiga þó rétt á að nafn þeirra komi fram og þeir hljóti viðurkenningu fyrir verk sín (hvort sem um er að ræða dulnefni eða ekki). Þeir eru þó ekki ábyrgir fyrir breytingum sem aðrir gera á verkum þeirra.
Myndefni
[breyta]Um sumt myndefni gildir þetta ekki. Allt efni á Commons gerir það þó. Annað myndefni sem geymt er á Wikibooks má vera verndað hefðbundnum höfundalögum án þess að GFDL sé samþykkt. Þetta er álitið löglegt þar sem að í íslenskum höfundalögum segir í 10. gr. a:
Einkaréttur höfundar skv. 3. gr. (þ.e. að höfundur hefur einkarétt til afritunar og breytingar á verki), sbr. 2. gr., gildir ekki um gerð eintaka sem (...) hafa enga sjálfstæða fjárhagslega þýðingu.“
— alþingi.is, Höfundalög.
Í 14. gr. laga segir einnig:
Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið. Með sömu skilyrðum er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum, sem getið er í 3. mgr. 1. gr., [enda sé ekki um fjárhagslegan tilgang að ræða]“
— alþingi.is, Höfundalög.
Breiðletraður texti í tilvitnunum og texti innan sviga er viðbót höfunda Wikipediu.
Þeir sem hyggjast nota efni Wikibooks í einhverri mynd með það í huga að hagnast eru sjálfir ábyrgir fyrir því að gæta að höfundalög séu virt. Þeim ber annað hvort að tryggja að höfundur fái greiðslu fyrir notkun myndarinnar eða að hún sér fjarlægð áður en efnið er notað.