Fara í innihald

Vefleiðangrar/Sólkerfið okkar

Úr Wikibókunum

Sólkerfið okkar - vefleiðangur

[breyta]

Kynning:

Nemendur hafa fengið starf hjá NASA og eiga að hanna bækling fyrir 10 ára nemendur á Íslandi þar sem fram koma upplýsingar um sólkerfið okkar.


Verkefni:

Hópurinn á að vinna bækling um sólkerfið. Verkefni hópsins er meðal annars að skoða efnið á björgunum hér að neðan og finna bækur sem gætu nýst við verkefnið. Útbúa á bækling um sólkerfið okkar og prenta út eitt eintak af bæklingnum og kynna hann í kennslustund. Sem dæmi um það sem þarf að koma fram í bæklingnum eru upplýsingar um reikistjörnur í sólkerfi okkar og fylgitungl ásamt upplýsingum um sólina og hitastig hennar. Myndir til skýringar eru velkomnar.


Ferli:

Leitið upplýsinga á vefnum og hannið bækling sem er að hámarki 4 bls. Hópurinn þarf að skipta á milli sín störfum eftir efni, svo sem eftir plánetum. Einhver þarf að taka að sér uppsetningu bæklingsins og annar að kynna hann.


Bjargir:

http://is.wikibooks.org/wiki/N%C3%A1msefni/S%C3%B3lkerfi%C3%B0

http://gamli.flataskoli.is/nemendur/Vor2005/Stj%C3%B6rnur/Solkerfid/index.htm

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7097

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051101190522/frontpage.simnet.is/ek/solkerfi/

http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3lkerfi%C3%B0

http://www.stjornuskodun.is/solkerfid


Mat:

Einkunn er gefin hópnum og fer eftir samvinnu, virkni og afrakstri.


Niðurstaða:

Eftir þennan vefleiðangur ættuð þið að vera orðin talsvert fróðari um sólkerfið okkar.


Þessi vefleiðangur er saminn af G. Brynju Bárðardóttur og Guðrúnu Soffíu Sigurðardóttur