Námsefni/Sólkerfið

Úr Wikibókunum

Höfundur Skúli Axelsson


Síða þessi er ætluð nemendum á yngsta stigi grunnskóla. Hér kynnast þau Sólkerfi okkar og helstu plánetum þess.

Um sólkerfi okkar[breyta]

Samsett mynd af sólinni ásamt reikistjörnunum sem um hana ganga, í réttum stærðarhlutföllum:
1. Merkúríus
2. Venus
3. Jörðin
4. Mars
5. Júpíter
6. Satúrnus
7. Úranus
8. Neptúnus

Í sólkerfi okkar er sólin og 8 reikistjörnur sem tilheyra henni, 61 tungl, milljónir loftsteina sem kallaðir eru halastjörnur, billjón smástirni og fullt af ryki. Reikistjarna er risastór kúla úr grjóti eða jafnvel fljótandi efni og gasi sem snýst um annan hnött. Reikistjörnur snúast líka sjálfar um leið og þær snúast í kringum hinn hnöttinn. Jörðin, sem við búum á, er reikistjarna. Hún snýst um sólina. Átta reikistjörnur eru þekktar í okkar sólkerfi. Þeim er oft skipt í innri og ytri reikistjörnur eftir þvi hvort þær séu nær eða fjær sólinni miðað við Jörðuna. Við sjáum reikistjörnurnar af því að sólin skín á þær og lýsir þær upp.

Sólin[breyta]

Sólin er í miðju sólkerfisins. Sterkt aðdráttarafl sólar togar í reikistjörnurnar og heldur þeim á braut kringum hana. Sólin er gríðarlega stór og er þvermál hennar 109 sinnum stærri en þvarmál jörðu okkar. Sólin er mjög heit, yfirborð hennar er 6.000°C og inni í miðju er hún 3.000 sinnum heitari, til samanburðar má nefna að hitinn í skólastofu er oftast í kring um 20°C. Sólin er afar mikilvægur þáttur fyrir sólkerfið og ekki síðst jörðina. Aðdráttaafl hennar heldur sólkerfinu á sínum stað og sólargeyslar hennar er uppspretta alls lífs á jörðinni.


reikistjörnurnar átta.

Reikistjörnurnar[breyta]

Reikistjörnunar eru í eftirfarandi röð frá Sólu: Merkús, Venus, Jörðin, Mars, Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Þær fá allar nöfn sín úr rómverskri goðafræði nema jörðin okkar. Til dæmis heitir Venus eftir ástargyðjunni og Mars eftir stríðsguði Rómverja. Erfitt er að gera sér grein fyrir stærð þeirra með tölum. Því er gott að sjá mynd af reikistörnunum í réttum hlutföllum hvort við annað. Takið eftir hve stór sólin er. (smellið á myndina til að fá stærri mynd)




Verkefni[breyta]

  1. Hvað eru margar reikistjörnur í sólkerfi okkar?
  2. Er heitari á jörðinni en á sólu?
  3. Hvaða reikistjarna er stærst í sólkerfi okkar?
  4. Hvort haldið þið að sé heitari á jörðinni eða á Júpiter?
  5. Teiknið mynd af jörðinni okkar.