Fara í innihald

Vefleiðangrar/Auglýsingar/tungumál auglýsinganna

Úr Wikibókunum

Tungumála og fullyrðingatækni auglýsinganna[breyta]

Í þessum texta er listi yfir þau orð sem auglýsendur nota til að fullyrða um gæði og kosti vöru sinnar. Þessi texti er skrifaður af kennara, Jeffrey Schrank, og hægt er að notast við hann til að greina og meta sannleiksgildi og sanngirni þess tungumáls og fullyrðinga sem notaðar eru í auglýsingum til að tíunda gæði og kosti vöru sem auglýst er.

Nemendur og margir kennarar eru þekktir fyrir það að trúa því að þeir séu friðhelgir frá auglýsingum. Trúa því að auglýsingar séu barnalegar , heimskar, fullar af lygum og hafi aðeins áhrif á þá minna þróuðu. Þeir kaupi vörur aðeins gæðanna og óskanna vegna. Auglýsendur vita betur. Þó fáir viðurkenni að auglýsingar hafi áhrif á þá, hafa rannsóknir og veltutölur sýnt að vel skipulögð auglýsingaherferð hefur mikil áhrif. Rökrétt niðurstaða er því sú að auglýsingar vinna á undirmeðvitundinni, jafnvel hjá þeim sem telja sig friðhelga frá auglýsingum. Auglýsingar eru hannaðar til að hafa áhrif meðan það er hlegið að þeim, gert lítið úr þeim, allt nema hundsa þær.

Til að skapa nauðsynlega táknmynd yfirburða beita auglýsendur vissri tækni. Hér skulum við lesa aðeins um þá tækni sem auglýsendur nota til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem mest sannfærandi hátt.


1. Hreysikattar orðin. (Weasel words)[breyta]

Svokölluð hreysikattarorð er ákveðið orð sem hafnar/ógildir fullyrðingunni sem fylgir. Túlkunin “hreysikattarorð “ er hnyttilega nefnt eftir þeim ávana hreysikatta að borða egg. Hreysikettir sjúga innihald eggja út þannig að það virðist ósnortið fyrir þann sem skoðar. Notuð til að gefa í skyn jákvæða merkingu án nokkurrar ábyrgðar Orð eða fullyrðingar sem virðast vera raunverulegar í fyrstu reynast síðan á endanum vera innantóm merking. Þau orð sem eru venjulega mest notuð eru ; “hjálp”, “eins og”(þegar um samanburð er að ræða), “nánast” (næstum því), “virkar”, “getur verið”, “jafnt og”, “hressandi”, “þægindi”, “berjast”. Dæmi : “Heitt Nestlés kakó er það langbesta” “Listerine berst gegn andfýlu” (berst en ekki stoppar)


2. Hin ófullkomna fullyrðing.[breyta]

Hin ófullkomna fullyrðing er þannig að auglýsandinn fullyrðir að varan sé betri, eða hafi meira af einhverju, en líkur ekki við samanburðinn. Dæmi: “Magnavox gefur þér meira”. (Meira en hvað?) “Ford LTD –700% hljóðlátari.” (Hljóðlátari en hvað ?)


3. “Við erum öðruvísi og einstök” fullyrðingin.[breyta]

Þessi fullyrðing fullyrðir að ekkert annað líkist þeirri vöru sem auglýst er. Dæmi: “Það er enginn annar farði líkur honum” “Enginn bíll er eins og Cougar”


4. “Vatnið er blautt”fullyrðingin[breyta]

“Vatnið er blautt”fullyrðingin segir eitthvað um vöru sem er satt um allar tegundir í þeim vöruflokki. Fullyrðingin er venjulega staðreynd en hefur enga raunverulega kosti yfir samkeppnisaðilann. Dæmi: “SKIN lyktar öðruvísi á öllum” (Gera það ekki öll ilmvötn ?)


5. “Hvað með það” fullyrðingin[breyta]

Þessi fullyrðing er þess eðlis að vandvirki lesandinn svarar með því að segja “hvað með það”. Fullyrðing sem er búinn til og er sönn en tiltekur enga raunverulega kosti vörunnar. Þetta samsvarar “vatnið er kalt” fullyrðingunni nema að hún fullyrðir kosti sem ekki eru sameiginlegir öðrum tegundum í vöruflokknum. Dæmi: “Nógu sterkt fyrir karlmann en búið til fyrir konur”. Þessi svitalyktareyðisauglýsing segir að varan er stíluð á kvennamarkaðinn.


6. “Óljósa” fullyrðingin.[breyta]

“Óljósa” fullyrðingin er einfaldlega ekki ljós. Þessi flokkur skarast oft við aðra. Lykillinn að óljósu fullyrðingunni er notkun orða sem eru litrík en meiningarlaus, eins og notkun á huglægum og tilfinningarríkum hugmyndum sem ögra hinu sanna. Flest innihalda hreysikattarorð. Dæmi: “hin djúpa mikla froða þess lætur hárinu líða vel aftur” “Fyrir hörund eins og ferskjur og rjóma”


7. Meðmælin.[breyta]

Fræg persóna er notuð til að styðja vöruna. T.d. frægur fótboltakappi (David Beckham) mælir með sérstakri tegund af skautum.


8. Vísinda eða tölfræði fullyrðingar.[breyta]

Þessi tegund auglýsinga styðst við einhverja tegundir af vísindalegum sönnunum og tilraunum, mjög sérstakar tölur eða áhrifa mikla dularfulla tóna. Dæmi : “ Sérstakur morgunn—33% meiri næring”. (Ókláruð fullyrðing)


9. “Hrósa neytandanum” fullyrðingin.[breyta]

Þannig fullyrðing hælir neytandanum með hrósyrðum. Dæmi : “Okkur finnast reykingarmenn eitthvað sérstakir” “Þú verður stoltur af þinni eldamennsku”


10. Mælsku spurningarnar.[breyta]

Þessi tækni krefst andsvara frá áheyrendum. Spurning er spurð og gert er ráð fyrir að áhorfandinn eða hlustandinn svari með því að staðfesta gæði/kosti vörunnar. Dæmi : “Chervolet – er það ekki sú bíltegund sem Íslendingar vilja “