Vefleiðangrar/Auglýsingar
Kynning
[breyta]Þessi vefleiðangur hentar í 8-10 bekkjum Grunnskóla.
Hefurðu einhvern tímann hugleitt það að meðal táningur eyðir u.þ.b. 6 klst. á dag eða 30-40 klst. á viku við notkun á alls kyns miðlum og að meðal barn sér tugi þúsunda auglýsinga á ári. Miðlarnir eru m.a. sjónvarp, bíó, tímarit, dagblöð, tölvuleikir, myndbönd o.s.frv. Efnið í sjónvarpinu er oft flokkað, sumt fyrirbörn, annað fyrir unglinga og síðan fullorðnir. En auglýsingar eru fyrir alla. Og þær eru alls staðar enda auglýsingar oft á tíðum bráðskemmtilegar og stundum eins og stuttar bíómyndir. Þó þær virki stundum eins og hver annar sjónvarpsþáttur þá eru þær það ekki. Þær eru myndasögur um einhverjar vörur og eiga að vekja áhuga okkar og athygli á að kynnast eða kaupa vöruna. Við nefnilega munum myndir oft betur en prentuð orð. En það er ekki allt sem sýnist í auglýsingum og það er einmitt það sem við ætlum að skoða.
Verkefnið
[breyta]"Always Coca Cola"," Cheerios"," Nokia"," Burton bretti", svona glymur í eyrum þínum stóran hluta dagsins. Þetta eru ekki bara einhver orð eða myndir, heldur útspekulerað til að ná athygli okkar. Við ætlum að skoða sjónvarpsauglýsingar og auglýsingar á neti og kynnast tækninni og herkænskunni sem býr að baki skilaboðunum og vinna verkefni út frá þeim. Þegar þið hafið kynnt ykkur auglýsingatæknina, hannið þið og búið til auglýsingu um tiltekna vöru, annaðhvort leikna auglýsingu eða bækling. Síðan kynnið þið hana fyrir bekknum. Hún þarf að vera gríbandi og skýr og innihalda allt sem prýðir góða auglýsingu svo sem; nafn á vörunni, slagorð, notkun á litum, notkun á myndum eða teikningum, ákveðinn markhópur , notkun á hljóði.
Verkefnaröðin
[breyta]- Byrjið á að skoða auglýsingar, bæði í sjónvarpi og á neti. Það eru krækjur á vefsíður með auglýsingum.
- Lesið þetta efni um tungumál auglýsinganna
- Nú skuluð þið prenta út verkefnablað 1, horfa á nokkrar auglýsinar (4-6) og gera síðan verkefnablaðið í sameiningu.
- Veljið eina auglýsingu af vef eða sjónvarpi, prentið út verkefnablað 2 og leysið.
- Hvernig væri nú að kíkja á nokkur mögnuð [slagorð] til að fá hugmyndir fyrir næsta verkefni
- Kveikið nú á öllum perunum og fáið "brilliant" hugmynd um einhverja vöru/hlut sem þið viljið selja og auglýsa þannig að allir vilja eignast. Prentið út verkefnablað 3 og verkefnablað 4. Þetta eru blöð með myndrömmum, sögurammar/söguborð, þar sem þið skuluð teikna ferlið í auglýsingunni ykkar í réttri tímaröð og textann/orðin sem þið haldið að þið munuð nota/segja. Þannig verður söguborðið handritið að auglýsingunni ykkar.
- Athugið hvaða efni, tæki/tól, leikmuni, búninga og aðstöðu þið þurfið við gerð auglýsingarinnar og byrjið síðan að æfa eða hanna. Hugsið vel um það hvernig auglýsingin byrjar og endar og passið að hafa hana ekki of langa. Hafið í huga það sem kemur fyrir á verkefnablöðunum í sambandi við innihaldið.
Ferli
[breyta]Fyrst verður ykkur skipt í tveggja til þriggja manna hópa og verðið að vinna saman því þið verðið metin sem hópur. Þið skuluð vinna verkefnin í réttri röð og ekki byrja á nýju fyrr en það fyrra er búið. Þið skuluð skoða efnið sem vísað er til vandlega og prenta það út. Munið að í lokin eigið þið að sýna auglýsinguna ykkar fyrir allan bekkinn. Skiptið með ykkur verkum þó að þið vinnið saman, og klárið hvern verkþátt fyrir sig. Skoðið síðuna með krækjunum (bjargir)vel því þar getið þið fengið margar hugmyndir og vitneskju
Brosið framan í heiminn og þá brosir heimurinn framan í ykkur.
MAt
[breyta]Þið munuð bæði vera metin sem hópur og einstaklingar. Matið fer fram á þrenns konar hátt. Hóparnir munu meta hvorn annan eftir að sýningin á verkefninu hefur farið fram. Þeir munu fá þar til gerð eyðublöð þar sem þeir verða að færa rök fyrir mati sínu. Síðan mun hver fyrir sig meta sína félaga í hópnum. Þá metur hann aðalleg, virkni (hver gerði mest/minnst),samvinnu og framlag til verkefnisins. Að lokum leggur kennarinn sitt lóð á vogarskálarnar. En hann mun náttúrulega fylgjast með allan tímann og punkta hjá sér um leið og hann lærir með og af ykkur. Matið verður svona : Fyrir að klára allt verkefnið, öll verkefnablöðin og sýninguna 30%
Hópmatið 20%
Jafningjamatið (þar sem þið metið hvort annað) 20%
Kennarinn
30%
Þeir sem fá auglýsinguna sýna eða hugmyndina birta verða yfir matið hafnir og fá 10 gegn því að gefa hinum eiginhandar áritanir.
Niðurstöður
[breyta]Velkomin í bransann. Nú hafið þið aðeins kynnst því hvað býr að baki auglýsinga, hvaða hugsun býr að baki, hvernig litir, hljóð, málfar, tæki, tækni, dýr og fólk er notað í auglýsingum. Kannski farið þið að horfa aðeins öðruvísi á auglýsingar, með meiri gagnrýni.
Bjargir
[breyta]Þó að hérna séu krækjur sem tengjast efni sem við kemur vefleiðangrinum eru þær alls ekki tæmandi, þið farið náttúrulega ykkar eigin leiðir um heiminn og notið ykkur það.
[Samband íslenskra auglýsingastofa]
[ http://www.media-awareness.ca/english/tools/site_directory/site_map.cfm Búðu til þína eigin auglýsingu]
Topp 10 auglýsingatákn aldarinnar
Höfundur
[breyta]Tómas Lárus Vilbergsson