Upplýsingatækni/ClipShack
Hvað er ClipShack?
[breyta]Clipshack er frí vefsíða sem býður notendum á skemmtilegan og einfaldan hátt að hlaða inn, geyma, flokka, deila eða skoða myndbönd. Einnig er hægt að skoða myndbönd eða gagnrýni frá notendum á kvikmyndum, bókum, tölvuleikjum eða framhaldsþáttum án þess að vera skráður inn sem notandi.
Notkunarleiðbeiningar
[breyta]Almennar upplýsingar
[breyta]Hægt er að skoða myndbönd inn á Clipshack eftir efnisflokkum og eftir nýjustu-, vinsælustu-, stigahæstu-, umtöluðustu- eða einkennandi myndbönd. Myndbönd eru flokkuð eftir ákveðnum efnisflokkum sem skráð eru af eiganda myndbandsins þegar því er hlaðið inn.
Stofna notanda
[breyta]Til að stofna notanda þarf að gefa upp fornafn og eftirnafn, velja notendanafn og gefa upp netfang. Aðgangurinn verður þó ekki virkur fyrr en búið er að virkja hann með vefslóð í tölvupósti frá ClipShack. Hver notandi fær 5 GB gagnasvæði til að geyma myndbönd, en hvert myndband má þó ekki vera stærra en 100MB og er stuðst við flestar skráargerðir myndbanda.
Að setja inn myndband
[breyta]Notandi þarf að vera skráður inn til að geta hlaðið inn myndbandi. Hægt er að setja inn myndband á eftirfarandi hátt:
- Í gegnum netið – Notast við "Browse“ hnapp.
- Í gegnum síma – Notaðst við tölvupóstfang til að senda inn myndbönd.
- Í gegnum vefmyndavél – Myndband tekið upp beint inn á Clipshack.
- Í gegnum ClipShack hleðsluforrit – Notaðst við „drag and drop“.
Eftir að myndband hefur verið hlaðið inn þarf að ákveða hvort deila eigi myndbandinu með öðrum eða ekki. Ef myndbandinu er deilt með öðrum þarf að velja efnisflokk/a sem myndbandið tilheyrir og skrá bensli/merki. Einnig er hægt að festa myndbandið við staðsetningu á Google Maps.
Vefupptaka
[breyta]Notandi þarf að vera skráður inn til að geta tekið upp myndband með vefmyndavél.
- Smellt á "Webcam".
- Smellt á "Webcam Capture".
- Gefa þarf leyfi fyrir ClipShack til að fá aðgang að vefmyndavélinni í tölvunni.
- Myndband tekið upp og samþykkt.
- Síðan er farið í gegnum sama ferli og þegar hlaðið er inn myndbandi, það er að segja, ákveðið er hvort deila eigi myndbandinu með öðrum eða ekki.
Stofna hóp
[breyta]Notandi þarf að vera skráður inn til að geta stofnað hóp. Hægt er að stofna hópa með mismunandi aðgangi:
- Public - Allir geta tengst hópnum.
- Protected - Þarf samþykki til að geta tengst hópnum.
- Private - Aðeins hægt að tengjast ef eigandi býður viðkomandi að tengjast hópnum.
Mín myndbönd
[breyta]Á öllum myndböndum sem notandinn á, má framkvæma eftirfarandi:
- Senda með tölvupósti.
- Setja í spilalista eða merkja sem uppáhalds.
- Eyða.
- Skrá í ákveðin hóp.
Hvernig nota má ClipShack í námi og kennslu?
[breyta]Kennari getur nýtt ClipShack til náms á marga vegu, sem dæmi má hlaða inn myndböndum sem nemendur geta skoðað án þess að vera skráðir inn. Einnig væri hægt að nýta ClipShack í fjarnámi til að taka upp perónuleg skilaboð til nemenda og senda það með tölvupósti, nemandinn nær þá að mynda betri tengsl við kennarann. Kennarinn getur líka stofnað ákveðin hóp og veitt öllum nemendunum aðgang og haft myndbönd og/eða skilaboð í þeim hóp sem aðeins nemendur gætu skoðað.
Heimildir
[breyta]--- --Hafsteina03 9. febrúar 2010 kl. 20:56 (UTC)