Upplýsingatækni/Google Maps
Google Maps
[breyta]Þú finnur Google Maps á vefslóðinni: http://maps.google.com/
Hvað er Google Maps?
Google Maps er alheims landakort sem hægt er að skoða hverja einustu götu eða borg í hvaða landi sem er í heiminum. Þú getur þysjað (zoom) inn og út á hvaða land sem er og skoðað það sem nákvæmt kort. Það er líka leitarvél sem Hægt er að leita eftir borgum, götum, fyrirtækjum, áhugaverðum stöðum ofl.
Hvernig notar maður Google maps?
Þegar þú opnar Google maps þá sérðu korta mynd af heiminum. Þú getur notað örvahnappanna uppi í vinstra hornunu á kortamyndinni til að hreyfa myndina upp og niður, og svo til hliðar. Eða ferð með músarbendilinn einhversstaðar á kortið og heldur svo inni vinstri takkanum á músinni á meðan þú hreyfir músina. Til að þysja nær og fjær notarðu annaðhvort hjólið á músinni eða stikuna vinstramegin á kortamyndinni. Hægt er að ýta á gula manninn efst á stikunni og draga hann á einhvern stað í heiminum, og fer hann þá með þig á einhvern veg sem þú getur svo séð í þrívídd og snúið þér í allar áttir.
Efst hægramegin er hægt að velja mismunandi form á kortinu. "Map" sem er hefðbundið teiknað kort með vegaupplýsingum ofl. "satellite" þetta eru gervihnattarmyndir sem notaðar eru í Google Earth sem hægt er að sjá til samanburðar við kortið. "Terrain" eru líka kortamyndir en það er búið að bæta við hæðarpunktum, þannig að þá sést hæðarmunur á landslaginu t.d. fjöll og jöklar.
Einnig er hægt að leita eftir borgum, götum, áhugaverðum stöðum og jafnvel fyrirtæknum. Þú einfaldlega slærð inn t.d. götuheiti og þá ferð þú beint þangað. ef þú villt fá upplýsingar um hvert þú átt að fara til að komast frá einhverjum stað til annars, þá er það hægt með því að ýta á "Get Directions" og skirfar inn þá staði sem ummræðir.
Aðrir eiginleikar:
Ef ert með fyrirtækið getur þú sett það inn í gagnabankann, og mun þá vera hægt að leita eftir því í leitarvélinni. Það er hægt að búa til kort í "my maps" þar sem þú getur búið til leiðir og sett inn myndir af stöðum sem við á. Það er sérstakt kennslumyndband um hvernig það er gert í "my maps".
Hvering Google Maps gæti nýst í námi og kennslu:
Google Maps mjög stórt verkfæri þar sem nýjasta tækni er notuð við upplýsingamiðlun. Það er hægt að nota Google Maps á öllum skólastigum. Og þá sérstaklega við landafræði en einnig jarðfræði, náttúrufræði, ferðamálafræði, líffræði, umhverfisfræði, veðurfræði, skipulagsfræði ofl. Hægt er að gera kennsluna skemmtilegri fyrir nemendur t.d. í landafræði, sérstaklega fyrir þá sem eru á grunnskólastigi, með því að nota raunvörulegar myndir við kennslu til að gera kennsluhættina fjölbreyttari en áður.
Ragnar Vilhjálmsson --Raggiv 31. janúar 2010 kl. 18:48 (UTC)
Google Maps:
Google maps er kortavefur frá Google sem knýr margar landakortaþjónustur, svo sem Google Maps, Google Ride Finder, Google Transit og landakort á vefsíðum þriðja aðila, í gegnum Google Maps API. Hann býður upp á götukort, vegvísi fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem að nota almennings samgöngur. Auk þess er hægt að finna ýmis fyrirtæki í hinum ýmsu borgum í mörgum löndum um heim allan. Gervihnattamyndir Google Maps eru ekki uppfærðar í rauntíma heldur geta þær verið margra mánaða eða jafnvel margra ára gamlar. Google Maps notar korta afbrigði sem líkist Mercator vörpun og getur þess vegna ekki sýnt svæðin í kringum pólana.
Gervitungla myndir:
Google Maps býður upp á loft- eða gervitungla myndir í hárri upplausn af flestum borgum heimsins. Flestar núverandi gervitunglamyndir eru meira en 5 ára gamlar og því ekki réttar þar sem skipulag sumra borga hefur tekið breytingum síðan myndirnar voru teknar. Stjórnvöld sumra ríkja hafa kvartað yfir þeim möguleika að hriðjuverkamenn kunni að nota gervitunglamyndirnar til að skipuleggja hryðjuverk. Google hefur máð út myndir af sumum svæðum (aðallega í Bandaríkjunum) af öryggisástæðum eins og opinbert aðsetur varaforseta Bandaríkanna (U.S. Naval Observatory), þinghús Bandaríkjanna og Hvítahúsið í Washington DC, aðsetur forseta Bandaríkjanna. Aðrar vel þekktar opinberar byggingar og svæði í Bandaríkjunum eru sýnileg, þar á meðal Svæði 51 (e.Area 51) í Nevada eyðimörkinni. Myndir frá strjálbýli er almennt í lægri upplausn en myndir frá þéttbýli. Þó svo að Google noti orðið gervitunglamyndir, þá eru flestar borgarmyndirnar, sem eru í hárri upplausn, loftmyndir teknar úr flugvél í um það bil 25 – 45 metra hæð. Hinar myndirnar eru hins vega flestar gervitunglamyndir.
Vegvísir:
Google Maps bíður einnig upp á vegvísun undir „Get Diraction“. Hægt er að fá vegvísun fyrir allt að fjórar gerðir samgangna: fyrir bíla, almennings samgöngur, fyrir gangandi og fyrir hjólandi. Á sumum svæðum er boðið upp á vegvísun yfir landamæri, meðan á öðrum svæðum er einungis hægt að fá vegvísun innan ákveðins lands eða svæðis. Vegvísun fyrir bíla er fyrir eftirfarandi svæði: Fyrir flest lönd á meginlandi Evrópu, Asíu og Afríku, Stóra Bretland, Írland, Kanaríeyjar, Malta og Sri Lanka. Þar er boðið upp á vegvísun bæði innanlands sem og á milli landa. Í Norður og Suður Kóreu og Suður Súdan er ekki boðið upp á vegvísun. Á Kýpur, í Hong Kong, Ísrael (þar á meðal á hluta af Vesturbakkanum), Jórdaníu, Líbanon og Macau er einungis vegvísun innanlands. Í öllum löndum Norður og Mið Ameríku er vegvísun bæði innanlands og á milli landa. Vegvísun er í öllum löndum Suður Ameríku. Í Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Síle, Ekvador, Paragvæ, Perú, og Úragvæ er vegvísun bæði innanlands sem og á milli þessara landa. Hins vegar hafa Kolombía, Franska Gvæjana, Gvæjana, Súrinam og Venesúela bara vegvísun innanlands. Allar byggðar eyjur í karabíska hafinu hafa vegvísun nema Trindad og Tóbagó. Þó eru almennt engin vegvísun á milli eyjanna. Þar að auki eru Amerísku Samóa Eyjurnar, Ástralía, Azor eyjar, Brúnei, Cape Verde, Comoros, Cook Eyjar, Færeyjar, Míkrónesía, Fiji, Franska Pólinesía, Gúam, Hawaii, Ísland, Japan, Madagaskar, Maldaví eyjar, Máritíus, Mayoette, Nýja Kaledónía, Nýja Sjáland, Niue, Palau, Filippseyjar, Réunion, Sao Tomé og Principe, Seychelles, Samóa, Tævan, Tímor-Leste, Tonga, Vanuatu, Wallis og Futura með svæðisbundna vegvísun eins og Nuuk á Grænlandi, hlutar Indónesíu (Balí, Borneó, Java, Lombok, Madura, Sulawesi og Sumatra), Sabah og Sarawak í Malasíu, Saipan á Norður Mariana Eyjum, hlutar Papúa Nýju Gíneu, hluti Solomon Eyja og Socotra í Jemen. Þar að auki er vegvísun fyrir almennings samgöngur í Suður Kóreu.
Framkvæmd:
Líkt og með mörg önnur Google vef forrit, þá notar Google Maps JavaScript mikið. Þegar notandinn dregur kortið til eru ferhyrningarnir í netinu niðurhalaðir frá þjóninum inn á síðuna. Þegar notandinn leitar að ákveðnu fyrirtæki eru niðurstöðurnar frá þeirri leit niðurhalaðar í bakrunninum og settar inn á kortið og listann til hliðar við það en síðan sjálf ekki uppfærð að öðru leiti. Staðsetningar eru sýndar með því að staðsetja rauðann pinna (samsettan úr mörgum hálf gegnsæjum PNG myndum) ofan á kortið. Dulinn útfylltur rammi (e.Iframe) er notaður því hann varðveitir vafra söguna betur. Til að auka hraða notar síðan JSON frekar en XML til að flytja gögn. Báðar þessar aðferðir eru hluti af Ajax tækninni. Í október 2011 kynnti Google MapsGL, sem er WebGL útgáfa af Maps með betra flutningi og mýkri breytingum á kortinu.
Stækkun og aðlögun:
Google Maps er nær eingöngu skrifað í JavaScript og XML. Sumir notendur hafa krufið (e.reverse-engineered) tólið til að læra hönnun þess til að skrifa viðmóts forrit(e.client-scripts) og skynjara forrit (e.server-side hooks) sem gera vefsíðum eða notendum kleyft að aðlaga eða bæta við nýrri virkni við Google Maps tengið (e.interface).
Google Maps API:
Síður eins og chicagocrime.org og housingmaps.com eru svokallaðar bræðings síður(e.reverse-engineered mashups) og hafa notið vaxandi vinsælda. Þess vegna hleypti Google af stokkunum Google Maps API í júní 2005 til að leyfa forriturum að samþætta Google Maps vefsíðum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis og innihélt engar auglýsingar þegar henni var hleypt af stokkunum, þó svo að Google hafi áskilið sér rétt til að birta auglýsingar þar í framtíðinni. Með því að nota Google Maps API er mögulegt að tengja Google Maps annarri vefsíðu þar sem hægt er að leggja yfir lag með ákveðnum gögnum. Upphaflega var Google Maps API bara JavaScript API en fljótlega var honum breytt þannig að hægt væri að nota API fyrir Adope flash forrit (sem er að vísu orðið úrelt núna) sem var þjónusta til að ná í statískar myndir af kortum og vefþjónustur til að finna hnit, búa til vegvísun og mynd sem sýnir hækkun og lækkun í landslagi (e.elevation profile). Meira en 350.000 vefsíður nota Google Maps API, sem gerir hann að mest notaða API í vefþróun. Fyrirtækjum er leyfilegt er að nota Google Maps API án endurgjalds á vefsíðum sínum svo framalega sem vefsíðan sé öllum opin, notkunin sé gjaldfrjáls fyrir notandann og stuðli ekki að fleiri en 25.000 korta heimsóknum á dag. Vefsíður sem uppfylla ekki þessi skilyrði geta keypt Google Maps API fyrir fyrirtæki. Vinsældir Google Maps API hafa orðið til þess að nokkrir keppinautar hafa komið með svipaða vöru á markaðinn. Dæmi um þessar samkeppnisvörur eru Yahoo Maps API, Bing Maps Platform, MapQuest Development Platform og OpenLayers. Í september 2011 tilkynnti Google að það myndi hætta með nokkrar vörur, þar á meðal Google Maps API fyrir Flash.
Google Maps fyrir farsíma:
Árið 2006 kynnti Google Java forritið Google Maps fyrir farsíma, sem ætlað er að keyra á öllum farsímum sem hafa Java-vél. Forritið styður við flestar aðgerðir úr vefútgáfu forritsins.
Þann 28. Nóvember 2007 var gefið út Google Maps fyrir farsíma 2,0. Þessi útgáfa kynnti GPS staðsetningar þjónustu sem krefst ekki GPS móttakara. Staðsetningin mín (e. My location) virkar með því að nota GPS staðsetningu farsímans, ef hún er í boði. Þessar upplýsingar eru veittar frá nálægasta þráðlausa neti eða farsíma mastri. Hugbúnaðurinn finnur staðsetningu þessa nets eða masturs úr gagnagrunni yfir þekkt þráðlaus net og möstur. Staðsetning farsíma masturs er fundin með því að þríhyrningamæla (e. triangulating) mismunandi styrkleika merkja frá mismunandi sendum og notar staðsetninga eiginleika (e. attribute) þeirra til að ákvarða núverandi staðsetningu notandans. Staðsetning þráðlauss nets er reiknuð með því að uppgötva nálæg þráðlaus net (e. WiFi hotspots) og nota staðsetningu þeirra (sótt af netinu í WiFi gagnagrunninn, á sama hátt og farsíma masturs gagnagrunninn).
Forgangsröðin þegar kemur að staðsetningar leit er: • Staðsetningar tæki (e. GPS) • Þráðlaus net (e. WLAN, WIFI) • Farsíma möstur, (e. GSM)
Þann 15. Desember 2008 var þessi þjónusta í boði fyrir eftirfarandi kerfi: • Android • iOS • PlayStation Vita • Windows Mobile • Symbian OS • BlackBerry OS • Palm OS • Palm webOS
Þann 4. Nóvember 2009 var Google Maps Navigation gefið út í tengslum við Google Android OS 2.0 Eclair á snjallsímann Motorola droid, þar bættust við raddskipanir, umferðar skýrslur og Street View stuðningur.
Upphafleg útgáfa kom einungis á markað í Bandaríkjunum en var hleypt af stokkunum í Bretlandi þann 20. apríl 2010 og í stórum hluta Evrópu þann 9. Júní 2010 (þar með talið Austurríki, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Portúgal, Spáni og Sviss).
Í Mars 2011 gaf Marissa Mayer (varaforseti Google Location Service), það út að Google veitti kortaþjónustu til allt að 150 milljón notanda.
Google Maps Navigation veitir raddleiðsögn og rauntíma umferðar upplýsingar í indversku borgum Bengaluru, Mumbai, New Delhi, Chennai, Pune og Hyderabad frá og með 5 September, 2012.
Í Júní 2012 tilkynnti Apple að þeir myndu skipta út Google Maps með þeirra eigin korta þjónustu í uppfærslu IOS 6. Hugbúnaðurinn og kortin sem komu í stað Google Maps voru mikið gagnrýnd mikillar ónákvæmni í kortunum og annars vegna villna í hugbúnaðnum sjálfum.
13. Desember 2012, tilkynnti Google að Google Maps yrði fáanlegt í Apple App Store, fyrst einungis sem iPhone útgáfa. Örfáum klukkustundum eftir að Google Maps IOS hugbúnaðurinn kom út varð hann efstur á vinsældarlista yfir ókeypis forrit í Apple App Store.
Þó að Google Maps sé ekki lengur eins samþætt (e. intigrated) í IOS og það var sem kerfis þjónusta, er sagt að nýjasta útgáfan bjóði upp á nokkrar aðgerðir sem séu einfaldari og fljóti betur en jafnvel Android þjónustur.
Það var tilkynnt 6. Desember 2012 að Google Maps myndu leggja leið sína til Wii U, nýju leikjatölvuna frá Nintendo. Aðgengi að Google Maps á Wii U kæmi gegnum niðurhalanlegann hugbúnað.
Google Maps Android 2.0:
Farsímar eru í auknum mæli notaðir til leiðsagnar. Google Maps Navigation fyrir Android 2,0 er ókeypis.
Aðgerðir sem hugbúnaðurinn styður: • Leitað á ensku • Leitað með rödd (e. search by voice) • Umferðar yfirlit (e. traffic view) • Leita eftir leið (e. serch along route) • Gervitunglamynd (e. satellite view) • Strætis yfirlit (e. street view)
Notkun:
Kort og tengdar upplýsingar eru ekki innifalin í uppsettu Google Maps fyrir Android, til að nálgast þau verður að tengjast internetinu, hinsvegar hefur Google Maps á iPhone sjálfvirkt korta minnis eiginleika sem vistar tímabundið nýlega skoðuð svæði, sem dregur úr því magni af gögnum sem þarf að ná í á internetið.
Þá er einnig aðgerðin “Sækja Kort af svæði” í Labs hluta Google Maps sem gerir notanda kleift að sækja grunn vegakort og kennileiti af 10 ferkílómetrar (26 km2) svæði hvar sem er, en jafnvel eftir kort af svæði er sótt, er internet tengingu enn þörf til þess að "sjá gervitungla myndir, skoða 3D byggingar, leita að stöðum og fá leiðbeiningar".
Útgáfa sem þarfnast ekki internettengingar:
Í útgáfu 6,9 af Google Maps er boðið uppá kort af tilteknum löndum án nettengingar sem var einungis í boði áður með því að hlaða niður kortunum af netinu í Labs í fyrri útgáfum hugbúnaðaris, 150 lönd eru hinsvegar í boði á netinu.
Google Maps breytur (e. parameters):
Í Google Maps, eru slóðir (e. URL) stundum gagna-ekin (e. data-driven) að takmörkum sínum og notendaviðmótin sem notast er við lætur ekki alltaf vita af þeim takmörkunum sem þau eru háð.
Einkum með aðdráttar (e. zoom) stig (e. level) er stuðningurinn breytilegur. Í fámennustu héruðum heims er stuðningi við aðdrátt hætt í kringum 18 stig.
Í fyrri útgáfum af hugbúnaðinum var tilgreint að hærri gildi gætu leitt til þess að engin mynd yrði birt.
Í vestrænum borgum er stuðningur við aðdrátt yfirleitt 20 stig. Í sumum einstaka tilfellum er stuðningurinn 23 stig.
Mismunandi útgáfur af hugbúnaðinum og notendaviðmóti styðja kannski ekki þessi hærri stig.
Í Október 2010 uppfærði Google Map Viewer kortin þannig að þau sýni þegar hærra aðdráttar stig er í boði.
---
Karl Helgason & Matthías Leó Gíslason, 21 Janúar 2013