Upplýsingatækni/Að nota Visual Studio Express
Microsoft Visual Studio Express er sett af ókeypis vöndlum frá Microsoft, í raun eru þetta veigaminni útgáfur af vöndlapakkanum Microsoft Visual Studio. Nýjasta útgáfan er Visual Studio 2010 Express og býður uppá nýtt samþætt þróunarumhverfi, nýjann textaritill sem er byggður í Windows Presentation Foundation (WPF) og er með stuðning fyrir nýja .NET rammann (e. framework) 4. [1] Þó svo að hugbúnaðurinn sé ókeypis þá þarf samt sem áður að skrá hann innan við 30 daga frá uppsetningu en það er gert með því að fylgja þessum leiðbeiningum. Kennarar jafnt sem nemendur geta notað hugbúnaðinn.
Til að hægt sé að setja upp Visual Studio 2010 Express þarf tölvan þín að vera með a.m.k. Windows XP SP3 eða seinni Windows útgáfu.
Vörur
[breyta]Visual Basic 2010 Express
[breyta]Er kjörinn fyrir þá sem eru að læra að þróa forrit í Microsoft Windows.
Visual C# 2010 Express
[breyta]Býður uppá samblöndu af krafti og framleiðni fyrir Windows forritara byggt á .NET
Visual C++ 2010 Express
[breyta]Býður forriturum uppá meiri stjórn en í öðrum Visual Studio Express vörum. Visual C++ 2010 Express hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru að læra á C++ forritunarmálið og þá sem taka námskeiðið Gagnaskipan. Stuðningur er við öll helstu library, framúrskarandi intellisense, þægilegur debug hamur og góður console forritunarhamur. Allt þetta nýtist sérlega vel í Gagnaskipan og einnig þar sem forritið er einfalt og þægilegt í notkun. Forritið bíður uppá sjálfvirkann inndrátt (e. indent) sem gerir kóðann læsilegri. Mjög gott er að byrja á þessum pakka áður en farið er í að nota stærri útgáfur af Visual Studio s.s. í Windows Forms eða .NET forritun. Til eru mörg kennslumyndbönd um hvernig best er að þróa með forritinu og ,,Hvernig geri ég?" (e. How Do I?) myndbönd. [2]
Fyrir þá sem eru lengra komnir og eru vanir hugbúnaðinum þá sýnir þessi slóð hvaða nýjungar eru í Visual C++ 2010 Express.
Uppsetning
[breyta]Hugbúnaðurinn er sóttur með því að fara inná niðurhal og smellt á Visual C++ 2010 Express þar er valið tungumál og uppsetningar pakkinn er sóttur en það er keyrsluskrá sem ber nafnið vc_web.exe. Opnið keyrsluskránna og smellið á Next, veljið I have read and accept the license terms og smellið á Next. Veljið síðan slóðina sem hugbúnaðurinn á að vera settur inná, veljið því næst Install. Við það hefst uppsetning og lýkur með skilaboðum hvort uppsetning hafi heppnast eður ei.
Fyrsta forritið
[breyta]Hægt er að sjá hvernig forritið "Hello World" er búið til með myndbandi af Youtube, smellið hér. [3]
Kostir
[breyta]- Hugbúnaðurinn er ókeypis
- Auðveldur í uppsetningu
- Mjög fjölbreytt úrval af námsefni til s.s. bækur, greinar og myndbönd
- Ótrúlega auðvelt að leita sér hjálpar með hjálp Google eða Bing
- Fjöl-skjáa (e. multi-monitor) stuðningur
Gallar
[breyta]- Erfitt getur verið fyrir byrjendur að fara af stað, tekur smá tíma að búa til verkefni (e. project) og byrja að forrita.
- Styður ekki x64 forrit
- Ekki innbyggður MFC stuðningur
- Profiler stuðningur er ekki til staðar
- Styður bara Windows umhverfi
Að nota forritin við kennslu
[breyta]Forritin henta mjög vel við kennslu og nýtast kennurum jafnt sem nemendum. Ef um stór forrit er að ræða getur nemandi skilað verkefna (e. project) skránni með kóða til kennara og hann getur með einföldum hætti flutt inn (e. import) verkefnið inn í Visual Studio umhverfið hjá sér. Til er mikið af bókum og efni af netinu til að auka skilning og til hjálpar við vinnslu í forritunum. Forritin eru ókeypis fyrir alla þannig ekki þarf að fjárfesta í dýrum hugbúnaði fyrir námskeiðið sem verið er að taka eins eru þau auðveld í uppsetningu.
Heimildir
[breyta]- ↑ Microsoft Visual Studio Express
- ↑ "How Do I?" Videos for Native Coding
- ↑ Visual C++ Tutorial : Hello World