Tölvunarfræði/Gagnaskipan
Í Tölvunarfræði, er gagnaskipan viss leið til að geyma og skipuleggja gögn í tölvu svo hægt er að nota þau á skilvirkan hátt.
Þýðing
[breyta]Samkvæmt Landskerfi Bókasafna, er skýring á hugtakinu gagnaskipan (e. Data Structure) á þennann veg: ,,Notað um það hvernig einingum gagna er skipað niður eftir raunlægum eða röklegum venslum þeirra".[1]
Lýsing
[breyta]Námskeiðið er kennt á fyrsta ári fyrir tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, er hluti af kjarna námskeiðum og er skyldunámskeið. [2] Námskeiðið fjallar um ýmiss konar gagnaskipan, eins og tengda lista, stafla, biðraðir, tré og tætitöflur. Jafnframt er farið í endurkvæma forritun og röðunaralgrím. Í námskeiðinu er að auki lögð áhersla á hugræn gagnatög, hlutbundna forritun og meðhöndlun frábrigða með notkun forritunarmálsins C++. Í Háskólanum í Reykjavík gefur námskeiðið 6 ECTS einingar.
Forritunarmálið C++ er notað við kennslu í námskeiðinu sem búið er til af Bjarne Stroustrup árið 1985. Málið er beinn afkomandi forritunarmálsins C og byggir hlutbundna eiginleika ofan á C. [3]
Til að hægt sé að þýða C++ forritskóða þarf þýðanda (e. compiler). Til er aragrúi af þýðendum fyrir C++ en þeir sem hafa verið notaðir við kennslu fyrir þetta fag í Háskólanum í Reykjavík eru þá helst Visual C++ Express og Dev-C++ 5 báðar útgáfurnar má sækja ókeypis á netinu og eru hér undir tenglar. Visual C++ Express er yfirleitt vinsælara meðal nemenda því að auðvelt er að búa til keyrsluskrár .exe og kóðaskrár .cpp sem kennarar biðja oft um að vera skilað í sitthvoru lagi. Kunnátta í Visual C++ Express nýtist yfirleitt vel þegar farið er út gluggakerfis- og/eða vefþróun þá í Microsoft Visual Studio umhverfinu.
Grunnatriði
[breyta]Hér eru nokkur atriði sem gott er að þekkja:
- Breytur (e. variables)
- Virkjar (e. operators)
- Tög (e. types)
- grunntög
- klasar
- Virkjar (e. operators)
- Skipanir s.s. lykkjur og skilyrðissetningar (e. Control Flow Statements)