Upplýsingatækni/Að nota Mega

Úr Wikibókunum

Hvað er Mega?
Mega er gagnageymsla, ekki ósvipuð Dropbox og Google Drive. Sérstaða Mega felst í því að öll gögn sem eru færð þangað eru dulkóðuð enda á milli sem gerir það erfitt (líklega ómögulegt með nútímatækni) fyrir tölvuárásarmenn að stela gögnunum. Mega bíður uppá forrit fyrir Linux, macOS, Windows, iOS og Android til að hala upp og niður skrám en einnig er í boði notendavænt vefviðmót á mega.nz. Hægt er að stilla forritin þannig að þau samræmi skrár á tölvunni og í gagnageymslunni sjálfvirkt.

Hversvegna er gott að nota Mega í kennslu?
Eins og áður segir er Mega búið til með öryggi gagnanna í huga og þar með öryggi notenda. Þetta er mikilvægur þáttur í kennslu barna og unglinga í upplýsingatækni og tölvunotkun. Það er hægt að deila slóð á möppur og skrár sem geymdar eru í Mega. Það er þægileg fyrir nemendur til að vinna saman í verkefnum og jafnvel skila þeim til kennara.

Hvernig býr maður til aðgang á Mega?

  1. Farðu á vefsíðuna mega.nz
  2. Ýttu á hnappinn Create an account á miðri síðunni.
  3. Fylltu út formið með upplýsingum um nafn og tölvupóstfang og veldu lykilorð. Við hlið formsins eru gagnlegar upplýsingar sem gott er að lesa. Fyrir neðan formið þarf að haka við að maður samþykki skilmála. Þegar ýtt er á hlekk til að sjá skilmálana kemur í ljós að þeir eru settir fram með óvenjulega skýrum og auðskiljanlegum hætti.
    Athugið að hér er ekki nauðsynlegt að gefa upp raunverulegt nafn notanda.
  4. Opnaðu tölvupóstfangið sem þú gafst upp og staðfestu skráninguna.

Nú hefur þú búið til aðgang að Mega en 50 GB geymslupláss fæst frítt. Á síðunni má kaupa meira pláss ef þess þarf.