Að nota Dropbox í Myndvinnslu

Úr Wikibókunum

Hvað er Dropbox?[breyta]

Dropbox er forrit og vefþjónusta sem er sérsniðin til að auðvelda gagnageymslu, sem gerir manni kleift að deila efni á þægilegan máta. Með dropbox geturðu skoðað gögn þín í PC tölvu, apple tölvu eða jafnvel lófatölvu/vitsíma.

Dropbox er sérstaklega hönnuð til að vera mjög auðveld í notkun og er því mjög hentug fyrir þá sem hafa mjög takmarkaða tæknikunnáttu.

Að auki er Dropbox frí í notkun með val um að kaupa áskriftarþjónustu.

Hægt er að skoða kynningarmyndband um Dropbox á byrjunarsíðu þeirra

Hvernig nýtist Dropbox mér í Myndvinnslu?[breyta]

Þó svo að Dropbox sé ekki Myndvinnsluforrit, þá er það mjög hentugt til að deila efni og nýtist hún sérstaklega vel við hópavinnu.

Til að hún nýtist sem best fyrir hópavinnu, þurfa allir í hópnum að vera með dropbox reikning og vera búnir að setja upp Dropbox möppu í tölvunni hjá sér (sjá Hvernig Seturðu upp Dropbox?). Hópstjórinn setur svo upp vinnumöppu sem hann getur svo deilt með þeim sem eru með í hóp. Við það birtist deilimappan hjá öllum í hópnum, ásamt öllum þeim gögnum sem þar fylgir. Þeir sem hafa aðgang að möppunni geta svo afritað/breytt/bætt við skjölum eftir hentugleika. Dropbox lætur alla meðlima vita þegar gögnum hefur verið breytt/eydd/bætt við í deilimöppuna.

Einnig er hægt að gefa kennaranum aðgang að deilimöppunni til að leifa honum að fylgjast með framvindu mála.

Í dropbox möppunni fylgir svo sérstakur valkostur, þar sem notandi getur deilt efni til þeirra sem hafa ekki Dropbox reikning. Hjá öllum Dropbox möppum fylgja möppur sem kallast "Photos" og "Public". Hægt er að setja myndir í "Photos" möppuna og önnur ýmisleg gögn í "Public" möppuna og þessi skjöl verða svo sjálkrafa færð yfir í opna síðu hjá Drobox sem er aðgengileg öllum. Til þess að deila efninu, þarf notandi að hægri smella með mús á "Photos/Public" möppuna og velja "Dropbox > Copy public link". Við þetta færðu afrit að hlekk sem þú getur svo vísað í. Nánari upplýsinga geturðu fengið hér. Vilji kennarinn ekki nota Dropbox, er hægt að gefa honum aðgang að efninu þínu með þessari leið.

Frí þjónusta og áskriftarleið[breyta]

Dropbox er ókeypis þjónusta og allir þeir sem skrá sig fá 2GB andvirði af plássi. Að auki er hvatningarátak í gangi, þar sem allir dropbox notendur geta unnið sig inn meiri pláss, með því að vísa öðrum á þjónustu þeirra. Notendur fá 250MB aukalega fyrir hvern aðila sem þeir vísa á dropbox og geta þeir stækkað pláss sitt með þessari leið upp í allt að 8GB.

Að auki er hægt að kaupa áskrift að meira plássi:

  • $9.99 á mánuði/$99.00 á ári, gefur þér 50GB
  • $19.99 á mánuði/$199.00 á ári, gefur þér 100GB

Kennarar[breyta]

Dropbox er sérstaklega hentugt tól fyrir kennara, þar sem hann getur auðveldlega fengið mjög gott yfirsýn á vinnu nemenda sinna í gegnum þetta forrit. Ef hann og allir nemendur hans setja upp dropbox reikning, þá geta nemendurnir deilt vinnumöppunum sínum með kennaranum og öðlast hann þar með ótakmarkaðan aðgang að gögnum þeirra. Dropbox myndi svo láta kennarann vita ef mappa ákveðins nemanda hefur verið uppfærð. Einnig er þetta bót fyrir nemendur, þar sem gögnin eru geymd á netinu og því aðgengilegar í gegnum hvaða nettengda tölvu sem er. Gögnin eru þá einnig varinn gegn áföllum á borð við að vinnutölvan, sem hefði annars geymt öll gögnin, skyldi hrynja og þar með glata allri vinnu.

Hvernig seturðu upp Dropbox?[breyta]

Til að nota Dropbox þarf að gera eftirfarandi:

  • Býrð til reikning hjá dropbox.com
  • Forrit og skjöl geta nú verið vistuð á þínu heimasvæði sem þú hefur nú aðgang að hjá dropbox.
  • Til þess að nota dropbox í tölvu þinni (og allar aðrar tölvur sem þú vilt tengjast við), þarftu að ná í uppsetningarforrit frá dropbox.com og keyra það. Við þetta birtist mappa sem er beintengd þitt svæði á dropbox. Eftir að hafa tengst svæðinu þínu hjá dropbox mun öll forrit og skjöl sem þú ert að geyma þar birtast í þessari möppu.
  • Öll gögn (allar gerðir skráa) sem þú setur upp í Dropbox möppuna þína hlaðast sjálfkrafa inn á svæði þitt hjá Dropbox vefnum. Þú þarft ekkert að gera annað en að hafa skjalið í þessari tilteknu möppu.

Tenglar[breyta]

Upphafsíða Dropbox Hjálparsíða Dropbox