Fara í innihald

Upplýsingatækni/Dropbox

Úr Wikibókunum

Inngangur


Hér verður tekið fyrir forrit sem heitir Dropbox vegna þess að það getur verið mjög hentugt fyrir námsmenn og fólk á ferðinni því að maður getur nálgast gögnin sín á netinu. Það er því mjög þægilegt að geyma skóladót þarna því þá þarf maður ekki að muna að færa gögn á milli t.d heimilistölvu og fartölvu. Með þessu gleymir maður aldrei gögnum heima og getur því alltaf verið á tánum í skólanum.


Um Forritið


Dropbox er forrit sem heldur utan um skrár að hvaða tagi sem er, Textaskrár , myndir os.frv. Hægt að er að nálgast gögnin hvar sem er í heiminu. Þar sem gögnin eru geymd á vefþjónum sem Dropbox er með. Hægt er að nálgast dropbox hugbúnaðinn á Dropbox heimasíðunni. Hugbúnaðurinn er til fyrir Windows, Macintosh, Linux og Iphone

Hvernig er hægt að nota Dropbox


Til þess að byrja að nota Dropbox, þarf að setja upp reikning með notendanafni og lykilorði og ná í hugbúnaðinn. Í uppsetningunni er best að nota sjálfgefnar stillingar með staðsetningar á möppu, nöfn o.fl. .Þannig að það er lítið annað að gera en að ýta á Next. Passa þarf að setja sama notendanafnið og lykilorðið og það sem hafði verið skráð á síðunni í byrjun, annars fær hugbúnaðurinn ekki tengingu við Vefþjóninn. Þegar að búið er að setja Dropbox upp á tölvunni verður til mappa sem heitir My Dropbox. Þarna setur maður gögn inn og með því eru þau aðgengileg hvar sem er , hvenær sem er svo lengi þar sem að internettenging er til staðar. Til að byrja með fær maður 2 gígabæt í geymslupláss, en ef að maður vill auka við geymsluplássið, þá er hægt að kaupa 50 gígabæti á 100 dollara eða 100 gígabæti á 200 dollara


Hvernig er hægt að nota Dropbox í Skóla


Dropbox hentar vel fyrir nemendur þar sem hægt er að deila(Share) möppum með öðrum sem er með Dropbox reikning. Þannig að þetta kemur sér mjög vel í hópavinnu. Myndi henta líka vel fyrir kennara að geta sett glærur og aukaefni inná möppu þar sem allir nemendurnir gætu náð í.

Aukaefni


Hérna má nálgast það sem hægt er að gera með Dropbox Wiki Síðan



--Óskar Bjarnason HR 6. febrúar 2010 kl. 18:05(UTC)