Fara í innihald

Tölvunarfræði/Lokaverkefni

Úr Wikibókunum

Lýsing

[breyta]

Lokaverkefni nemenda í tölvunarfræðideild HR á 4. og 6. önn er eitt af sérkennum skólans, en þau eru tvenns konar, hefðbundin lokaverkefni og lokaverkefni með rannsóknaráherslu. Tími lokaverkefna eru 15 vikur.

Hefðbundin lokaverkefni

[breyta]

Hefðbundin lokaverkefni gefa nemendum kost á að vinna að raunverulegu hugbúnaðarverkefni sem gefur þeim góða innsýn í hvernig hlutirnir eru út á vinnumarkaðinum. Nemendur búa til 2-4 manna hópa og velja sér lokaverkefni sem koma frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Fyrirtækin bjóða nemendum upp á aðstöðu þar sem þeir geta unnið að lokaverkefninu hjá tilteknu fyrirtæki.

Lokaverkefni með rannsóknaráherslu

[breyta]

Lokaverkefni með rannsóknaráherslu gefur nemendum kost á að kynnast rannsóknum á sviði tölvunarfræði og vinna í nánu samstarfi við fræðimenn skólans. Nemendur vinna annars vegar einir að rannsókn eða geta unnið í tveggja til þriggja manna hópum.

Hugbúnaður í lokaverkefnum

[breyta]

Lokaverkefnin eru mörg misjöfn og því erfitt að telja upp öll þau tól sem eru notuð en hér eru dæmi um nokkur tól sem geta komið að góðum notum.

Dropbox er forrit sem heldur utan um skrár að hvaða tagi sem er, textaskrár , myndir os.frv. Hægt að er að nálgast gögnin hvar sem er í heiminum þar sem gögnin eru geymd á vefþjónum sem Dropbox er með. Hægt er að nálgast hugbúnaðinn á Dropbox heimasíðunni. Hugbúnaðurinn er til fyrir Windows, Macintosh, Linux, iPhone og Android. Dropbox hentar vel fyrir nemendur þar sem hægt er að deila(Share) möppum og skrám með öðrum sem nota Dropbox. Þannig kemur þetta sér vel í hópavinnu og myndi henta líka vel fyrir kennara til að geta sett glærur og aukaefni inná möppu þar sem allir nemendurnir gætu náð í.

TortoiseSVN er hugbúnaður sem tekur afrit og samþáttar kóða. Hugbúnaðurinn er opinn fyrir öllum og því frír. TortoiseSVN hentar vel þegar margir eru að vinna í sama forritunarkóða í einu þar sem að hugbúnaðurinn samþáttar kóðann á mjög einfaldann og öruggann hátt. TortoiseSVN er hægt að flétta inn í Microsoft Visual Studio með viðbótum eins og VisualSVN.

Google code inniheldur mikið af skjölum um hvernig skal nota opinn hugbúnað frá Google. Google code býður upp að geymslu fyrir opinn kóða og styðja þeir til dæms kerfi eins og TortoiseSVN.

Google Docs er frí þjónusta fyrir margskonar skjölun hvort sem er verið er að nota Word, Excel eða Powerpoint. Það þarf ekki að setja upp neinn hugbúnað á tölvu notanda heldur er allur hugbúnaður keyrður í gegnum vafra notanda. Hópar geta nýtt sér þessa þjónstu til að geyma skjöl og einnig ef margir vilja vinna í sama skjalinu á sama tíma.

Tenglar

[breyta]

Heimildir

[breyta]