Töflureiknir
Inngangur Þessi lexía er kynning á töflureikni fyrir krakka á miðstigi.
Línur og dálkar
[breyta]Þegar þú ræsir töflureiknir þá birtist á skjánum tafla lík myndinni hérna til hægri. Hver dálkur er táknaður með bókstaf og hver lína með tölustöfum. Einn af reitunum er upplýstur og það er hægt að flytja sig milli reita með að nota örvahnappa á lyklaborði tölvunnar.
Reitirnir hafa allir eitthvað heiti sem er samsett úr bókstaf dálksins og númeri línunnar sem reiturinn er í, þannig er reiturinn C4 í 4 línu og dálkinum C. Í töflunni hérna til hægri eru aðeins nokkrir reitir en í töflureikni í tölvum geta reitirnir verið mörg þúsund þó maður sjái ekki nema hluta á skjánum í einu. Þú getur séð hvað taflan er stór með að flytja þig um skjáinn, þá sérðu að skjárinn er eins og gluggi sem sýnir aðeins brot af stórri töflu.
Taktu eftir að þegar þú kemur á seinasta bókstafnum í stafrófinu þá heitir næsti dálkur AA og þarnæsti AB.
þú getur sett texta eða tölur inn í reitina. Þú þarft að ýta á Enter til að það geymist inn í reit.
Sérstakt fyrir tölur, prósentur og dagsetningar
[breyta]A | B | C | |
---|---|---|---|
1 | |||
2 | Texti | ||
3 | 123 | ||
3 | Textinn er of langur | ||
4 |
Töflureiknir hegðar sér mismunandi eftir því hvort maður skrifar tölur eða texta í reitina. Til dæmis eru tölur hægrijafnaðar en textinn er vinstrijafnaður.
Ef maður skrifar langan texta í einn reitinn þá sýnir töflureiknirinn aðeins þann hluta sem kemst fyrir eða lætur textann breiðast yfir næsta reit ef það stendur ekkert í þeim reit.
Ef tala í reit er of stór til að hægt sé að birta hana í reitnum þá gengur ekki að láta hana ekki birtast því þá væri hætta á alls konar misskilningi og villum, það má ekki klippa aftan eða framan af tölum. Töflureiknar hegða sér mismunandi þegar tala í reit er of stór, sumir eru sjálfvirkir þannig að reitirnir stækka sjálfkrafa en aðrir skrifa töluna á eksponential formi t.d. 1,234E+9
Ef maður slær inn tölu og prósentutákn á eftir t.d. 50% þá gerist dáldið sérstakt: tala deilist með 100 (verður 0,5) en er sýnt sem 50%. Þetta gerir prósentuútreikninga einfaldari.
Dagsetningar eru líka sýndar á sérstakan hátt. Ef maður skrifar inn eitthvað sem töflureiknirinn túlkar sem dagsetningu t.d. 11/5-2004 þá birtist það hægrijafnað og dagsetningar sem maður skrifar inn eru oft birtar allar á sama máta. Tími eins og dagsetningar og klukkustundir eru meðhöndlaðar eins og tölur. Hægt er að draga eina dagsetningu frá annarri eða eina tímasetningu frá annarri og reikna þannig út fjölda daga, klukkustunda og mínútur milli tveggja tímapunkta.
Breyta stærð á reitum
[breyta]Í byrjun hafa allir reitir sömu lengd og breidd en það er alltaf hægt að breyta lengd dálka t.d. ef maður ætlar að skrifa inn símaskrá þá þarf langan dálk fyrir nöfnin en miklu styttri fyrir símanúmerið.
Í mörgum töflureiknum er hægt að breyta dálkalengd með því að fara með músina efst á milli dálka og halda músahnapp niðri og draga til hægri eða vinstri.
Útlit, texti og litur
[breyta]Í byrjun er texti vinstrijafnaður og tölur hægrijafnaðar en það er hægt að breyta því t.d. miðja texta og vinstrijafna tölur. Oft er hægt að breyta leturgerð, leturstærð og textalit og setja mismunandi bakgrunn á reiti eða nota tilbúnar uppsetningar.
...
Wikicalc
[breyta]Wikicalc er töflureiknir sem byggir á wikitækni. Margir geta verið að vinna saman að útreikningum. Þetta er verkfæri sem hentar til öðruvísi samvinnuverkefna heldur en þegar unnið er eingöngu með texta.
- Wikicalc 1 (Töflureiknir á wiki formi) (frá Salvöru)
- Skjákennsla um wikicalc (á ensku frá Dan Broukclin)
Ítarefni
[breyta]Hér er námsefni frá Námsgagnastofnun um töflureikna
Þú getur einnig skoðað einstök verkefni úr þeim leiðbeiningum hérna: