Spjall:Töflureiknir

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikibókunum

Ég legg til að þessari síðu sé eytt. Wikibækur er ekki tenglasafn heldur vefræmt bókasafn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:43, 4 ágúst 2007 (UTC)

Sammála Tómas A. Árnason 00:16, 6 ágúst 2007 (UTC)

Þetta er byrjun á wikibók um töflureikna, sérstaklega ætla ég að fjalla um wikicalc sem er töflureiknir fyrir wiki. Bókin er bara ekki komin lengra. Reyndar fékk ég samt í tölvupósti bréf frá kennara sem sagði að hann notaði þessa síðu með nemendum sínum. Vinsamlegast ákveðið ekki út af einkaviðmiðum ykkar hvað wikibækur eru. Ég bendi enn og aftur á opinberar birtar reglur á ensku wikibooks. Vinsamlegast kynnið ykkur þær. á--Salvör Gissurardóttir 10:40, 9 ágúst 2007 (UTC)

Það kemur einnig skýrt með tenglunum að þeir eru undir Ítarefni. Með ítarefni er átt við að það sé efni sem er fyrir utan námsefnið, efni sem hvetur til ítarlegra náms. Það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þar er vísað þar í einstaka kafla, það er út af uppsetningu á þessu efni hjá Námsgagnastofnun. --Salvör Gissurardóttir 10:44, 9 ágúst 2007 (UTC)

Í þessu tilviki er ég eiginlega sammála tillögunni um að eyða. Hér er bara ekki einu sinni byrjun enn þá. Og það hefur ekkert verið unnið í þessu síðan í nóvember í fyrra. Ef þetta væri grein á Wikipediu yrði henni umsvifalaust eytt. Ég er ekki að tala um að hún sé ekki alfræðileg (hún er það ekki en ímyndum okkur að hún sé það...), ég er að tala um að grein á borð við „Hér á eftir að koma grein um töflureikni. Tenglar: 1, 2, 3, 4 ...“ myndi bara aldrei ganga. Það verður að vera einhver lágmarksbyrjun á efninu. Þetta er ekki nóg. --Cessator 17:52, 9 ágúst 2007 (UTC)
þú berð saman wikipedia og wikibooks sem eru tvö ólík verkefni, það varðar miklu að það sé ekkert rugl í wikipedia og að greinar þar séu með hefðbundnu sniði. það gildir ekki sama um wikibooks. Ég mæli með að þú skoðir það sem stendur um stjórnendur á ensku wikibooks, sjá hérna

http://en.wikibooks.org/wiki/Wikibooks:Administrators

Þar stendur um eyðingu: Pages should not be deleted unless they are candidates for speedy deletions, or if there has been a consensus discussion reached about the page on Wikibooks:Votes for deletion. Deleting pages without following policy is a major problem, and can be very disruptive to the community.
Ég skoðaði sérstaklega það sem var merkt til eyðingar og það er afar varfærnislega farið í eyðingar. það er ekki hlutverk stjórnenda að stuða þá sem setja inn efni (þeir eru því miður allt of fáir). Ég veit alveg hvaða áhrif það hefur á mig þegar verkum mínum er eitt að því er virðist handahófskennt af aðilum sem ekkert hafa innsýn í út á hvað þau ganga né innsýn í námsefnisgerð eða vinnureglur í wikisamfélagi. --Salvör Gissurardóttir 18:13, 9 ágúst 2007 (UTC)
Salvör, það sem þú ert að benda á kemur málinu bara alls ekki við. (1) Það er rétt að á ensku er ákveðið ferli varðandi eyðingar. Hér á að vera sama ferli (nema þegar um augljóst bull er að ræða). En við höfum bara enga sérstaka síðu fyrir eyðingartillögur, þess í stað ræðum við málin á spjallsíðum viðkomandi greina. Til dæmis hér. Þú vitnar í orðin „or if there has been a consensus discussion reached about the page“ og það er nákvæmlega það sem þessi umræða hér gengur út á. Þess vegna er fráleitt að benda á það hér að þessi umræða sé einhvern veginn ekki viðeigandi með því að vísa til þessara orða. (2) Það er fráleitt að andmæla með því að halda því fram að það sé „ekki hlutverk stjórnenda að stuða þá sem setja inn efni“ eins og það sé það sem öðrum gangi til hérna. Ég vona að þú sért ekki að saka mig um það! (3) Ég veit að Wikipedia og Wikibækur eru ólík verkefni. En í báðum tilvikum verður að vera eitthvert efni á síðunum. Hér er ekki neitt. Þetta er bara tenglasafn og það hefur ekkert verið gert mánuðum saman. Alveg eins og það gengur ekki að setja inn grein á Wikipediu með engum texta og bara tenglum, þá gengur það ekki heldur hér og ekki heldur á t.d. Wikiquote (t.d. „Hér eiga eftir að koma tilvitnanir í Jón Jónsson. Tenglar: 1, 2, 3...“). Það gengur bara ekki. Greinar á Wikipediu mega vera stubbar en meira að segja stubbar þurfa að innihalda eitthvert lágmark. Bækur hérna þurfa ekki að vera allar kláraðar, þær þurfa ekki einu sinni að vera vel á veg komnar. En þær þurfa að innihalda eitthvað (umfram tengla).
Nú skaltu gæta að því að það er ekki markmið mitt að stuða þig ea nemendur þína og enn fremur að þessi síða er ekki valin af handahófi; ég er sammála þér í mögum tilvikum að óþarft sé (eða hafi verið) að eyða síðum. En það þarf samt að spyrja sig hvaða lágmarkskröfur við viljum gera til greina hér og mér finnst sjálfsagt að þær innihaldi eitthvað annað en bara tengla (hvort sem þeir tengja á Wikipediu eða annað út fyrir verkefnið). Ef þú ert reið, vinsamlegast svaraðu þá seinna. --Cessator 18:42, 9 ágúst 2007 (UTC)


Breyting[breyta]

Þetta er allt annað --Tómas A. Árnason 19:21, 9 ágúst 2007 (UTC)

Sammála því, þetta er meira en nóg til að ekki sé lengur hægt að segja að síðan sé einungis tenglasafn --Cessator 19:25, 9 ágúst 2007 (UTC)

Ég tek fram að ég er algjörlega sammála því að það má ræða hvort þessari síðu (eins og hún var) væri eytt. Þetta er raunar ein af fáum síðum sem hefði verið allt í lagi að eyða - eftir einhvern tíma - og þá á þeirri forsendu að þarna væri byrjað á verki og ekkert unnið áfram í því. Nú byrjaði ég á að setja inn það sem ég ætlaði alltaf þ.e. þýða danska vikibók. Vonandi heldur einhver áfram við það , hef ekki tíma í meira núna --Salvör Gissurardóttir 19:29, 9 ágúst 2007 (UTC)

Gott mál. Eyðingarsniðið var fjarlægt enda ekki ástæða til að hafa það lengur. --Cessator 19:51, 9 ágúst 2007 (UTC)