Stóru Kattardýrin/Hittum Kettina
Til eru stórir kettir og smáir villtir jafnt sem tamdir. Stórir kettir eru einkar mikilfengleg rándýr og alveg frábærir veiðimenn. flug gáfaðir og alveg sérstaklega fallegir og tignalegir að sjá.
Stórkostleg Rándýr
[breyta]Tigrisdýr og ljón eru meðal allra færustu rándýra sem finnast í allri náttúrunni. Grábirnir eru kannski stærri en Síberíutígur en tígrurinn er sannarlega miklu fljótari. Úlfar hafa kannski betra lyktarskyn en jagúar en jagúar getur drepið bráðina einsamall á meðan úlfar veiða í hópum. kettir hafa afbragðs góða nætursjón, skarpa heyrn og engan smá líkamlegan styrk. Þeir læðast upp að bráðinni með hlóðlátum hreyfingum og hjálp felulita í feld þeirra sem gerir kettina nærri ósýnilega.
Það má segja að til séu kettir í hvert starf og hver heimsálfa á sinn kattar konung nema Ástralía og Evrópa. Afríku er stjórnað af ljónum, Asía af tígrisdýrum. Í suður og mið-Ameríku ræður jagúarinn og í Norður-Ameríku ríkir fjallaljónið.
Kjöt á matseðlinum
[breyta]Kettir veiða afþví að þeir þurfa kjöt til að lifa af. Grasbítar hafa sérstaka maga sem leifir bakteríum að brjóta niður flóknar plöntu sykrur í einfaldari sykrur sem dýr geta melt. kettir hafa mjög stutta meltingarbraut sem brýtur fljótlega niður kjöt og nýtir orkuna úr því. Kettir geta ekki lifað af með því að borða gras og veiða sér þessvegna önnur dýr til matar. Þannig virkar fæðukeðjan.
Gáfnafar
[breyta]Kettir eru með gáfuðustu tegundum á jörðinni og koma næstir á eftir prímötum (apar og menn), Hvala ætt, fílum, selum og hundaætt (hundar, refir og úlfar). Ljón beita kænsku og veiða í hópum til að fella stóra og hættulega bráð. Allir kettir eru forvitnir og geta verið fljótir að læra. Stór rándýr þurfa auka gáfur til að verða færir veiðimenn. Kattamóðir eyðir miklum tíma(einu til tveimur árum) við að kenna hvolpum sínum lífs nauðsýnlega hluti til að þeir geti lifað af. Þér þykkir kannski betra að kalla þennan kafla í lífi þeirra skólagöngu þar sem þeir læra að takast á við heiminn sem þeir búa í.
Finnast allstaðar en hvergi óhultir
[breyta]Kettir eiga sér náttúruleg búsvæði allstaðar nema í Ástralíu og nýfundnalandi. En svo óheppilega vill til að margar kattategundir eru nú í útrýmingarhættu. Kettir eru oft veiddir fyrir feldinn eða kjötið og steðjar mörgum kattategundum hætta að. Þeir eru einnig drepnir af fólki sem vilja dýrin sem kettirnir lifa á alein og enn aðrir veiða ketti fyrir sportið. Enn verra, Nú stöðugt er verið að ganga á heilbrigð landsvæði sem kettirnir þurfa til að lifa af.
Enn sem betur fer þá er alltaf fleira og fleira fólk að átta sig á því að kettir ættu frekar að vera dáðir en komið fram við þá sem óvini. Lærið Meira um þessa mikilfenglegu skeppnur og þeirra ótrúlega heim og deilið því sem þið hafið lært til komandi kynslóða svo kettir fá þá virðingu sem þeir eiga skilið. Við verðum að læra að gera pláss fyrir aðrar lifandi verur á jörðinni og skilja hvað er þess virði að vernda.
<<Til baka (Fororð) | Áfram (Bygging)>>