Spjall:Wikikennsla

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Ég legg til að þessari síðu sé eytt vegna þess að þetta er ekki bók eða kafli úr einni. Hún þjónar tilgangi hjálparsíðu. Það hafði verið sniðugara að prenta út leiðbeiningar hanna kennurunum og láta þá fá þá, eða að gera svona hljálparsíður. Wikibækur eiga að þjóna sem kennslubækur en það þarf að fara eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum en ekki að skrifa eitthvað fyrir einn ákveðin skóla eða bekk. Það eru margar síður hér sem að eru látnar þjóna tilgangi glósusafns eða tenglasafns sem að vísa á heimasíðu skólans. --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:48, 4 ágúst 2007 (UTC)

Í þessu tilviki er ég ósammála eyðingartillögunni en tek þó undir með þér að bækur verða að miðast við alla lesendur en ekki bara einn bekk i einum skóla. Það mætti kannski hreingera þessa síðu en það er ekkert í sjálfu sér athugavert við að Wikibækur innihaldi bók sem kennir á wikikerfin. --Cessator 04:19, 4 ágúst 2007 (UTC)

Já, okay. Kannski ekkert athugunarvert að hún innihaldi bók um sjálfan sig en lítu á síðurnar undir þassari: Námsefni --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:07, 4 ágúst 2007 (UTC)

Það er ekki stjórnenda að skilgreina hvað séu góðar og eðlilegar wikibækur og skilgreina það þröngt. ég bendi enn einu sinni á opinberar reglur á ensku wikibooks. Wikibækur eru ekki eins og bækur á pappír, wikibækur geta innihaldið tengla og miðast ekki við ákveðna lengd.

Varðandi það að bækur miðist við ákveðinn hóp þá er það þannig að allar wikibækur eru opnar og hver sem er getur skrifað í þær. Það er hins vegar góð regla og eðlileg vinnubrögð að segja frá hvaða grunn þeir sem nota bókina ættu að hafa (hún getur alveg nýst öðrum þrátt fyrir það fyrir það). Það er ekki eðlilegt að eyða bók út af því að tiltekið sé að hún sé fyrir ákveðinn hóp. Það er eðlilegra að taka frekar út þá setningu. Ég ætla reyndar að breyta því núna --Salvör Gissurardóttir 15:26, 9 ágúst 2007 (UTC)