Spjall:Einföld algebra/Til hvers er algebra?
Bæta við umræðuÞað er ekki erfitt að finna sannfærandi rök fyrir þá sem ætla að læra vísindi eða hafa áhuga á vísindum um mikilvægi algebru. Hins vegar er ekki alveg ljóst hvernig það gagnast þeim sem ætla ekki að læra raungreinar í háskóla. Hér eru nokkrir tenglar sem gætu komið að gagni þegar þessi kafli verður skrifaður:
Stærðfræðinám kennir nemendum óhlutbundna, gagnrýna og rökræna hugsun. Þetta kemur öllum að gagni. Mig rámar í tilraun sem var gerð á nemendum sem skipt var í tvo hópa. Öðrum hópnum var sagt að hann væri gáfaður á meðan hinum var sagt að heilin væri eins og vöðvi sem hægt væri að þjálfa og að gáfur kæmu með æfingu. Eftir að hafa lært með þessar forsendur í huga voru báðir hópar prófaðir, sá hópur sem var sannfærður um að hann gæti breytt eigin ástandi með æfingu gekk betur. Ég þarf endilega að finna þessa grein aftur, væri ekki eðlilegt að segja lesandanum þetta? (Það þarf engin að svara þessu, ég er bara að hugsa upphátt ef svo má segja en þeir sem vilja taka þátt í að skrifa þetta mega að sjálfsögðu leggja orð í belg). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13:34, 11 ágúst 2007 (UTC)
Byrja umræðu um Einföld algebra/Til hvers er algebra?
Spjallsíður er þar sem maður spjallar um hvernig efnið á Wikibækur getur verið sem best. Þú getur notað þessa síðu til að byrja umræðu við aðra um hvernig má bæta Einföld algebra/Til hvers er algebra?.