Einföld algebra/Til hvers er algebra?

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Það er algengt að nemendur spyrji hver tilgangurinn með náminu. Þetta er örugglega algengara í stærðfræðinámi en öðru. Okkur finnst við oft vera að læra hluti sem eru ekki ýkja mikilvægir og muni örugglega ekki koma að gagni í framtíðinni. Hér ætlum við að reyna að svara þessari spurningu og reyna sannfæra lesandann um mikilvægi algebrunnar og tilgang hennar. Ef þú ert þegar sannfærður um mikilvægi hennar getur þú að sjálfsögðu sleppt þessum kafla.