Fara í innihald

Sænska/Lærðu sænsku 1/Inngangur

Úr Wikibókunum

Lærðu sænsku 1 | Kaflar: Inngangur | Stafróf og Framburður | 01 | 02 | 03 | 04 | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | 11 | 12 | 13
Sænska —— Lærðu sænsku 1 · Lærðu sænsku 2 / Tölum á sænsku 1 · Tölum á sænsku 2


Välkommen!

Velkomin(n) að þessari Wikibók um sænsku 1! Bókin er ætluð fyrir byrjendur sem vilja læra sænsku.


Almennt um sænsku

[breyta]

Sænska er norrænt mál sem aðallega er talað í Svíþjóð og nokkrum hlutum Finnlands, aðallega með ströndum Eystrasalts og á Álands eyjum, samanlagt nærri 9,5 milljónir sem tala tungumálið. Sænska er skyld dönsku og norsku. Stöðluð sænska (ríkissænska) er sameiginleg þjóðtunga sem varð til úr mállýskum Mið-Svíþjóðar á 19. öld og var endanlega formuð í byrjun 20. aldar. Þrátt fyrir að ríkismálið er allsráðandi í fjölmiðlum og skólum eru enn til sterkar svæðisbundnar mállýskur. Sumar þessar mállýskur eru talsvert frábrugðnar ríkismálinu bæði varðandi málfræði og orðaforða og margar nánast óskiljanlegar fyrir aðra. Nefna má gotlensku, skánsku, Älvdalsmål og finnlandssænsku. Allar þessar mállýskur eiga þó í vök að verjast gegn ríkismálinu (og finnsku í Finnlandi).

Ástæður þess að læra sænsku

[breyta]

Meðal ástæðna fyrir því að læra sænsku má nefna:

  • til að læra um sænsku menningu.
  • til að tala við sænskumælandi.
  • til að skilja sögu Sviþjóðar.
  • til að nýta á ferðum um lönd sem sænsku.
  • til að fá vinnu á íslandi eftir að mikilvægt er að kunna sænsku
  • til að bæta framburð með germönskum tungumálum.
  • til að kunna falleg tungumál.
  • ánægjan af því að kunna tungumál!

Er erfitt að læra sænsku?

[breyta]

Sænska er mjög létt. Málfræði er léttari en íslensku og framburður er svipaður dönsku og norsku.

Hvernig á að nota þessa kennslubók

[breyta]

Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað allt sem þú lest í hana, en það er mikilvægt upp á skilning að gera.

Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau 5 sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.

Seinna, þegar 'Verkefnabók' verður tilbúin í PDF, skaltu prenta hana og nota hana til æfinga.

Áður, á meðan, eða eftir að þú ert búinn með kaflann í dag, hlustaðu á sænsk útvörp hérna og smelltu á Foreign Radio Online. Þetta ætti að hjálpa þér að skilja talaða sænsku. Eða farðu á Svergies Radio og hlustaðu á WEBRADIO og þá smelltu P1, þau eru alltaf að tala á sænsku þarna.

Lærðu á þínum eigin hraða. Hægara er betra! Og mundu, 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á viku!

Gangi þér vel!


Efnisyfirlit