Notandaspjall:Arnason

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Velkomin(n) á íslensku Wikibækur!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsu kennslubækurnar. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja bók eru gagnlegar fyrir byrjendur.
  • Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Hjálpin hefur ýmsa gagnlega tengla.
  • Í pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikibókunum. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

Stefán Örvarr Sigmundsson 16:06, 4 ágúst 2007 (UTC)

Nokkur atriði[breyta]

Sæll! Það er ágætt að sjá að þú hefur tekið til hendinni. Eins og þú sérð væntanlega þá hefur einhver umræða átt sér stað varðandi þær síður sem þú hefur eytt. Það er svo sem í góðu lagi þar sem kerfið bíður upp á að lagfæra mistök. Nú eru það kannski mistök að minni hálfu að kynna þetta ekki betur fyrir þér, svo ég geri það bara núna. Ein meginregla Wikimedia verkefnanna er að vera ekki hræddur við að gera breytingar, svo ekki láta þér bregða þó ég geri nokkrar athugasemdir.

Í fyrsta lagi er ein undantekning á reglunni sem ég minntist á fyrst, en það er eyðing greina. Það er ekki eiginlega breyting svo við verðum að fara varlega í sakirnar. Að sjálfsögðu er í góðu lagi að eyða síðum sem eru augljóslega bull, en ef einhver hefur í góðri samvisku lagt hart að sér að búa til greinar ættum við að virða það og nota {{eyða}}-sniðið. Þetta gerum við með því að setja {{eyða|Ástæða fyrir eyðingu}} efst á þá síðu sem þú telur að eigi að eyða. Með þessu móti höfum við fyrirvara á eyðingunni og leyfum öðrum í samfélaginu að leggja orð í belg á spjallsíðunni áður en við eyðum síðunni. Þó svo að við höfum tólinn til þess að eyða síðum þýðir það ekki að við getum beitt þeim miskunarlaust.

Í öðru lagi þá ættir þú ekki að setja einhvern formlegan stimpil á reglur og leiðbeiningar sem þú þýðir eða býrð til. Hann setjum við ekki á fyrr en aðrir í samfélaginu hafa komist að samkomulagi og sem flestir eru sáttir (helst allir).

Ekki láta þessi mistök á þig fá, það er lítið mál að lagfæra þau. Það besta sem við getum gert er að læra af mistökunum. Gangi þér vel að breyta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 06:27, 8 ágúst 2007 (UTC)

Meldingar[breyta]

Vinsamlegast þýddu meldingar á Betawiki. Best væri að flestar meldingar væru eins á öllum verkefnunum svo það væri ef til vill hægt að eyða mest megninu af Kerfissíða:Allmessages. Auðvitað mæli ég með að þú farir fyrst yfir hvort orðalagið sé betra. Svo eru auðvitað til þýðingar sem eiga ekki heima annarstaðar nema á Wikibækur, svosem common.js edittools monobook.css noarticletext bara svona til að nefna þau sem ég fann. Endilega hafðu samband ef eitthverjar spurningar vakna. --Steinninn 2. september 2007 kl. 03:30 (UTC)Reply[svara]

Hvernig virkar þetta alltsaman ? Tómas A. Árnason 2. september 2007 kl. 17:23 (UTC)Reply[svara]
Þetta er aðeins of víðtæk spurning til að ég geti svarað henni í stuttu máli. Ég á erfit með að átta mig á hvað það er sem þú skilur ekki. Kannski að Betawiki Intro útskýri þetta eitthvað. --Steinninn 2. september 2007 kl. 18:11 (UTC)Reply[svara]

Your admin status[breyta]

Hello. I'm a steward. A new policy regarding the removal of "advanced rights" (administrator, bureaucrat, etc.) was adopted by community consensus recently. According to this policy, the stewards are reviewing administrators' activity on wikis with no inactivity policy.   You meet the inactivity criteria (no edits and no log actions for 2 years) on iswikibooks, where you are an administrator. Since that wiki does not have its own administrators' rights review process, the global one applies.   If you want to keep your rights, you should inform the community of the wiki about the fact that the stewards have sent you this information about your inactivity. If the community has a discussion about it and then wants you to keep your rights, please contact the stewards at m:Stewards' noticeboard, and link to the discussion of the local community, where they express their wish to continue to maintain the rights, and demonstrate a continued requirement to maintain these rights.   We stewards will evaluate the responses. If there is no response at all after approximately one month, we will proceed to remove your administrative rights. In cases of doubt, we will evaluate the responses and will refer a decision back to the local community for their comment and review. If you have any questions, please contact us on m:Stewards' noticeboard.   Best regards, Rschen7754 13. ágúst 2014 kl. 06:00 (UTC)Reply[svara]