Nólsey
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Björn Elíson
Staðsetning
[breyta]Nólsey er ein af eyjunum sem tilheyra Færeyjum. Eyjan er beint austur af Þórshöfn (höfuðstað Færeyja). Nafn eyjunnar er dregið af því að hún er löng og mjó og í suðurenda hennar er gat í gegnum bergið þannig að hún mynnir á nál. Orðið Nólsey merkir nálareyja. Til er sögn sem segir að eyjan beri nafn fyrsta ábúanda eyjarinnar og eru fræðimenn ekki sammála hvort er réttara. Einnig er talið að árið 1400 hafi nafnið verið skrifað Nors-oy sem gæti þýtt hin smáa eyja eða hin mjóa eyja. Um þetta má lesa á Færeysku síðunni um Nólsey.
Hér til hliðar má sjá kort af Færeyjum og er Nósley höfð rauð.
Færeyjar eru staðsettar við 62° norðlægrar breiddar. Landfræðilega má telja eyjarnar hluta af. eða öllu heldur framhald af Skotlandi, og er margt svipað líkt í náttúrufari beggja. Jarðfræðin styður einnig þessa skoðun, því að Færeyjar ásamt Orkneyjum, Hjaltlandi og Íslandi eru síðustu leifar af fornu landi, sem tengdi Skotland við Grænland á þriðju jarðöld. (Tertier tímabilinu).
Eyjarnar eru 18 talsins og hafa þær allar verið byggðar utan ein, Lítla Dímun. Hinar eyjarnar heita: Vogey, Straumey, Austurey, Mykines, Koltur, Hestur, Nólsey, Svíney, Fugley, Viðey, Konuey, Karlsey, Borðey, Skúfey, Sandey, Stóra Dímun og Suðurey. Eyjarnar eru litlar og er lengst til sjávar 5 km.
Strendurnar eru víðast hvar hálendar þar sem þær liggja fyrir opnu hafi. Víða er hengiflug, 100, 200,300 og allt upp í 800 metra. Víðast er einnig aðdjúpt. Sumstaðar eru fjörur, annað hvort hleinar eða urðir sem hafa myndast við hrun úr björgum en einnig finnast sandfjörur. Á þessi lýsing við um allar eyjarnar og þá ekki síst við um Nólsey en öll þessi einkenni er þar að finna.
Sagan
[breyta]Líkt og Ísland eru Færeyjar með mikla sögu. Grímur Kamban er fyrsti landnámsmaðurinn og nam hann land 825. Lengst af voru Færejar líkt og Ísland undir Noregskonungi en frá 1814 var Færeyjar hluti af Danmörku. Þá stjórnaði Danmörku, Íslandi og Grænlandi danskur kóngur.
Í dag eru Færeyjar með sjáfstjórn í flestum málum en tilheyra þó Danmörku. Uppi hafa verið raddir innan Færeyjar sem vilja algjört sjálfstæði frá Dönum. Alþingi Færeyjinga er mjög gamalt eða allt frá því 14 öld. Á meðfylgjandi mynd má sjá núverandi staðsetningu lögþingsins á Þinganesi (rauðu húsin) sem reist voru fyrir meira en 200 árum. Um lögþingið má lesa á hér (á færeysku).
Fólkið
[breyta]Um það bil 260 manns býr í Nólsey. Margir vinna á staðnum en einnig er stór hópur sem sækir vinnu til Þórshafnar. Einungis er um 20 mínútna sigling yfir sundið og ferðir nokkrum sinnum á dag (sjá ferða áætlun). Nólsey hefur alið af sér marga þekkta einstaklinga. Nólseyjar-Páll (11. oktober 1766 í Nólsoy - 1809) er þjóðhetja í Færeyjum en hann barðist fyrir niðurfellingu á höftum og einokunarverslun Dana. Nólseyjar-Páll sigldi og keypti vörur í trássi við ríkjandi yfirvöld á þeim tíma. Annar frægur Nólseyjingur er prinsessan sem þar bjó. Prinsessa þessi hét Marianna og var dóttir Jakobs konungs í Skotlandi. Marianna flúði frá Skotlandi til Nólseyjar með manni þeim sem hún ann hugástum. Pabbi hennar, konungurinn, var á móti þessum ráðhag og var það ástæðan að prinsessan flúði og settist að í Nólsey. Enn þann dag í dag má sjá tóftir þeirra húsa sem hún bjó í rétt fyrir utan aðalbyggðina í Nólsey og þar við er uppspretta sem kallast Prinsessukeldan og minnir okkur á viðburðaríka sögu um kærleika, hatur og trúfesti. Skrifað hefur verð ævintýri byggt á sögunni um prinsessuna.
Náttúran
[breyta]Náttúrunni svipar um margt til Íslands en þó er eftirtektarverður munur.
Nólsey er einna þekktust fyrir mikið fuglalíf og er þar að finna stærsta Stormsvöluvarp í heiminum. Þekktur fuglafræðingur og uppstoppari býr í Nólsey, Jens-Kjeld Jensen, og rekur þar ferðaþjónustu ásamt konu sinni. Hægt er að nálgast upplýsingar um hann og fugla í Færeyjum á heimasíðu hans (sjá hér).
Ekki er mikið um hávaxin tré enda er jarðvegur grunnur, grýttur víða og brattlendi mikið. Einungis er um 4% lands ræktað. Dýralíf er annars fábrotið ef frá er talið fuglarnir. Villt spendýr lifa þar engin utan snæhéra og mýs. Bæði mýsnar og hérarnir teljast í dag til sérstakrar tegundar. Skriðdýr lifa engin í eyjunni og fátt er af skordýrum í samanburði við nálæg lönd. Loftslag ef milt og njóta Færeyjar góðs af golfstraumnum. Vætusamt þykir þar, úrfelli og þokur tíðar. Nafn eyjanna ber með sér að fjárrækt og fjárbúskapur hafi löngum einkennt eyjarnar. Annar búskapur er lítill enda náttúran með þeim hætti að vart verður öðrum skepnum beitt en þeim sem kunna að fóta sig í fjallendi og bratta. Þrátt fyrir óblíða náttúru hafa Færeyjingar sótt sjóinn sér til viðurværis allt frá fyrstu tíð og þykja sjómenn með afbrigðum góðir. Sérstakt bátalag sem kennt hefur veið við eyjarnar þykir sérstaklega gott í slæmum straumi og illum sjó. Meðfylgjandi er mynd af slíkum bát sem kallast seksmannafar.
Tenglar
[breyta]Nýjustu fréttir Olivant Dimmalæting
Krossapróf
[breyta]Til að glöggva sig á hvort efnið hafi komist til skila er gott að taka lauflétt og skemmtilegt krossapróf.
Sama próf á Hot potatos formi.
Smelltu á spurningarmerkin og spreyttu þig á prófinu.
????????
Heimildir
[breyta]Oddvör Johansen. 1996. Kongsdóttirin í Nólsoy. Bókadeild Føroya Lærarafelags.
Hannes Pétursson. 1967. Eyjarnar átján. Bókaútgáfa menningarsjóðs. Reykjavík.