Danmörk

Úr Wikibókunum
Danski fáninn

Danmörk er eitt af Norðurlöndunum og minnst þeirra. Samt búa þar milli 5 og 6 milljónir manna. Landið er láglent og jarðvegurinn er mjög frjósamur, þess vegna er mikil ræktun þar og landbúnaður með því besta sem gerist í heiminum.


Danmörk skiptist í Jótland og eyjarnar. Jótland er stór skagi áfastur Þýskalandi og svo eru mörg hundruð eyjar í kring. Sú stærsta heitir Sjáland og á henni er Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Í Kaupmannahöfn, sem er mörg hundruð ára gömul borg, eru margir frægir staðir svo sem Tívolí, Kastrup flugvöllur, Litla hafmeyjan og konungshöllin Amalienborg.


Vegna þess hve margar eyjar eru í Danmörku hafa verið byggðar margar brýr milli þeirra. Sú lengsta er Stórabeltisbrúin milli tveggja stærstu eyjanna, Sjálands og Fjóns. Einnig hefur verið byggð brú milli Kaupmannahafnar og Máslmeyjar í Svíþjóð.


Í Danmörku er mikill iðnaður og hér á Íslandi eru seldar ótal vörur sem framleiddar eru og hannaðar í Danmörku.

Tívolí

Mörgum börnum finnst mjög skemmtilegt að ferðast til Danmerkur, því þar eru margir skemmtigarðar fyrir börn. Nægir þar að nefna Legoland, tívolí af ýmsum gerðum, margar útgáfur af dýragörðum og alls konar skemmtigörðum. Svo eru baðstrandirnar líka vinsælar á góðviðrisdögum.


Grænland og Færeyjar eru ennþá undir konungsríkinu Danmörk en Ísland fékk sjálfstæði sitt undan Danmörku árið 1944. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vinaþjóðir og eiga margt sameiginlegt.
Verkefni:[breyta]

  1. Hvað heitir höfuðborg Danmerkur ?
  2. Á hvaða eyju er höfuðborgin ?
  3. Hvaða stóri alþjóðlegi flugvöllur er í Kaupmannahöfn ?
  4. Hvers vegna heldur þú að landbúnaðurinn og öll ræktun sé svona mikil í Danmörku?
  5. Danmörk á landamæri að einu öðru landi, hvað land er það ?
  6. Hvaða ár fékk Ísland sjálfstæði sitt frá Danmörku aftur ?
  7. Finndu kort af Danmörku og skoðaðu hvar brýrnar yfir Stórabelti og milli Danmerkur og Svíþjóðar eru.
  8. Næst þegar þú ferð í búðir, gáðu þá að því hvort þú sjáir einhverjar vörur sem eru frá Danmörku.
  9. Ef þú hefur komið til Danmerkur, segðu þá frá þeirri ferð í stuttu máli. Ef ekki, skrifaðu þá smá pistil um hvað þig mundi langa til að sjá, ef þú færir þangað.
  10. Teiknaðu og litaðu danska fánann.