Fara í innihald

Matreiðslubók/Pítsusósa

Úr Wikibókunum

Pítsusósu þessa má meðal annars nota á pítsur og pítsusnúða eða í hina ýmsu pastarétti.

Aðferð og innihald[breyta]

 1. Eftirfarandi steikt saman í potti:
  • 1 msk. olía
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  • 1/4 fínt saxaður laukur
  • 1/4 fínt söxuð paprika
 2. Neðangreindu bætt út í og allt látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur:
  • 1 dl. tómatpúrra
  • 2 msk. tómatsósa
  • 1 tsk. óreganó
  • 1/2 grænmetiskraftur
  • 1 msk. sykur (gefur þetta eina sanna ítalska bragð)
  • Basilíka og timían eftir smekk