Fara í innihald

Ljósmyndun

Úr Wikibókunum

Ljósmyndun[breyta]

Ljósmyndun (e. Photography) er aðferð til að festa á varanlegt form myndir af umhverfinu með ljósmyndavél. Notast er við vélræna, ljósfræðilega, efnafræðilega og/eða stafræna aðferð við að safna endurköstuðu ljósi í stuttan tíma með linsu og varpa því á ljósnæman flöt, t.d. filmu inni í myndavélinni. Með eftirvinnslu á ljósnæma fleti myndavélarinnar (framköllun á filmu) fæst ljósmynd sem „tekin“ var með myndavélinni. Með þessu er átt við að teikna það sem ljóseindirnar (e. Photons) endurskína. Orðið ljósmyndun er álíka samsett úr orðunum líkt og í ensku en ljós (e. Photo) og sögninni mynda (e. Graphy) og felst merkingin í því að búa til mynd úr ljósi. Í nútíma ljósmyndun eru þrír þættir sem hafa áhrif á ljósmyndunarferlið þ.e. hraðinn á lokara ljósopsins, ljósnæmni og stærð ljósopsins.

Ljósmyndarar árið 1919

Camera Obscura[breyta]

Camera Obscura kemur úr latínu sem þýðir „Dimmt Hólf“ en það er þegar bygging eða tjald sem hleypir engu ljósi inn nema í í gegnum gat, sem er álíka og títuprjónn í þvermáli. Þeim ljósgeisla er svo varpað á flöt sem sýnir nákvæma eftirmynd af umhverfinu fyrir utan bygginguna/tjaldið nema á hvolfi. Seinni útfærslur af Camera obscura voru í smærri útgáfum s.s. meðalstórir viðarkassar með speglum inn sem varpa endurspegluninni „rétta“ á flöt sem viðkomandi gat skoðað eða teiknað eftir. Hockney-Falco ritgerðin hefur haldið því fram að listmálarinn Johannes Vermeer og hans kollegar á undan í Endurreisninni (e. Renaissance) hefðu notfært sér útfærslu af Camera Obscura til þess að gera ítarlegri myndir, það útskýri þær skyndilegu framfarir sem áttu sér stað á þeim tímapunkti[1].

Daguerre aðferðin[breyta]

Ljósmyndir sem framkallaðar eru með þessari aðferð eru oft nefndar Daguerreóljósmyndir eða Daguerreótýpur. Aðferðin nefnist í höfuðið á Frakkanum Louis Daguerre sem uppgötvaði hana á fjórða áratug nítjándu aldar. Árið 1829 hóf hann samstarf við uppfinningarmanninn Nicéphore Niépce um að betrumbæta aðferðina. Niépce lést þann 5. júlí 1833, en hélt Daguerre áfram starfi sínu og tókst loksins ætlunarverk sitt. Daguerre aðferðin nefnist ein af fyrstu aðferðunum til að framkalla ljósmyndir og var upphafið að þeirri framköllunaraðferð sem enn er notuð. Um áratug frá stofnun samstarfsins síns við Niépce fékk hann einkaleyfi fyrir henni 1839. Teknar voru margar portrettmyndir með þessari aðferð, allar götur til ársins 1860. Þegar það kom að því taka ljósmyndir með Daguerre aðferðinni þurfti fyrirsæturnar að sitja lengi í sömustellingunni og bíða. Það var vegna þess að fyrstu linsur ljósmyndavéla Daguerre aðferðarinnar hleyptu litlu ljósi inn, þvermál ljósopsins mjög mjótt og ljósnæmni efnisins á Daguerre plötunni var ekki hátt. Portett myndir teknar með Daguerre aðferðinni voru því oft mjög skarpar af þessum sökum en mjög viðkvæmar fyrir hnjaski. Þess má geta að Þjóðminjasafn Íslands á besta safn af daguerreótýpum á Íslandi.

Filmuljósmyndun[breyta]

Til þess að hafa ljósmyndurnarefnið fyrirferðaminna og sveigjanlegra þá koma George Eastman með fyrstu filmurúlluna sem var með pappír sem undirlag árið 1885. Árið 1889 þá var pappírslagið skipt fyrir plast en ljósnæma ljósmyndunarefnið var úr nítrat filmu. Fyrsta myndin í lit var tekin rétt eftir aldamótin 1900 en uppfinningin var einkaleyfisvarin árið 1903 og sett á markað 1907. Árið 1908 þá var sellólósa acetate notað sem var kallað öryggisfilma en nítrat filman var eldfim[2]. Frönsku bræðurnir Louis Jean og Auguste Marie Louis Nicholas Lumière voru miklir uppfinningamenn og faðir þeirra rak ljósmyndastofu þar sem þeir unnu. Þeir fengu því mikinn áhuga á ljósmyndun og fundu upp margvísleg tól sem urðu mikilvægir hlekkir í þróunarsögu ljósmynda og kvikmynda. Litfilman Autochrome Lumière var sú eina sem var á markaðnum þar til 1935 þegar Kodak setti Kodachrome á markaðinn, en sú filma átti langan sess hjá ljósmyndurum um allan heim. Kodachrome vörulínan var hætt í framleiðslu í kringum 2010 en hún er talin með þeim fremri vörutegundum vegna fínna korna og líflegra lita í filmunni.

Stafræn ljósmyndun[breyta]

Frá árinu 2000 hefur stafræn ljósmyndun að miklu leyti komið í stað ljósmyndunar á filmu. En þá er notuð örflaga í stað filmunnar áður til að safna ljósi frá myndefninu og ljósmagn og litur hverrar myndeiningar er vistað á stafrænt í minniskorti myndavélarinnar. Stafræn ljósmyndun hefur þann kost að mögulegt að skoða myndina skömmu eftir að hún er tekin og vinna hana áfram í tölvu með stafrænni myndvinnslu.

Krossapróf[breyta]

1 Í nútíma ljósmyndun er helstu áhrifaþættirnir?

Hraðinn á lokara ljósopsins
Ljósnæmni
Stærð ljósopsins
Öll fyrrnefnd atriði

2 Camera Obscura er fyrirbæri sem?

Myndin sem er úr fókus
Myrkvað hólf sem hleypir ljósi í gegn sem varpar hvolfaða mynd á flöt
Myrkvað hólf sem hleypir ljósi í gegn sem varpar rétta mynd á flöt
Gölluð ljósmynd

3 Louis Daguerre skóp Daguerre ljósmyndunaraðferðina. Hvaða ár fékk hann einkaleyfi fyrir aðferðinni?

1839
1829
1833
1860

4 Hvaða ár kom ljósmyndafilma í lit á markað?

1889
1885
1907
1935


Heimildir og ítarefni[breyta]

  1. Snyder, Laura J. (2015). Eye of the Beholder. ISBN 9780393246520.
  2. "1878-1929". Eastman Kodak. 2015. Archived from the original on 23 August 2015. Retrieved 8 August 2015.