Ísland

Úr Wikibókunum

Höfundur Silja Pálmarsdóttir

Námsefnið hér fyrir neðan er ætlað útlendingum sem eru að læra íslensku.

Landið[breyta]

Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103.000 km² að stærð, næststærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um 355.000 manns. Þar eru tugir virkra eldfjalla og ber þar helst að nefna Heklu (1491 m) og Eyjafjallajökul (1666 m). Miðhálendið þekur um 40% landsins. Um það bil 10% eyjarinnar er undir jöklum. Á Íslandi eru hverir víða, og gnótt jarðhita færir íbúunum heitt vatn, sem meðal annars er notað til húshitunar.

Ísland er önnur stærsta eyja Evrópu, á eftir Bretlandi. Eyjan er vogskorin, og flestir bæir standa við firði, víkur og voga. Helstu þéttbýlisstaðir eru höfuðborgin Reykjavík, Keflavík, þar sem einn af alþjóðlegum flugvöllum landsins er, og Akureyri.

Ísland liggur á tveimur jarðskorpuflekum, Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum. Landið telst sögulega til Evrópu.

Landnámabók segir frá hvernig landnám Íslands hófst kringum árið 874 þegar Ingólfur Arnarson nam hér land, þó aðrir hefðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er landnámsöld. Ísland komst með Gamla sáttmála undir vald Noregs árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og Dana til ársins 1918, þegar það hlaut fullveldi. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944.

Lýðveldi og þjóðhátíðardagur[breyta]

Lýðveldisstofnunin átti sér stað á fyrri hluta ársins 1944. Alþingi ályktaði 25. febrúar 1944 um að slíta formlega konungssambandinu við Danmörku í samræmi við sambandslögin frá 1918 og stofna lýðveldi. Lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og er það þjóðhátíðisdagur Íslendinga.

Íslenski fáninn[breyta]

Fáninn er svokallaður krossfáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn.

Þjóðsöngur[breyta]

Þjóðsöngur Íslendinga er („Ó, Guð vors lands“) við sálm eftir Matthías Jochumsson.

Norræn goðafræði[breyta]

Norræn goðafræði er samnefni yfir goðafræði þeirra heiðnu trúarbragða sem voru áður fyrr iðkuð á Norðurlöndum öllum og áhrifasvæðum þeirra. Hún er þekktasta grein germanskrar goðafræði. Trú á hana lagðist víðast hvar af um það leyti sem kristni breiddist yfir Norðurlönd. Í dag er trúin stunduð á Íslandi og víða erlendis undir heitinu ásatrú. Ásatrúarfélagið er skráð trúfélag á Íslandi. Goð skiptast í tvær fylkingar, æsi og vani. Ættfaðir ása er Óðinn, sonur Bors og Bestlu. Óðinn er æðstur guðanna, hann er guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar. Óðinn er andinn og lífskrafturinn í öllu sem hann skapaði.


Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi og Mímir

Vanir: Njörður, Freyja og Freyr

Ásynjur: Frigg, Iðunn og Sif

Heimildir[breyta]

Ísland - grein á Wikipedia

Fáni Íslands - grein á Wikipedia

Norræn Goðafræði - grein á Wikipedia

Krossapróf[breyta]

1 Hvað er Ísland stórt?

103.000 km2
500 km2
200.000 km2
10 km2

2 Hvað er rétt fullyrðing á íslenska fánanum?

íslenski fáninn er svartur á litinn
litirnir tákna fjallablámann, ísinn og eldinn
íslenski fáninn er eins og danski fáninn
litirnir eru fjórir

3 Ísland er

önnur stærsta eyja Evrópu
ekki hluti af Evrópu
ennþá hluti af Danmörku
með lítið af eldfjöllum

4 Hvað af eftirfarandi er EKKI goði í norrænni goðafræði?

Óðinn
Þór
Ísak
Freyja

5 Lýðveldi á Íslandi var stofnað

2007
1488
1905
1944


Spurningar[breyta]

  • Hvaða staði hefur þú séð á Íslandi?
  • Áttu einhvern uppáhaldsstað?
  • Hvernig eru hús hituð upp á Íslandi?
  • Á hvaða tveimur landskorpuflekum liggur Ísland á?

Lærum um Ísland, staðsetningar og heiti[breyta]

Kort af Íslandi


Verkefni[breyta]

1. Tengja myndirnar hér að neðan við staði sem þið sjáið á kortinu og skrifið nafnið

2. Skrifið nöfnin á landshlutunum

3. Hvað er þetta og hvar á Íslandi finnum við þessa staði?