Ljóðhrif/Ljóðagerð

Úr Wikibókunum

Skrifaðu ljóðið þitt fyrir neðan

Smelltu á þessa síðu hér fyrir neðan og bættu þínu ljóði við.

Þegar ég fór til afa og ömmu var ég svo glaður þegar ég sá köku

---Óli---

Í sumar, ætla ég að leika mér

sveitt og sæl í grasinu

Ég dreg andann og held áfram

í vetrinum



Allt í einu varð allt bjart

í dag er allt í lit

ég geng og geng í lit

í leit af þér


Svarthvít veröld

veröld í lít

fannhvít fjöllin

geyma fjarsjóð sumarsins



Í hvert spor

merki ég þig

hér spretta laukar og gala gaukar

en enginn laukur og enginn gaukur

er sem þú

ég snerti þig

vef fingrum, um þína

augnablik, er allt kyrrt

ég dreg andann

geng burt


Ný veröld, ný veröld

hver var að kvarta yfir því, að ekkert sumar kæmi

var það þú, langt langt, í huga mér

það færist bros yfir varir mínar

þegar ég hugsa um þig.

Ég teygi hönd mína

og í endurminningunni

finn ég að þú tekur

um hana

það er vetur, snjór yfir öllu ég í blárri kápu

þú á lakk skóm

í bleytunni