Fara í innihald

Ljóðhrif

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur:Guðbjörg Lilja Pétursdóttir

Þetta er wikilexía um ljóð og með henni er undirsíðan Ljóðagerð en þar er ætlast til að notendur geti skrifað inn sín ljóð.

Inngangur

Landslagsmynd eftir Philipp Jakob Loutherbourg

Hvers vegna upplifa menn ólíkar tilfinningar, þegar ljóð eru lesin? Sennilega er það vegna þess, að engin manneskja er eins, og engin lífsreynsla er eins. Oftast setur lesandinn sig í spor ljóðmælandans, og upplifir, þar af leiðandi, tilfinningar út frá sínum, forsendum og sinni lífsreynslu.

Efni ljóðsins og innihald, getur haft svipuð áhrif á lesandan. Náttúrulýsingar geta t.d. valdið líkum hughrifum. Þegar verið er að lýsa, sólarlagi, þá hrífast flestir af fegurðinni, sem því fylgir, að sjá roðan á himni og á sjó, og um leið, fer ef til vill, í gegnum huga lesandans, að eitthvað er að taka enda, í þetta sinn, og því fylgir ángurværð.

Markmiðið með ljóðlist er að lýsa áveðinni hugsun og tilfinningu skáldsins á veruleikanum, sem ljóðmælandinn upplifir, og gefur um leið, lesandanum tækifæri á að upplifa sínar tilfinningar, og sína sýn, á sama veruleika.

Talað er um óhefðbundin ljóð og hefðbundin ljóð. Hefðbundnu ljóðin tilheyra oftast, eldri skáldum, meðan nútímaskáld, yrkja meira óhefðbundið.

Munurinn, má segja að liggi oftast í hrynjandanum, hefðbundnu ljóðin ríma og eru þjál í munni, orðin renna mjúkt fram, og verða að fögrum hljómi, angurvær hljómur, oft á tíðum. Óhefðbundnu ljóðin eru harðari í munni, og lýsa oft harðari veruleika. Raunveruleikinn er naprari, það er ekki verið að skafa af hlutunum, þeir eru hafðir eins og þeir eru, engin rómantík, sem umhvefur andrúmsloftið, eins og oft er, hjá gömlu rómantísku skáldunum.


Hefðbundin ljóð

Hefðbundin ljóð eru með föstum hrynjanda, rími og höfuðstöfum, skoðum eitt ljóð með þessum einkennum, fyrsta erindið í ljóðinu,

Mamma ætlar að sofna eftir Davíð Stefánssnon,

Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.

(Skólaljóð, Kristján J Gunnarsson)


Ljóð, eftir Halldór Kiljan Laxnes, fyrsta erindið

Íslenskt vögguljóð á hörpu

Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.

(Karlakórinn, Fóstbræður, 2007)


Ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson


Smaladrengurinn
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Ég skal gæta þín.


Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng

(Skólaljóð, Kristján J Gunnarsson)

Óhefðbundin ljóð

Ljóðið: Sorgin eftir Steinunni Sigurðardóttir má flokka undir óhefðbundið ljóð:

Sorgin var berrössuð stelpa
hljóp út og inn.
Nú er hún hætt því
ía úa æ ó

Er orðin síðbrjósta kellíng
og neitar að fara.

(Perlur, 1999)


Hér er ekkert rím eins og sjá má eða höfuðstafir, þetta má segja að sé frjálst form, en myndmálið er litríkt

Annað ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur,

Ég sakna ekki þess sem var
ég trúi ekki á fegurð
fortíðarinnar
en draumanna
minnist ég með trega
nú þegar kólnar og dimmir
og bilið vex
milli þess sem er
og þess sem átti að verða

(Íslensk bókmenntasaga, bls. 166)


(Nostalgía í ljóðabókinni Nú eru aðrir tímar, 1989)

Heimildir

Silja Aðalsteinsdóttir (2006). Formbylting og módernismi, í Íslenskri Bókmenntasögu, bls.166. Mál og menning.

Skólaljóð, Kristján J. Gunnarsson, valdi ljóðin, teikningar eftir Halldór Pétursson. Ríkisútgáfa námsbóka gaf út.

Óskar Ó. Halldórsson (1972). Bragur og ljóðstíll. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, gaf út.

Perlur (1999). Úr ljóðum íslenskra kvenna, Silja Aðalsteinsdóttir, valdi ljóðin, önnur prentun, Hörpuútgáfan gaf út.

Karlakórinn, Fóstbræður (2007). Vortónleikar, í Langholtskirkju 27. 30. og 31. mars í Viðistaðakirkju. (Bæklingur)

Eigin ljóð

Smelltu á þessa síðu hér fyrir neðan til að bæta við þínu ljóði:

Ljóðagerð