Kosta Ríka
| |||||
Kjörorð: ¡Pura vida! (spænska: Þetta er lífið!) | |||||
Þjóðsöngur: Noble patria, tu hermosa bandera | |||||
Höfuðborg | San José | ||||
Opinbert tungumál | spænska (opinbert), (enska við ströndina) | ||||
Stjórnarfar | Lýðveldi Abel Pacheco | ||||
Sjálfstæði frá Spáni |
15. september 1821 | ||||
Flatarmál |
125. sæti 51.100 km² 0,7 | ||||
Mannfjöldi • Samtals (2005) • Þéttleiki byggðar |
122. sæti 4.075.261 81,4/km² | ||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2005 41.967 millj. dala (78. sæti) 9.887 dalir (65. sæti) | ||||
Gjaldmiðill | colón (CRC) | ||||
Tímabelti | UTC-6 | ||||
Þjóðarlén | .cr | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 506 |
Leiðbeiningar
[breyta]Þetta verkefni er hugsað fyrir grunnskólanema sem eru búnir að læra eitthvað í ensku. Það væri til dæmis tilvalið fyrir 7.bekk að leysa þetta verkefni.Eftirfarandi upplýsingar fann ég á upplýsingavef CIA leyniþjónustu Bandaríkjanna. Lesið textann og svarið spurningum. Eftir að þið hafið lokið verkefninu þá eigið þið að fara á vef CIA og velja ykkur land og gera samskonar verkefni og þetta.Verkefninu á að skila á wikibooks.
Saga Kosta Ríka
[breyta]Það var landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus sem fann Kosta Ríka í September 1502 og gerði Kosta Ríka að spænskri nýlendu. Kosta Ríka var nýlenda Spánverja í kringum 250 ár. Árið 1821 varð Kosta Ríka sjálfstætt ríki. Stjórnarfarið í Kosta Ríka er Þingbundið lýðveldi með forseta.
Almennt
[breyta]Kosta Ríka er staðsett í Mið-Ameríku. Það liggja tvö lönd að Kosta ríka, norðan við Kosta Ríka er Nikuragua en sunnan við er Panama.Það liggja tvö höf að Kosta Ríka Karabíska hafið að austanverðu og Norður-Kyrrahaf að vestanverðu. Kosta Ríka er 51.100 ferkílómetrar að flatarmáli. Íbúafjöldi í Kosta Ríka er ca 4.075.261( Júlí 2006). Flestir íbúar Kosta Ríka eru Kaþólskir(ca75%). Opinbera tungumálið í Kosta Ríka er spænska einnig er töluð örlítil enska.Höfuðborgin heitir San Jose og er jafnframt stærsta borgin. Kosta Ríka er eitt fárra landa í heiminum sem er ekki með her.Landið er stundum kallað Sviss Mið-Ameríku.
Atvinnuvegir
[breyta]Efnahagslífið í Kosta Ríka er stöðugt, það byggist að mestu leyti á ferðamannaiðnað, landbúnað og útflutning á raftækjum. Fátækt hefur minnkað undanfarin 15 ár og í landinu er sterkt félagslegt net. Helstu landbúnaðarvörur sem Kosta Ríka flytur út eru:Kaffi,bananar,sykur, Korn,hrísgrjón,baunir,kartöflur,nautakjöt og timbur. Lágt verð á kaffi og banönum hefur haft slæm áhrif á efnahaginn í Kosta Ríka.
Bjargir
[breyta]https://www.cia.gov/cia/publications/factbook/
Höfundur
[breyta]Haukur Snær Baldursson haukbald@khi.is