Fara í innihald

Spánn

Úr Wikibókunum

Spánn

Kynning: Fyrirhuguð er ferð til Spánar, flogið verður til Barcelona á mánudegi og flogið til baka frá Malaga viku seinna. Spánn er fjölbreytt og spennandi land sem býður upp á rosalega margt.

Þetta verkefni er ætlað nemendum á unglingastigi grunnskólans.

Verkefni Nemendur vinna saman í 4 manna hópum. Þeir eiga að fræðast um Spán og undirbúa ferðalagið sitt vel. Hvernig á að komast frá Barcelona til Malaga á viku, hvað á að skoða og gera í ferðinni. Nemendur verða að kynna sér menningu, siði og venjur Spánverja svo þeir verði sér ekki til skammar á ferðalaginu.

Ferli

 1. Verkefnið er kynnt fyrir nemendum
 2. Nemendur finna kort af Spáni og fara yfir leiðina sem á að fara
 3. Finna út hvaða ferðamáti er bestur
 4. Kynna sér menningu, siði og venjur
 5. Nemendur verða að skrá allt hjá sér og útbúa skýrslu
 6. Skýrslu skilað til kennara
 7. Kynning á ferðinni

Hlutir sem þurfa í það minnsta að koma fram í verkefninu:

 • Stærð lands og mannfjöldi
 • Helstu borgir
 • Tungumál
 • Gjaldmiðill
 • Helstu samgöngur
 • Veðurfar
 • Helstu hátíðir
 • Trúarbrögð

Bjargir

á íslensku

Mat Hópurinn fær sameiginlega einkunn fyrir skýrsluna og kynninguna. Metið verður útfrá því hvort öll þau atriði sem beðið er um komi fram og hversu vel er staðið að efni aukalega við það.

Niðurstöður Eftir leiðangur sem þennan ættu nemendur að hafa góða þekkingu á landinu. Einnig ætti þetta að vera góð reynsla fyrir þau í að skipuleggja ferðalög til Spánar og ferðalög yfirleitt. Þetta kemur sér vel fyrir nemendur að læra að afla sér upplýsinga á internetinu.