Jöklarannsóknafélag Íslands

Úr Wikibókunum

Höfundur: Alexander Ingimarsson

Eyjafjallajökull

Um félagið[breyta]

Jöklarannsóknafélag Íslands var stofnað í nóvember 1950, til að stuðla að rannsóknum á Íslenskum jöklum. Markmið þess er rannsóknir á jöklum og næsta nágrenni þeirra. Nánar segir um markmið félagins í 2. grein laga þess: “Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul ásamt fréttabréfi og gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum”. Starf félagsins byggist á sjálfboðavinnu og tekst þannig að virkja hóp áhugafólks. Sú samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur félagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi. Félagar í Jöklarannsóknafélaginu eru um 500.

Félagið gefur út tímaritið Jökul stendur fyrir rannsóknarferðum og skemmtiferðum og heldur fræðslufundi . Félagið á skála á sex stöðum á og við jökla landsins. Helstu bækistöðvar félagsins í óbyggðum eru á Grímsfjalli á Vatnajökli og í Jökulheimum við Tungnaárjökul.


Skálar[breyta]

Skálar Jöklarannsóknafélagsins hafa verið byggðir með þarfir rannsókna á jöklum að leiðarljósi. Fyrstu skálarnir, á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum voru reistir sumarið 1951. Síðan hafa bæst við fleiri skálar en aðalaðstaða félagsins er á Grímsfjalli við Grímsvötn og í Jökulheimum við Tungnaárjökul. Alls á félagið 12 hús á 7 stöðum. Öll húsin utan eitt eru á eða við Vatnajökul. Þessi eini skáli sem er ekki við eða á Vatnajökli er skálinn Kirkjuból á Fjallkirkju í Langjökli. Erfiðlega gengur að halda þessum húsum í góðu lagi vegna staðsetninga þeirra í einhverjum mestu veðravítum landsins.Ítarefni[breyta]

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: