Fara í innihald

Hnefatafl/Hnefatafl í íslenskum fornritum

Úr Wikibókunum


Hellarista frá Svíþjóð sem sýnir menn að spila hnefatafl.

Í Hervararsögu eru vísnagáturnar Gátur Gestumblinda en þar kemur Óðinn á fund Heiðreks konungs í líki mannsins Gestumblinda og leggur fyrir hann gátur. í tveim gátum er spurt um hnefatafl:

Hverjar eru þær brúðir
er um sinn drottinn
vopnlausar vega.
Hinar jarpari (dekkri) hlífa
um alla daga
en hinar fegri (ljósari) fara?

Konungur ræður gátuna svo í einu handriti: "Góð er gáta þín Gestumblindi. Getið er þeirra. Það er hneftafl. Hinar dökkri verja hnefann en hvítar sækja" en í öðru handriti stendur "það er hneftafl, töflur drepast vápnalausar um hnefann ok fylja honum hinar rauðu".

Hvað er þat dýra,
er drepr fé manna
ok er járni kring utan.
Horn hefur átta
en höfuð ekki
ok rennur, er má?

Konugungur ræður gátuna þanið að líklega er átt við tening sem kastað er í hneftafli: "Góð er gáta þín Gestumblindi. Getið er þeirra. Það er húnn í hnefatafli. Hann heitir sem björn. Hann rennur þegar honum er kastað".

Í Völuspá er upphafi fyrir Ragnarök lýst þannig að Æsir hafi teflt teitir í túni og að eftir Ragnarök munu undursamlegar gullnar töflur finnast í grasi.

Í Ragnars sögu loðbrókar tefla synir Ragnars hneftafl þegar þeim berst frétt um lát föður síns. Í Friðþjóðs sögu frækna frá 14. öld er talað um hneftafl. Hnefinn virðist hafa verið aðalmaður spilsins og með honum eru jarpar (rauðar) töflur sem verja hann en ljósar töflur sækja að honum. Teningum virðist hafa verið kastað og það ráðið hvaða menn voru drepnir.