Hnefatafl/Ýmis afbrigði af hnefatafli

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Ýmis afbrigði og tilbrigði eru til af hnefatali. Sem dæmi útgáfa af tafli sem skylt er hnefatafli var spilað í Lapplandi í Norður-Svíþjóð. Grasafræðingurinn Carolus Linnaeus lýsir því í frásögn af ferðum sínum um Lappland árið 1732. Það heitir tablut. Tablut er leikið á borði með 81 reit eða 9 reitir á hvern kant. Með öðru liðinu er kóngur og hann stendur á miðjureit og honum fylgja 8 Svíar sem standa á skyggðu reitunum kringum hann. Í hinu liðinu eru 16 Rússar sem deilt er á fjóra staði. Allir mennirnir hafa sama gang sem er eins og hrókur í skák. Sá sem hefur kónginn reynir að koma honum út á jaðar spilaborðsins. Maður er drepinn þannig ef tveir menn andstæðings fara á næstu reiti beggja vegna við hann og er sá sem drepin var þá tekinn af spilaborðinu.

Spilaborð ýmissa afbrigða[breyta]