Hjálp:Töflur

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Að búa til töflur með Wikimáli gæti sýnst flókið við fyrstu sýn.

En þegar betur er að gáð er það ekki mjög flókið.

Við byrjum á því að opna töfluna, með {|. Þessir tveir stafir jafngilda "<table>" kóðanum í HTML. Til þess að búa til töflu með 5 röðum og 5 dálkum gerum við eftirfarandi

{| <!-- Opnar töflunar -->
|1||2||3||4||5
|- <!-- Býr til nýja röð -->
|2||3||4||5||1
|-
|3||4||5||1||2
|-
|4||5||1||2||3
|-
|5||1||2||3||4
|} <!-- Lokar töflunni -->
1 2 3 4 5
2 3 4 5 1
3 4 5 1 2
4 5 1 2 3
5 1 2 3 4

|- jafngildir </tr><tr> HTML mörkunum. Gildi taflna eru sett í töfluna á milli þverpípanna.

Töfluhaus[breyta]

Til þess að fá haus á töfluna þurfum við að nota ! . Hausar eru settir í töfluna á milli upphrópunnarmerkjanna.

T.d

{|
!Nafn!!Aldur
|-
|Jón||25
|}
Nafn Aldur
Jón 25

CSS-klasar[breyta]

Til þess að setja töfluna í ákveðin CSS-klasa setjum við HTLM mörk fyrir aftan fyrstu þverpípuna í töflunni. t.d

{| class="prettytable"
!Nafn!!Aldur
|-
|Jón||25
|}
Nafn Aldur
Jón 25

Í wikibókinni HTML undir kaflanum Töflur er fjallað um þá eiginlega sem töflur nota.