Fara í innihald

Hjálp:Töflur

Úr Wikibókunum

Að búa til töflur með Wikimáli gæti sýnst flókið við fyrstu sýn.

En þegar betur er að gáð er það ekki mjög flókið.

Við byrjum á því að opna töfluna, með {|. Þessir tveir stafir jafngilda "<table>" kóðanum í HTML. Til þess að búa til töflu með 5 röðum og 5 dálkum gerum við eftirfarandi

{| <!-- Opnar töflunar -->
|1||2||3||4||5
|- <!-- Býr til nýja röð -->
|2||3||4||5||1
|-
|3||4||5||1||2
|-
|4||5||1||2||3
|-
|5||1||2||3||4
|} <!-- Lokar töflunni -->
1 2 3 4 5
2 3 4 5 1
3 4 5 1 2
4 5 1 2 3
5 1 2 3 4

|- jafngildir </tr><tr> HTML mörkunum. Gildi taflna eru sett í töfluna á milli þverpípanna.

Töfluhaus

[breyta]

Til þess að fá haus á töfluna þurfum við að nota ! . Hausar eru settir í töfluna á milli upphrópunnarmerkjanna.

T.d

{|
!Nafn!!Aldur
|-
|Jón||25
|}
Nafn Aldur
Jón 25

CSS-klasar

[breyta]

Til þess að setja töfluna í ákveðin CSS-klasa setjum við HTLM mörk fyrir aftan fyrstu þverpípuna í töflunni. t.d

{| class="prettytable"
!Nafn!!Aldur
|-
|Jón||25
|}
Nafn Aldur
Jón 25

Í wikibókinni HTML undir kaflanum Töflur er fjallað um þá eiginlega sem töflur nota.