Húsavík

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Húsavík er kaupstaður sem stendur við samnefnda vík sem skagar inn í vestanvert Tjörnes en það er einn af skögunum sem skaga út í Norður-Íshafið frá norðanverðu Íslandi. Húsavík er talin hafa hlotið nafn sitt af húsum þeim sem hinn sænski Garðar Svavarsson og hans fylgdarlið á að hafa reist þar í víkinni vegna vetursetu sinnar þar um 870 eða nokkrum árum áður en Ingólfur Arnarson nam land í Reykjavík. Þegar Garðar var um það bil að láta í haf eftir veturinn sleit frá skipi hans bát sem á voru Náttfari, þræll og ambátt. Nú er þetta orðalag þar sem greint er frá þessu svo óljóst að ekki verður nú greint í sundur hvort á báti þessum voru 2 eða 3 manneskjur, Náttfari þessi sem varð eftir á Íslandi og ambáttin einnig og jafnvel þræll (nema Náttfari hafi verið þrællinn sem um var að ræða). Náttfari nam land í Reykjadal í fyrstu og ,,merkti á viðum" eins og segir í gömlum sögum. Mögulegt er að nafnið á Vestmannsvatninu sem er á mörkum Reykjadals og Aðaldals sé frá Náttfara komið og hefur hann þá verið Vestmaður eða með öðrum orðum upprunninn á einhverri Bretlandseyja. Þegar fleiri norrænir menn fóru að nema Norðurland var Náttfari rekinn burt úr Reykjadal og settist hann þá að í Náttfaravíkum vestan Skjálfandaflóa, gegnt Húsavík. Hér má finna tengil á [1] vefsíðu sveitarfélagsins Norðurþings sem Húsavík er hluti af og jafnframt stærsti þéttbýliskjarninn.