Hártíska síðustu aldar
Jóna Draumey Hilmarsdóttir, Jóhanna Fylkisdóttir
Hártíska hefur verið margbreytileg á síðustu öld. Tískan getur verið hluti af persónu smekk, tísku og snyrtivörum, Elsta þekkta myndin um hárgreiðslu er ca fyrir 30.000 ár síðan. Í fornu siðmenningum var hár kvenna oft vandað og vandlega greitt á sérstakan hátt. Á heimsveldi Rómverja, klæddu konur hárið sitt í flóknum stílum. Frá rómverska heimsveldið til miðalda, létu flestar konur hárið vaxa náttúrulega og voru ekki að klippa það. Á rómverska heimsveldinu og á 16. öld í vestræna heimi, voru konur með hárið í ákaflega skrautlegu stíl. Á seinni hluta 15. aldar og á 16. öld var í tísku að vera með háa hárlínuvöxt á enni. Á 15. og 16. öld höfðu evrópskir karlar hárið axlasítt. Á fyrri hluta 17. aldar létu karlar hárið vaxa niður fyrir axlir, með bylgjum eða krullum. Frá 16. til 19. aldar varð hár í Evrópu kvenna sýnilegra.
Hártíska 1910
[breyta]Á þessum tíma byrjaði hár kvenna að vera meira áberandi. Konur áttu til með að skreyta hárið með blómum, perlum, skartgripum og fleira. Uppsett hár var í tísku og þótti fallegt að hárið ofan á kollinum væri með miklum liftingi, oftast var notaður hárpúði til að liftingin væri sem hæðst. Rautt hár þótti einstaklega fallegt á þessum tíma í líkingu við Elízabeth 1 Bretadrottningu.
Hártíska 1920
[breyta]
Í kringum 1920 var mikið um stutt “bobba” klippingar með þverum toppum. Konur sem voru ekki með topp, var algengt að þær væru með hliðarskipingu og bylgjur sem lágu þétt við andlitið.
Hártíska 1930
[breyta]
Á þessum tíma var hárið enn í styttri kantinum. En ljósu lokkarnir komu sterkt inn.
Hárgreiðslutískan var að þróast í mjúkar bylgjur og krullur. Beinu topparnir og dökka hárið var liðin tíð.
Hártíska 1940
[breyta]
Á fjórða áratugnum létu konur hárið vaxa og var mótað í töfrandi bylgjum, með hliðarskiptinu sem huldi oft annað augað. Þetta var sígilt kvikmynda hár tímabil.
Hártíska 1950
[breyta]
Um 1950 hafði tískan breyst enn og aftur og töff stíll á þess tíma krafðist þess að konur klipptu hárið aftur, eða að minnsta kosti festu það aftur. Bylgjur og krullur voru enn mjög vinsælar, en hárið áttu að vera tekið frá andlitinu, ólíkt fyrri tíma.
Hártíska 1960
[breyta]Á sjöunda áratugnum var pólitísk, tónlistar og kynferðisleg bylting og hárið fylgdi í kjölfarið. Strákalegt útlitið var komið aftur: Konur voru með stutt hár með síðum toppi.
Hártíska 1970
[breyta]
Á áttunda áratugnum var sítt hár komið í tísku. Hárið var klippt í miklar styttur og var mikið var um stórar krullur. Á þessum tíma voru strípur að verða vinsælar.
Hártíska 1980
[breyta]
Níundi áratugurinn einkenndist af permanenti til að gera hárið stærra. Því stærra því betra.
Topparnir voru einnig krullaðir og ýfðir uppí loft.
Mikið var um mótunarvörur á þessum tíma, sérstaklega af froðu og hárlakki.
Hártíska 1990
[breyta]
Í kringum 1990 var slétta síða hárið komið í tísku. Helst átti hárið að vera sleikt niður með ýmsum efnum og jafnvel settur smá toppur sem lá meðfram andlitinu, hárið skipt í miðju og tveir lokkar af toppnum voru áberandi við kinnbein. Breiðar strípur voru að detta inn á þessum tíma.
Heimildir
[breyta]Heart turn up the feel good. (2023). Hairstyles Through The Ages: From The 1020s To Now. https://www.heart.co.uk/lifestyle/beauty/hairstyles-through-the-ages-1920s-2015/
Wikibækur. (2022, 5.mars).Hár. https://is.wikibooks.org/wiki/H%C3%A1r#Heimildir_og_%C3%ADtarefni
Wikipedia. (2023, 12.febrúar). Hairstyle
https://en.wikipedia.org/wiki/Hairstyle
Allar Myndir eru af vef:
https://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page