Hár

Úr Wikibókunum

Sjá ofar fyrir útskýringar (í sömu röð).

Hárið

Hér er Wikilexía um hár. Hér eru fróðleiksmolar um hár og hárkollur. Þetta verkefni er hægt að nýta sér sem auka verkefni fyrir miðstig "líkaminn". Lestu kaflana og svaraðu spurningum

Allt um hárið[breyta]

Hár kallast próteinútvextir úr hársekkjum í leðurhúð spendýra. Hár er aðallega úr hyrni, löngum amínósýrukeðjum. Jurtir, s.s. vallhæra, bera annars konar hár; en skordýr hafa hár úr kítíni. Einungis spendýrum vex hár og maðurinn er sú tegund spendýra sem lengst getur látið sér vaxa hár.

Hártíska

Stutt um þróun hárstíls[breyta]

Hár tíska getur verið hluti af persónu smekk, tísku og snyrtivörum, Elsta þekkta myndin um hárgreiðslu er ca fyrir 30.000 ár síðan. Í fornu siðmenningum var hár kvenna oft vandað og vandlega greitt á sérstakan hátt. Á heimsveldi Rómverja, klæddu konur hárið sitt í flóknum stílum. Frá rómverska heimsveldið til miðalda, létu flestar konur hárið vaxa náttúrulega og voru ekki að klippa það. Á rómverska heimsveldinu og á 16. öld í vestræna heimi, voru konur með hárið í ákaflega skrautlegu stíl. Á seinni hluta 15. aldar og á 16. öld var í tísku að vera með háa hárlínuvöxt á enni. Á 15. og 16. öld höfðu evrópskir karlar hárið axlasítt. Á fyrri hluta 17. aldar létu karlar hárið vaxa niður fyrir axlir, með bylgjum eða krullum. Frá 16. til 19. aldar varð hár í Evrópu kvenna sýnilegra. Á miðjum 18. öld þróaði „púfustíllinn“. Í fyrstu heimsstyrjöldinni byrjuðu konur um allan heim að skipta yfir í styttri hárlínu sem var auðveldara að stjórna. Í upphafi 1950 var hár kvenna almennt hrokkið og í ýmsum hárstílum og lengdum. Á sjöunda áratugnum tóku margar konur að klæðast hárið í stuttum nútímalegum klippingum eins og „Pixie klippingu, en á seinni hluta níunda áratugarins var hárið lengri og frjálsara. 1960- og 1970-öldinni voru margir karlar og konur með hárið mjög sítt og beint. Á tíunda áratugnum fóru konur að setja aftur hárið upp með skraut teygjum. Á tíunda áratugnum kom pönk stílinn.

Hárkollur[breyta]

Hárkolla er eftirlíking af hári búin til úr mannshári, hrossahári, ull, fjöðrum eða gerviefnum. Hárkollur eru bornar á höfði til hátíðabrigða eða til að leyna skalla eða til að breyta um útlit. Hárkollur eru oft hluti af leikbúningum leikara og grímubúningum. Einnig eru þær sums staðar hluti af hefðbundnum embættisbúningi dómara.

Hárkollur

Hárkollur hafa verið notaðar öldum saman af margs konar menningarheimum. Þegar hárkollur urðu nauðsynlegur hluti af búningi karla af betri stéttum þá varð til öflug stétt hárkollugerðarmanna. Gildi hárkollugerðarmanna var stofnað í Frakklandi árið 1665. Hárkollur voru þá efnismiklar og flóknar að gerð og mjög þungar og dýrar í framleiðslu. Best þótti að búa til hárkollur úr hári manna en einnig var notast við hrosshár og geitahár.

Á 18. öld tíðkaðist að púðra hárkollur til að fá fram hvítan og bleiktan litatón. Hárkollupúður var gert úr sterkju sem í var bætt ilmefnum. Stundum var hárkollupúður litað fjólublátt, blátt, bleikt eða gult en algengast var þó að það væri hvítt. Púðraðar hárkollur urðu hluti af búningi og notkun þeirra hélst allt til enda nítjándu aldar.

Um 1780 varð tíska hjá ungum mönnnum að púðra og lýsa upp eigið hár og eftir 1790 duttu hárkollur og hárkollupúður úr tísku nema hjá eldri mönnum og konum við hirðina.

Við frönsku hirðina í Versölum var á 18. öld tíska meðal kvenna að bera bátlaga stórar hárkollur. Þessar hárkollur urðu seinna á tímum frönsku byltingarinnar táknmynd fyrir hnignun og spillingu franska aðalsins.°

Höfuðlús[breyta]

Höfuð lús

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap. Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.

Kembing í leit að höfuðlús

  1. Þvo hár með venjulegri aðferð, skola og setja venjulega hárnæringu sem höfð er áfram í hárinu og hárið haft blautt.
  2. Greiða burtu allar flækjur - hárið er enn blautt.
  3. Skipta hárinu upp í minni svæði, til að auðvelda skoðun alls hársins.
  4. Skipta frá greiðu/bursta yfir í lúsakamb og hafa undir hvítt blað eða spegil, til að auðveldara sé að sjá hvort lús fellur úr hárinu.
  5. Draga kambinn frá hársverði að hárendum og endurtaka þar til farið hefur verið vandlega í gegnum allt höfuðhárið.
  6. Eftir hverja stroku skal skoða hvort lús hefur komið í kambinn og þurrka úr með bréfþurrku áður en næsta stroka er gerð.
  7. Nit lúsarinnar, sem líkist flösu í fljótu bragði en er föst við hárið, er oft að finna ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. Nit ein og sér er ekki órækt merki um smit, sérstaklega ekki ef hún er langt frá hársverðinum því þá er lúsin í henni að öllum líkindum dauð.
  8. Eftir kembingu alls hársins skal skola úr hárnæringuna.
  9. Kemba aftur til að athuga hvort einhver lús hefur orðið eftir.
  10. Ef lús finnst við kembingu þarf að þvo hárnæringuna úr og þurrka hárið, áður en meðferð með lúsadrepandi efni hefst.
  11. Þrífa kambinn með heitu sápuvatni og þurrka.

Heimildir og ítarefni[breyta]

Spurningar[breyta]

  1. Hvað er próreinútvextir?
  2. Hafa skordýr hár?
  3. Úr hvaða efni var hárpúður gert á 18. öld?

Krossapróf[breyta]

1 Hvað er elsta þekkta mynd um hárgreiðslu gömul?

30 ára
2500 ára
70000 ára
30000 ára

2 Gildi hárkollugerðarmanna var stofnað í Frakklandi árið?

árið 1666
árið 1665
árið 1668
árið 1664

3 Á fyrri hluta 17. aldar létu karlar hárið vaxa niður fyrir?

Axlir, með bylgjum eða krullum
Axlir, með permanent eða slétt
Axlir, með liðað eða krullum
Axlir, með bylgjum eða slétt

4 Hvað er höfuðlús?

Fluga
Bjalla
Skorkvikindi
Fiðrildi

5 Höfuðlúsasmit er:

Talið bera vitni um sóðaskap
Er merki um að fólk hafi smitast erlendis
Er merki um að fólk þrífur sig ekki
Ekki talið bera vitni um sóðaskap